„Grafalvarlegt“ fyrir Ólaf Inga - „Hvað þarftu að segja til að fá rautt á þessum tímapunkti?“ Sindri Sverrisson skrifar 21. júlí 2020 17:00 Ólafur Ingi Skúlason hefur komið við sögu í þremur leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar. VÍSIR/VILHELM „Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max-stúkunni, í umræðum um rautt spjald Ólafs Inga Skúlasonar. Ólafur Ingi er spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis en hefur átt við meiðsli að stríða og var því eingöngu í aðstoðarþjálfarahlutverkinu þegar Fylkir mætti KR á sunnudaginn. Eftir 3-0 tap Fylkis, þar sem Fylkismenn höfðu lítið mótmælt í leiknum sjálfum þrátt fyrir að tvö marka KR hefðu sennilega ekki átt að fá að standa, fékk Ólafur Ingi rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Strákarnir kíktu á mörk @KRreykjavik gegn @FylkirFC í þætti gærkvöldsins. Áttu mörkin að standa?#PepsiMaxDeildin #Stúkan #BestaSætið #Fotbolti pic.twitter.com/KRV4hMzzp6— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 21, 2020 „Hann fékk rautt spjald þarna eftir leikinn. Ég veit ekki alveg hversu lengi Ólafur Ingi er frá (vegna meiðslanna) en hann er á leið í tveggja leikja bann því hann fékk líka rautt spjald í fyrstu umferðinni, þegar hann var nýkominn inn á sem varamaður. Hérna kemur hann ekki einu sinni inn á, jú hann labbaði inn á eftir leik, en af hverju? Ég hef margoft verið reiður eftir leik og talað við dómara, en hversu reiður getur maður orðið?“ spurði Gummi Ben, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar. „Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu – geta ekki tekið þátt í undirbúningi. Þegar hann er í leikbanni sem þjálfari þá má hann ekki vera inni í klefa klukkutíma, eða einn og hálfan tíma, fyrir leik. Hann er að gera liðinu sínu mikinn óleik með því að fara í að minnsta kosti tveggja leikja bann,“ sagði Atli Viðar, og Tómas Ingi Tómasson tók undir með honum: „Hvað þarftu að segja til að fá rautt á þessum tímapunkti? Vegna þess að það voru tvö mörk þarna sem áttu ekki að standa? Því verður pottþétt ekki breytt. Óli, með þessa reynslu, á heldur ekki að kenna svona frá sér. Alls ekki.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Rautt spjald Ólafs Inga Fylkir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir Brynjólf stálheppinn að hafa klárað leikinn gegn Val Farið var yfir frammistöðu Brynjólfs Andersen Willumssonar í Pepsi Max stúkunni og vafaatriðin sem hann var viðloðandi. 21. júlí 2020 12:30 Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. 21. júlí 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 0-3 | Meistararnir hrifsuðu toppsætið til sín í Árbænum Íslandsmeistarar KR tylltu sér á topp Pepsi Max deildarinnar með öruggum sigri á Fylki í Árbænum í kvöld. 19. júlí 2020 20:26 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
„Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur í Pepsi Max-stúkunni, í umræðum um rautt spjald Ólafs Inga Skúlasonar. Ólafur Ingi er spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis en hefur átt við meiðsli að stríða og var því eingöngu í aðstoðarþjálfarahlutverkinu þegar Fylkir mætti KR á sunnudaginn. Eftir 3-0 tap Fylkis, þar sem Fylkismenn höfðu lítið mótmælt í leiknum sjálfum þrátt fyrir að tvö marka KR hefðu sennilega ekki átt að fá að standa, fékk Ólafur Ingi rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Strákarnir kíktu á mörk @KRreykjavik gegn @FylkirFC í þætti gærkvöldsins. Áttu mörkin að standa?#PepsiMaxDeildin #Stúkan #BestaSætið #Fotbolti pic.twitter.com/KRV4hMzzp6— Stöð 2 Sport (@St2Sport) July 21, 2020 „Hann fékk rautt spjald þarna eftir leikinn. Ég veit ekki alveg hversu lengi Ólafur Ingi er frá (vegna meiðslanna) en hann er á leið í tveggja leikja bann því hann fékk líka rautt spjald í fyrstu umferðinni, þegar hann var nýkominn inn á sem varamaður. Hérna kemur hann ekki einu sinni inn á, jú hann labbaði inn á eftir leik, en af hverju? Ég hef margoft verið reiður eftir leik og talað við dómara, en hversu reiður getur maður orðið?“ spurði Gummi Ben, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar. „Það er grafalvarlegt fyrir hann að geta ekki verið partur af liðinu – geta ekki tekið þátt í undirbúningi. Þegar hann er í leikbanni sem þjálfari þá má hann ekki vera inni í klefa klukkutíma, eða einn og hálfan tíma, fyrir leik. Hann er að gera liðinu sínu mikinn óleik með því að fara í að minnsta kosti tveggja leikja bann,“ sagði Atli Viðar, og Tómas Ingi Tómasson tók undir með honum: „Hvað þarftu að segja til að fá rautt á þessum tímapunkti? Vegna þess að það voru tvö mörk þarna sem áttu ekki að standa? Því verður pottþétt ekki breytt. Óli, með þessa reynslu, á heldur ekki að kenna svona frá sér. Alls ekki.“ Klippa: Pepsi Max stúkan - Rautt spjald Ólafs Inga
Fylkir Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Íslenski boltinn Tengdar fréttir Segir Brynjólf stálheppinn að hafa klárað leikinn gegn Val Farið var yfir frammistöðu Brynjólfs Andersen Willumssonar í Pepsi Max stúkunni og vafaatriðin sem hann var viðloðandi. 21. júlí 2020 12:30 Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. 21. júlí 2020 11:30 Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 0-3 | Meistararnir hrifsuðu toppsætið til sín í Árbænum Íslandsmeistarar KR tylltu sér á topp Pepsi Max deildarinnar með öruggum sigri á Fylki í Árbænum í kvöld. 19. júlí 2020 20:26 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Segir Brynjólf stálheppinn að hafa klárað leikinn gegn Val Farið var yfir frammistöðu Brynjólfs Andersen Willumssonar í Pepsi Max stúkunni og vafaatriðin sem hann var viðloðandi. 21. júlí 2020 12:30
Segja Blika ekki hafa átt að fá fleiri víti: „Einu mistök Ívars eru að gefa ekki horn“ Breiðablik skoraði eina mark sitt í 2-1 tapinu gegn Val úr vítaspyrnu en vildi fá að minnsta kosti tvær vítaspyrnur til viðbótar í leiknum. Sérfræðingar Pepsi Max-stúkunnar voru sammála mati dómara leiksins en atvikin umdeildu má sjá í greininni. 21. júlí 2020 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Fylkir - KR 0-3 | Meistararnir hrifsuðu toppsætið til sín í Árbænum Íslandsmeistarar KR tylltu sér á topp Pepsi Max deildarinnar með öruggum sigri á Fylki í Árbænum í kvöld. 19. júlí 2020 20:26