Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 20. júlí 2020 16:25 Ísbjörn á veiðum á hafís norður af Svalbarða. Hop hafíssins þýðir að erfiðara verður fyrir birnina að leita sér að fæðu. Þær breytingar sem stefnir í að verði á jörðinni fyrir lok aldarinnar gætu leitt til þess að birnirnir svelti. Vísir/Getty Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. Ísbirnir reiða sig á hafís til að veiða sér seli til matar og eyða stærstum hluta ævinnar á ísilögðu hafinu. Hnattræn hlýnun er allt að þrefalt hraðari á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni og hefur hafísþekjan að sumri dregist saman um þrettán prósent á áratug borið saman við meðaltal áranna 1981-2010. Sums staðar er ísinn skemur en hann var áður, annars staðar er alveg íslaust yfir sumarið. Nítján undirtegundir hvítabjarna um allt norðurskautið eru í hættu á útrýmingu af þessum sökum. Ísleysið heldur þeim frá veiðilendum sínum úti á hafísnum í lengri tíma. Sultur og verra atlæti fyrir húnana gæti leitt til hraðs hruns í afkomu stofnsins, að sögn New York Times. Nú segja vísindamenn að afar litlar líkur séu á því að hvítabirnir þrífist nokkurs staðar á jörðinni nema mögulega í einum undirstofni nyrst á norðurskautinu dragi menn ekki verulega úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni. „Þú þarft hafís til að ná í fæðuna. Það er ekki nóg fæða á landi til þess að halda við ísbjarnastofninum,“ segir Peter K. Molnar frá Toronto-háskóla við bandaríska blaðið. Hann og félagar hans birtu grein um rannsókn á horfum hvítabjarna í vísindaritinu Nature Climate Change í dag. Örlög ísbjarnanna hefur verið ein þekktasta birtingarmynd loftslagsbreytinga af völdum manna. Þær ógna afkomu og tilvist fjölda dýrategunda um alla jörðina.Vísir/EPA Fasta lengur og hafa skemmri tíma til veiða Molnar og félagar skoðuðu þrettán undirtegundir ísbjarna sem um 80% þeirra 25.000 dýra sem talin eru lifa á norðurskautinu tilheyra. Reiknuðu þeir út hversu lengi birnirnir gætu lifað af með því að ganga á fituforða sín ef þeir neyðast til þess að fasta vegna aðstæðna. Í tilfelli kvendýra reiknuðu þeir út hvað birnurnar gætu lifað lengi og gefið húnum sínum. Báru þeir útreikningana saman við niðurstöður loftslagslíkana um örlög hafíssins á þessari öld. Komust vísindamennirnir að raun um að nærri því allir undirstofnar hvítabjarna ættu eftir að svelta gangi spár um íslausa daga eftir. Til að bæta gráu ofan á svart lengdist fasta bjarnanna ekki aðeins heldur hefðu þeir skemmri tíma en ella til að veiða sér til matar en áður. Þeir þyrftu einnig að eyði enn meiri orku í að leita sér að maka á hverfandi ísnum. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að ríki heims dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum nægilega mikið til að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1,5-2°C borið saman við meðalhita fyrir iðnbyltingu. Vísindamennirnir sem stóðu að nýju rannsókninni vara við að jafnvel þó að árangur náist í að draga úr losun, hún nái hámarki árið 2040 og dragist síðan saman, horfi margir undirstofnar hvítabjarna fram á útrýmingu. Hópar sem hafna loftslagsvísindum og afleiðingum loftslagsbreytinga hafa haldið því fram að ógnin við hvítabirni sé ofmetin og vísa til þess að þeir hafi staðið að sér fyrri hlýskeið á jörðinni. Vísindamenn telja hins vegar að á þeim tímum hafi birnirnir haft aðgang að öðrum fæðumöguleikum, sérstaklega hvölum, sem standi þeim ekki til boða nú. Norðurslóðir Vísindi Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. Ísbirnir reiða sig á hafís til að veiða sér