Jarðskjálftar virðast ekki tengjast kvikuhreyfingum Kristján Már Unnarsson skrifar 20. júlí 2020 22:41 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur í viðtali við Stöð 2 í Öskju í dag, jarðvísindahúsi Háskóla Íslands. Stöð 2/Einar Árnason. Skjálftarnir í Fagradalsfjalli síðasta sólarhring eru dæmigerðir fyrir jarðskjálftavirkni Reykjanesskagans en ekki merki um kvikuhreyfingar, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Það verði þó áfram að halda þeim möguleika opnum að umbrotahrinan endi með eldgosi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hálft ár er frá því almannavarnir héldu fund með íbúum Grindavíkur þegar lýst var yfir óvissustigi vegna kvikusöfnuar við fjallið Þorbjörn. Þegar íbúar hrökkva svo upp við jarðskjálfta hvað eftir annað spyrja eflaust margir hvort eldgos sé að brjótast út. „Nei, eðli þessarar skjálftavirkni sem við sáum í gærkvöldi, í nótt og í morgun.. – hún er ekkert sérstaklega kvikuleg að sjá. Þetta er eiginlega bara mjög dæmigerð jarðskjálftavirkni fyrir Reykjanesskagann,“ segir Páll. Skjálftarnir núna eru einkum við Fagradalsfjall en Páll segir þetta framhald atburðarrásar sem hófst þar í desember og hefur teygst vestur fyrir Reykjanestá. „Þetta eru flekaskilin sem þarna eru að hreyfast. En það sem er nýtt í þessu er í fyrsta lagi það hvað þetta er búið að standa lengi, í raun og veru, virknin. Og svo er staðfest að það fylgir þessu núna kvikuhreyfing. Og það höfum við ekki séð áður í sambandi við skjálftahrinur á Reykjanesi.“ Kvikusöfnun hafi þó að mestu verið bundin við svæðið vestan við Þorbjörn, þar hafi land risið um tólf sentímetra. Páll segir ekkert benda til að kvikan þar hafi farið á hreyfingu og telur hann ekki líklegt að gos sé á næsta leyti. „En við þurfum að halda öllum möguleikum opnum. Og einn af þeim er vissulega að þarna brjótist út eldvirkni á yfirborði og hraunrennsli,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Skjálftarnir í Fagradalsfjalli síðasta sólarhring eru dæmigerðir fyrir jarðskjálftavirkni Reykjanesskagans en ekki merki um kvikuhreyfingar, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Það verði þó áfram að halda þeim möguleika opnum að umbrotahrinan endi með eldgosi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Hálft ár er frá því almannavarnir héldu fund með íbúum Grindavíkur þegar lýst var yfir óvissustigi vegna kvikusöfnuar við fjallið Þorbjörn. Þegar íbúar hrökkva svo upp við jarðskjálfta hvað eftir annað spyrja eflaust margir hvort eldgos sé að brjótast út. „Nei, eðli þessarar skjálftavirkni sem við sáum í gærkvöldi, í nótt og í morgun.. – hún er ekkert sérstaklega kvikuleg að sjá. Þetta er eiginlega bara mjög dæmigerð jarðskjálftavirkni fyrir Reykjanesskagann,“ segir Páll. Skjálftarnir núna eru einkum við Fagradalsfjall en Páll segir þetta framhald atburðarrásar sem hófst þar í desember og hefur teygst vestur fyrir Reykjanestá. „Þetta eru flekaskilin sem þarna eru að hreyfast. En það sem er nýtt í þessu er í fyrsta lagi það hvað þetta er búið að standa lengi, í raun og veru, virknin. Og svo er staðfest að það fylgir þessu núna kvikuhreyfing. Og það höfum við ekki séð áður í sambandi við skjálftahrinur á Reykjanesi.“ Kvikusöfnun hafi þó að mestu verið bundin við svæðið vestan við Þorbjörn, þar hafi land risið um tólf sentímetra. Páll segir ekkert benda til að kvikan þar hafi farið á hreyfingu og telur hann ekki líklegt að gos sé á næsta leyti. „En við þurfum að halda öllum möguleikum opnum. Og einn af þeim er vissulega að þarna brjótist út eldvirkni á yfirborði og hraunrennsli,“ segir Páll Einarsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira