SA óskar eftir viðbrögðum Seðlabankans vegna afskipta VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 14:15 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. Samtök atvinnulífsins (SA) telja afskipti VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna óeðlileg og hafa nú sent erindi til Seðlabanka Íslands þar sem fundið er að afskiptum stjórnar VR. Í bréfinu óskar SA eftir því að Seðlabankinn grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóðsins og hag sjóðsfélaga. „Þannig má tryggja að faglega verði staðið að fjárfestingaákvörðunum í sambandi við fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair.“ Óeðlileg afskipti af kjaraviðræðum Í yfirlýsingu er forsaga máls rakin en þar segir að 17. júlí síðastliðinn hafi stjórn stjórn VR sent frá sér yfirlýsingu vegna málefna Icelandair sem hafa verið í deiglunni. „Þar er þeim tilmælum beint til þeirra fjögurra stjórnarmanna af átta, sem VR skipar í stjórn sjóðsins, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Er það gert vegna óánægju stjórnar VR með það hvernig Icelandair hafi staðið að kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands.“ Í yfirlýsingu er vísað til viðtals Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR við Fréttablaðið þann sama daga. Þar var Ragnar Þór spurður hvað gerist ef stjórnarmenn VR í sjóðnum fari ekki eftir tilmælum stjórnar VR; „að þeim verði einfaldlega skipt út eins og gert hafi verið ekki alls fyrir löngu. Að þessu hefur varaseðlabankastjóri fundið í fjölmiðlum og kallað ummælin bæði „óeðlileg og ófagleg.”“ Meint lítilsvirðing Ragnars Þórs gagnvart Seðlabankanum Í yfirlýsingu segir jafnframt að með kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands hafi Icelandair reynt að búa flugfreyjum sambærileg starfskilyrði og tíðkast í nágrannalöndum okkar eins og bæði Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafélag Íslands hafa fallist á. „Með því er verið að reyna að tryggja samkeppnishæfni félagsins og standa þannig vörð um fjölda starfa hjá félaginu, og afleidd störf, sem mörg hver eru unnin af sjóðsfélögum í sjóðnum. Með yfirlýsingu sinni frá 17. júlí er stjórn VR að reyna að taka beina stjórn á sjóðnum og þeim fyrirtækjum sem hann er hluthafi í þvert á lög, reglur og góða stjórnhætti. Virðist þetta nú vera orðinn árviss viðburður stjórnarinnar, að sýna Seðlabankanum algera lítilsvirðingu og láta varnaðarorð aðstoðarseðlabankastjóra fjármálaeftirlits sem vind um eyru þjóta.“ Að endingu segir að samkvæmt lögum og eðli máls sé sjóðurinn ekki í eigu eða undir stjórn VR heldur er hann til fyrir sjóðsfélaga hans og er stjórnað af stjórnarmönnum sem eiga að vera sjálfstæðir í störfum sínum gagnvart öllum, þar á meðal þeim sem tilnefna þau í stjórn, og fara að öllum lögum og reglum. Icelandair Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. 20. júlí 2020 20:29 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) telja afskipti VR af Lífeyrissjóði verzlunarmanna óeðlileg og hafa nú sent erindi til Seðlabanka Íslands þar sem fundið er að afskiptum stjórnar VR. Í bréfinu óskar SA eftir því að Seðlabankinn grípi til tafarlausra aðgerða, umfram almenn tilmæli til hagsmunaaðila almennt, til að standa vörð um sjálfstæði sjóðsins og hag sjóðsfélaga. „Þannig má tryggja að faglega verði staðið að fjárfestingaákvörðunum í sambandi við fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair.“ Óeðlileg afskipti af kjaraviðræðum Í yfirlýsingu er forsaga máls rakin en þar segir að 17. júlí síðastliðinn hafi stjórn stjórn VR sent frá sér yfirlýsingu vegna málefna Icelandair sem hafa verið í deiglunni. „Þar er þeim tilmælum beint til þeirra fjögurra stjórnarmanna af átta, sem VR skipar í stjórn sjóðsins, að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Er það gert vegna óánægju stjórnar VR með það hvernig Icelandair hafi staðið að kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands.“ Í yfirlýsingu er vísað til viðtals Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR við Fréttablaðið þann sama daga. Þar var Ragnar Þór spurður hvað gerist ef stjórnarmenn VR í sjóðnum fari ekki eftir tilmælum stjórnar VR; „að þeim verði einfaldlega skipt út eins og gert hafi verið ekki alls fyrir löngu. Að þessu hefur varaseðlabankastjóri fundið í fjölmiðlum og kallað ummælin bæði „óeðlileg og ófagleg.”“ Meint lítilsvirðing Ragnars Þórs gagnvart Seðlabankanum Í yfirlýsingu segir jafnframt að með kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands hafi Icelandair reynt að búa flugfreyjum sambærileg starfskilyrði og tíðkast í nágrannalöndum okkar eins og bæði Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafélag Íslands hafa fallist á. „Með því er verið að reyna að tryggja samkeppnishæfni félagsins og standa þannig vörð um fjölda starfa hjá félaginu, og afleidd störf, sem mörg hver eru unnin af sjóðsfélögum í sjóðnum. Með yfirlýsingu sinni frá 17. júlí er stjórn VR að reyna að taka beina stjórn á sjóðnum og þeim fyrirtækjum sem hann er hluthafi í þvert á lög, reglur og góða stjórnhætti. Virðist þetta nú vera orðinn árviss viðburður stjórnarinnar, að sýna Seðlabankanum algera lítilsvirðingu og láta varnaðarorð aðstoðarseðlabankastjóra fjármálaeftirlits sem vind um eyru þjóta.“ Að endingu segir að samkvæmt lögum og eðli máls sé sjóðurinn ekki í eigu eða undir stjórn VR heldur er hann til fyrir sjóðsfélaga hans og er stjórnað af stjórnarmönnum sem eiga að vera sjálfstæðir í störfum sínum gagnvart öllum, þar á meðal þeim sem tilnefna þau í stjórn, og fara að öllum lögum og reglum.
Icelandair Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. 20. júlí 2020 20:29 Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Segir verkalýðsforingja reyna að knésetja Icelandair Þorsteinn Víglundsson segir framgöngu verkalýðshreyfingarinnar til skammar með því að reyna að hafa áhrif á ákvarðanatöku um fjárfestingar í Icelandair. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, segir að fulltrúum í stjórnum lífeyrissjóða sé óheimilt að láta undan slíkum þrýstingi. 20. júlí 2020 20:29
Segir fullyrðingar Ragnars Þórs um blekkingar og vandræði „úr lausu lofti gripnar“ Framkvæmdastjóri Lindarvatns ehf., eiganda Landsímareitsins við Austurvöll, segir fullyrðingar Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um ógöngur í verkframkvæmdum á Landsímareitnum ekki standast skoðun. 20. júlí 2020 21:04