seli til matar og eyða stærstum hluta ævinnar á ísilögðu hafinu. Hnattræn hlýnun er allt að þrefalt hraðari á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni og hefur hafísþekjan að sumri dregist saman um þrettán prósent á áratug borið saman við meðaltal áranna 1981-2010. Sums staðar er ísinn skemur en hann var áður, annars staðar er alveg íslaust yfir sumarið. Nítján undirtegundir hvítabjarna um allt norðurskautið eru í hættu á útrýmingu af þessum sökum. Ísleysið heldur þeim frá veiðilendum sínum úti á hafísnum í lengri tíma. Sultur og verra atlæti fyrir húnana gæti leitt til hraðs hruns í afkomu stofnsins, að sögn New York Times. Nú segja vísindamenn að afar litlar líkur séu á því að hvítabirnir þrífist nokkurs staðar á jörðinni nema mögulega í einum undirstofni nyrst á norðurskautinu dragi menn ekki verulega úr losun sinni á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni. „Þú þarft hafís til að ná í fæðuna. Það er ekki nóg fæða á landi til þess að halda við ísbjarnastofninum,“ segir Peter K. Molnar frá Toronto-háskóla við bandaríska blaðið. Hann og félagar hans birtu grein um rannsókn á horfum hvítabjarna í vísindaritinu Nature Climate Change í dag. Örlög ísbjarnanna hefur verið ein þekktasta birtingarmynd loftslagsbreytinga af völdum manna. Þær ógna afkomu og tilvist fjölda dýrategunda um alla jörðina.Vísir/EPA Fasta lengur og hafa skemmri tíma til veiða Molnar og félagar skoðuðu þrettán undirtegundir ísbjarna sem um 80% þeirra 25.000 dýra sem talin eru lifa á norðurskautinu tilheyra. Reiknuðu þeir út hversu lengi birnirnir gætu lifað af með því að ganga á fituforða sín ef þeir neyðast til þess að fasta vegna aðstæðna. Í tilfelli kvendýra reiknuðu þeir út hvað birnurnar gætu lifað lengi og gefið húnum sínum. Báru þeir útreikningana saman við niðurstöður loftslagslíkana um örlög hafíssins á þessari öld. Komust vísindamennirnir að raun um að nærri því allir undirstofnar hvítabjarna ættu eftir að svelta gangi spár um íslausa daga eftir. Til að bæta gráu ofan á svart lengdist fasta bjarnanna ekki aðeins heldur hefðu þeir skemmri tíma en ella til að veiða sér til matar en áður. Þeir þyrftu einnig að eyði enn meiri orku í að leita sér að maka á hverfandi ísnum. Markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum er að ríki heims dragi úr losun á gróðurhúsalofttegundum nægilega mikið til að hlýnun jarðar verði ekki meiri en 1,5-2°C borið saman við meðalhita fyrir iðnbyltingu. Vísindamennirnir sem stóðu að nýju rannsókninni vara við að jafnvel þó að árangur náist í að draga úr losun, hún nái hámarki árið 2040 og dragist síðan saman, horfi margir undirstofnar hvítabjarna fram á útrýmingu. Hópar sem hafna loftslagsvísindum og afleiðingum loftslagsbreytinga hafa haldið því fram að ógnin við hvítabirni sé ofmetin og vísa til þess að þeir hafi staðið að sér fyrri hlýskeið á jörðinni. Vísindamenn telja hins vegar að á þeim tímum hafi birnirnir haft aðgang að öðrum fæðumöguleikum, sérstaklega hvölum, sem standi þeim ekki til boða nú.
Norðurslóðir Vísindi Loftslagsmál Tengdar fréttir Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23 Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Metnaðarfyllra Parísarmarkmiðið gæti brugðist á næstu árum Mögulegt er að hnattræn hlýnun nái 1,5°C þegar á næstu fimm árum, að mati Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO). Metnaðarfyllsta markmið Parísarsamkomulagsins í loftslagsmálum var að takmarka hlýnun við 1,5°C frá tímanum fyrir iðnbyltingu. 10. júlí 2020 22:23
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15