Guðmundur vill losna við „leiðindareglu“ úr handboltanum Sindri Sverrisson skrifar 23. júlí 2020 17:30 Guðmundur Guðmundsson íbygginn á svip á leik íslenska landsliðsins. VÍSIR/GETTY Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, er á meðal þeirra sem harma breytingu sem gerð var á reglum handboltans fyrir nokkrum árum. Hann vill gera íþróttina meira aðlaðandi með reglubreytingu. Reglan sem um ræðir er sú að lið megi skipta markverði út fyrir aukasóknarmann, án þess að sá leikmaður þurfi að klæðast sérstöku vesti til aðgreiningar frá öðrum leikmönnum. Breytingin auðveldar þannig liðum til dæmis að sækja á sjö mönnum gegn sex varnarmönnum, eða að vera með sex leikmenn í sókn þó að leikmaður í liðinu hafi fengið tveggja mínútna brottvísun. Guðmundur tók ásamt fjölda annarra þjálfara þátt í könnun þýska tímaritsins Handballwoche um álit manna á reglunni og var yfirgnæfandi stuðningur við að breyta henni. Guðmundur var spurður hvort hann teldi handboltann meira aðlaðandi með því að hafa regluna í gildi: Leikurinn leiðinlegri fyrir áhorfendur „Nei, svo sannarlega ekki. Það sem við misstum til að mynda eru varnarafbrigði eins og 5-1, 3-2-1 og 3-3, sem er ekki mögulegt að nota gegn sjö manna sókn. Líf þjálfarans er einfaldað: Ef að liðið hans getur ekki spilað gegn framliggjandi vörn þá spilar hann bara með sjö gegn sex. Sóknirnar verða minna heillandi og einfaldari. Ef að rýnt er í leikina þar sem menn beita „7 á 6“ þá sést að sóknirnar eru alltaf eins – það verður meira um endurtekningar og leikurinn verður leiðinlegri fyrir áhorfendur,“ segir Guðmundur, og er harður á því að handboltinn hafi breyst til hins verra með reglunni. „Já, því með reglunni hefur ýmislegt verið tekið úr handboltanum. Tveggja mínútna brottvísun hefur til dæmis engin áhrif því það er hægt að setja strax aukasóknarmann inn,“ segir Guðmundur. Portúgal getað nýtt sér regluna vel Guðmundur er þjálfari Melsungen auk þess að stýra íslenska landsliðinu, og er spurður hvernig hann hafi breytt leikstíl sinna liða vegna reglunnar: „Auðvitað veltur það á því hvaða liði maður mætir. Nú þarf maður að þjálfa aðra þætti en áður, til að mynda að skora í tómt mark af löngu færi. Og sem landsliðsþjálfari hefur maður alltaf lítinn tíma til undirbúnings, og þann tíma vil ég nota til að einblína á aðra þætti. En Portúgal hefur til dæmis hagnast gríðarlega á því að FC Porto (þar sem margir landsliðsmenn Portúgals spila) spilar mjög mikið með 7 gegn 6 og það færði liðinu forskot til að komast svona langt á EM,“ sagði Guðmundur. „Að mínu mati ætti að hætta með þessa reglu, því þá yrði handboltinn meira aðlaðandi á ný, með miklum hreyfingum á mönnum, 1 á 1 leikstöðum og fjölbreyttari varnarleik. Fyrri staða, þar sem aukamaður klæddist vesti, gekk hins vegar ekki heldur,“ sagði Guðmundur. Handbolti Tengdar fréttir Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar Fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar í handbolta fer fram í lok ágústmánaðar. Þar verða Valsmenn ásamt mörgum öðrum Íslendingaliðum. 20. júlí 2020 23:00 Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, er á meðal þeirra sem harma breytingu sem gerð var á reglum handboltans fyrir nokkrum árum. Hann vill gera íþróttina meira aðlaðandi með reglubreytingu. Reglan sem um ræðir er sú að lið megi skipta markverði út fyrir aukasóknarmann, án þess að sá leikmaður þurfi að klæðast sérstöku vesti til aðgreiningar frá öðrum leikmönnum. Breytingin auðveldar þannig liðum til dæmis að sækja á sjö mönnum gegn sex varnarmönnum, eða að vera með sex leikmenn í sókn þó að leikmaður í liðinu hafi fengið tveggja mínútna brottvísun. Guðmundur tók ásamt fjölda annarra þjálfara þátt í könnun þýska tímaritsins Handballwoche um álit manna á reglunni og var yfirgnæfandi stuðningur við að breyta henni. Guðmundur var spurður hvort hann teldi handboltann meira aðlaðandi með því að hafa regluna í gildi: Leikurinn leiðinlegri fyrir áhorfendur „Nei, svo sannarlega ekki. Það sem við misstum til að mynda eru varnarafbrigði eins og 5-1, 3-2-1 og 3-3, sem er ekki mögulegt að nota gegn sjö manna sókn. Líf þjálfarans er einfaldað: Ef að liðið hans getur ekki spilað gegn framliggjandi vörn þá spilar hann bara með sjö gegn sex. Sóknirnar verða minna heillandi og einfaldari. Ef að rýnt er í leikina þar sem menn beita „7 á 6“ þá sést að sóknirnar eru alltaf eins – það verður meira um endurtekningar og leikurinn verður leiðinlegri fyrir áhorfendur,“ segir Guðmundur, og er harður á því að handboltinn hafi breyst til hins verra með reglunni. „Já, því með reglunni hefur ýmislegt verið tekið úr handboltanum. Tveggja mínútna brottvísun hefur til dæmis engin áhrif því það er hægt að setja strax aukasóknarmann inn,“ segir Guðmundur. Portúgal getað nýtt sér regluna vel Guðmundur er þjálfari Melsungen auk þess að stýra íslenska landsliðinu, og er spurður hvernig hann hafi breytt leikstíl sinna liða vegna reglunnar: „Auðvitað veltur það á því hvaða liði maður mætir. Nú þarf maður að þjálfa aðra þætti en áður, til að mynda að skora í tómt mark af löngu færi. Og sem landsliðsþjálfari hefur maður alltaf lítinn tíma til undirbúnings, og þann tíma vil ég nota til að einblína á aðra þætti. En Portúgal hefur til dæmis hagnast gríðarlega á því að FC Porto (þar sem margir landsliðsmenn Portúgals spila) spilar mjög mikið með 7 gegn 6 og það færði liðinu forskot til að komast svona langt á EM,“ sagði Guðmundur. „Að mínu mati ætti að hætta með þessa reglu, því þá yrði handboltinn meira aðlaðandi á ný, með miklum hreyfingum á mönnum, 1 á 1 leikstöðum og fjölbreyttari varnarleik. Fyrri staða, þar sem aukamaður klæddist vesti, gekk hins vegar ekki heldur,“ sagði Guðmundur.
Handbolti Tengdar fréttir Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar Fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar í handbolta fer fram í lok ágústmánaðar. Þar verða Valsmenn ásamt mörgum öðrum Íslendingaliðum. 20. júlí 2020 23:00 Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM Sjá meira
Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar Fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar í handbolta fer fram í lok ágústmánaðar. Þar verða Valsmenn ásamt mörgum öðrum Íslendingaliðum. 20. júlí 2020 23:00
Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00
Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46