Í skýrslu leyniþjónustu- og öryggismálanefndar breska þingsins um áhrif Rússlands í stjórnmálum er komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um sjálfstæði en ekki á kosninguna um Brexit samkvæmt breska fréttablaðinu The Daily Telegraph.
Í skýrslunni, sem birt verður á morgun, er það rekið hvernig Rússland reyndi að skipta Bretum í fylkingar árið 2014 þegar þjóðaratkvæðagreiðslan um sjálfstæði Skotlands var haldin. Það hafi verið „fyrsta skiptið eftir fall Sovétríkjanna sem Rússar hafi skipt sér af lýðræðislegum kosningum á Vesturlöndum,“ að sögn dagblaðsins sem vísaði í skýrsluna sem það hefur undir höndum.