SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 14:15 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins (SA) telja afskipti VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna óeðlileg og hafa nú sent erindi til Seðlabanka Íslands þar sem fundið er að afskiptum stjórnar VR. Í bréfinu óskar SA eftir því að Seðlabankinn grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóðsins og hag sjóðsfélaga. „Þannig má tryggja að faglega verði staðið að fjárfestingaákvörðunum í sambandi við fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair.“ Óeðlileg afskipti af kjaraviðræðum Í yfirlýsingu er forsaga máls rakin en þar segir að 17. júlí síðastliðinn hafi stjórn stjórn VR sent frá sér yfirlýsingu vegna málefna Icelandair sem hafa verið í deiglunni. „Þar er þeim tilmælum beint til þeirra fjögurra stjórnarmanna af átta, sem VR skipar í stjórn sjóðsins, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Er það gert vegna óánægju stjórnar VR með það hvernig Icelandair hafi staðið að kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands.“ Í yfirlýsingu er vísað til viðtals Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR við Fréttablaðið þann sama daga. Þar var Ragnar Þór spurður hvað gerist ef stjórnarmenn VR í sjóðnum fari ekki eftir tilmælum stjórnar VR; „að þeim verði einfaldlega skipt út eins og gert hafi verið ekki alls fyrir löngu. Að þessu hefur varaseðlabankastjóri fundið í fjölmiðlum og kallað ummælin bæði „óeðlileg og ófagleg.”“ Meint lítilsvirðing Ragnars Þórs gagnvart Seðlabankanum Í yfirlýsingu segir jafnframt að með kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands hafi Icelandair reynt að búa flugfreyjum sambærileg starfskilyrði og tíðkast í nágrannalöndum okkar eins og bæði Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafélag Íslands hafa fallist á. „Með því er verið að reyna að tryggja samkeppnishæfni félagsins og standa þannig vörð um fjölda starfa hjá félaginu, og afleidd störf, sem mörg hver eru unnin af sjóðsfélögum í sjóðnum. Með yfirlýsingu sinni frá 17. júlí er stjórn VR að reyna að taka beina stjórn á sjóðnum og þeim fyrirtækjum sem hann er hluthafi í þvert á lög, reglur og góða stjórnhætti. Virðist þetta nú vera orðinn árviss viðburður stjórnarinnar, að sýna Seðlabankanum algera lítilsvirðingu og láta varnaðarorð aðstoðarseðlabankastjóra fjármálaeftirlits sem vind um eyru þjóta.“ Að endingu segir að samkvæmt lögum og eðli máls sé sjóðurinn ekki í eigu eða undir stjórn VR heldur er hann til fyrir sjóðsfélaga hans og er stjórnað af stjórnarmönnum sem eiga að vera sjálfstæðir í störfum sínum gagnvart öllum, þar á meðal þeim sem tilnefna þau í stjórn, og fara að öllum lögum og reglum. Icelandair Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. 20. júlí 2020 20:29 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) telja afskipti VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna óeðlileg og hafa nú sent erindi til Seðlabanka Íslands þar sem fundið er að afskiptum stjórnar VR. Í bréfinu óskar SA eftir því að Seðlabankinn grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóðsins og hag sjóðsfélaga. „Þannig má tryggja að faglega verði staðið að fjárfestingaákvörðunum í sambandi við fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair.“ Óeðlileg afskipti af kjaraviðræðum Í yfirlýsingu er forsaga máls rakin en þar segir að 17. júlí síðastliðinn hafi stjórn stjórn VR sent frá sér yfirlýsingu vegna málefna Icelandair sem hafa verið í deiglunni. „Þar er þeim tilmælum beint til þeirra fjögurra stjórnarmanna af átta, sem VR skipar í stjórn sjóðsins, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Er það gert vegna óánægju stjórnar VR með það hvernig Icelandair hafi staðið að kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands.“ Í yfirlýsingu er vísað til viðtals Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR við Fréttablaðið þann sama daga. Þar var Ragnar Þór spurður hvað gerist ef stjórnarmenn VR í sjóðnum fari ekki eftir tilmælum stjórnar VR; „að þeim verði einfaldlega skipt út eins og gert hafi verið ekki alls fyrir löngu. Að þessu hefur varaseðlabankastjóri fundið í fjölmiðlum og kallað ummælin bæði „óeðlileg og ófagleg.”“ Meint lítilsvirðing Ragnars Þórs gagnvart Seðlabankanum Í yfirlýsingu segir jafnframt að með kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands hafi Icelandair reynt að búa flugfreyjum sambærileg starfskilyrði og tíðkast í nágrannalöndum okkar eins og bæði Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafélag Íslands hafa fallist á. „Með því er verið að reyna að tryggja samkeppnishæfni félagsins og standa þannig vörð um fjölda starfa hjá félaginu, og afleidd störf, sem mörg hver eru unnin af sjóðsfélögum í sjóðnum. Með yfirlýsingu sinni frá 17. júlí er stjórn VR að reyna að taka beina stjórn á sjóðnum og þeim fyrirtækjum sem hann er hluthafi í þvert á lög, reglur og góða stjórnhætti. Virðist þetta nú vera orðinn árviss viðburður stjórnarinnar, að sýna Seðlabankanum algera lítilsvirðingu og láta varnaðarorð aðstoðarseðlabankastjóra fjármálaeftirlits sem vind um eyru þjóta.“ Að endingu segir að samkvæmt lögum og eðli máls sé sjóðurinn ekki í eigu eða undir stjórn VR heldur er hann til fyrir sjóðsfélaga hans og er stjórnað af stjórnarmönnum sem eiga að vera sjálfstæðir í störfum sínum gagnvart öllum, þar á meðal þeim sem tilnefna þau í stjórn, og fara að öllum lögum og reglum.
Icelandair Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. 20. júlí 2020 20:29 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. 20. júlí 2020 20:29
Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04