Ráðleggingar nútímans svipaðar sóttvörnum fyrri tíma Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 22. júlí 2020 20:09 Frá fimmtándu öld hafa sex skæðar farsóttir geisað hér á landi en í þeirri verstu er talið að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Íslendingar byrjuðu þó ekki að stunda sóttvarnir fyrr en í byrjun tuttugustu aldar þegar þeim var sagt að hætta að mynnast við, eða kyssast á munninn. Til eru heimildir um áhrif farsótta hér á landi frá árinu 1402, þegar svarti dauði reið fyrst yfir og svo aftur á seinni hluta 15. aldar. Samtals er talið að allt að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Bólusótt gekk svo yfir landið í byrjun 18. aldar og mislingar á þeirri 19. Berklar voru skæðir og féllu um 150 manns árlega hér á landi þar til bóluefni fannst og þá féllu um 500 manns þegar spænka veikin kom til landsins fyrir hartnær hundrað árum. Sérfræðingur á Þjóðminjasafninu segir að oft hafi farsóttir komið eftir miklar náttúruhamfarir. Þó nokkrar farsóttir hafa gengið yfir þjóðina.Stöð 2 „Þegar það er skortur á næringu þá virðist vera að ónæmiskerfi fólks sé veikara fyrir. Þá fellur það frekar úr þessum farsóttum,“ segir Karólína Ósk Þórsdóttir, sérfræðingur hjá Þjóðminjasafninu. Sóttvarnir voru lítt þekktar. „Hérna höfum við lítið rúnakefli,“ segir Karólína og bendir fréttamanni á safnmun. „Á því er rist með rúnastafrófi latnesk töfraþula.“ Á keflinu stendur Sator Apora Tenet opera Rotas sem er merkingaleysa en það er sama hvort hún snýr fram eða aftur upp eða niður alltaf er hún eins. Það er svo farið að hugsa út í sóttvarnir þegar spænska veikin ríður yfir og fólk er beðið um að hætta að kyssast á munninn þegar það hittist. „Þá var brýnt fyrir fólki að hafa meira hreinlæti og fólki var sagt að hrækja ekki á gólf, eins og var algengt þá. Fólk var líka beðið um að minnka að kyssa hvort annað, þá var landlæg hefð að fólk kysstist þegar það hittist og það var kallað að mynnast við.“ Þá hafi líka verið farið fram á ferðatakmarkanir milli landsvæða eins og í dag og fleira sé líkt. „Halda meiri fjarlægð á milli fólks. Fyrirmælin sem við höfum fengið um að halda tveggja metra fjarlægð og að taka ekki í höndina á hvort öðru. Þetta er svona svipað og fyrirmælin sem fólk fékk þegar spænska veikin herjaði á Íslendinga,“ segir Karólína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Frá fimmtándu öld hafa sex skæðar farsóttir geisað hér á landi en í þeirri verstu er talið að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Íslendingar byrjuðu þó ekki að stunda sóttvarnir fyrr en í byrjun tuttugustu aldar þegar þeim var sagt að hætta að mynnast við, eða kyssast á munninn. Til eru heimildir um áhrif farsótta hér á landi frá árinu 1402, þegar svarti dauði reið fyrst yfir og svo aftur á seinni hluta 15. aldar. Samtals er talið að allt að helmingur þjóðarinnar hafi fallið. Bólusótt gekk svo yfir landið í byrjun 18. aldar og mislingar á þeirri 19. Berklar voru skæðir og féllu um 150 manns árlega hér á landi þar til bóluefni fannst og þá féllu um 500 manns þegar spænka veikin kom til landsins fyrir hartnær hundrað árum. Sérfræðingur á Þjóðminjasafninu segir að oft hafi farsóttir komið eftir miklar náttúruhamfarir. Þó nokkrar farsóttir hafa gengið yfir þjóðina.Stöð 2 „Þegar það er skortur á næringu þá virðist vera að ónæmiskerfi fólks sé veikara fyrir. Þá fellur það frekar úr þessum farsóttum,“ segir Karólína Ósk Þórsdóttir, sérfræðingur hjá Þjóðminjasafninu. Sóttvarnir voru lítt þekktar. „Hérna höfum við lítið rúnakefli,“ segir Karólína og bendir fréttamanni á safnmun. „Á því er rist með rúnastafrófi latnesk töfraþula.“ Á keflinu stendur Sator Apora Tenet opera Rotas sem er merkingaleysa en það er sama hvort hún snýr fram eða aftur upp eða niður alltaf er hún eins. Það er svo farið að hugsa út í sóttvarnir þegar spænska veikin ríður yfir og fólk er beðið um að hætta að kyssast á munninn þegar það hittist. „Þá var brýnt fyrir fólki að hafa meira hreinlæti og fólki var sagt að hrækja ekki á gólf, eins og var algengt þá. Fólk var líka beðið um að minnka að kyssa hvort annað, þá var landlæg hefð að fólk kysstist þegar það hittist og það var kallað að mynnast við.“ Þá hafi líka verið farið fram á ferðatakmarkanir milli landsvæða eins og í dag og fleira sé líkt. „Halda meiri fjarlægð á milli fólks. Fyrirmælin sem við höfum fengið um að halda tveggja metra fjarlægð og að taka ekki í höndina á hvort öðru. Þetta er svona svipað og fyrirmælin sem fólk fékk þegar spænska veikin herjaði á Íslendinga,“ segir Karólína
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent