Gleðigöngur taka við af Gleðigöngunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2020 14:39 Gleðigangan í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eins og flestir vita verður dagskrá Hinsegin daga með töluvert breyttu sniði í ár vegna farsóttarinnar en þó verður dagskrá sem fæstir ættu að láta fram hjá sér fara. Hinsegin dagar eru ein fjölmennasta hátíð sem haldin er hér á landi og iðar allt af lífi þegar hin árlega Gleðiganga er gengin um miðbæ Reykjavíkur. Þrátt fyrir breytt snið verður nóg í boði og hefst dagskráin þriðjudaginn 4. ágúst og lýkur henni mánudaginn 10. ágúst. Opnunarhátíð Hinsegin daga fer fram í Hafnarhúsinu þar sem hátíðin verður formlega sett og við tekur stutt skemmtidagskrá í Portinu. Þess ber að geta að í boði stendur að kaupa miða inn á afmarkað svæði þar sem 2 metra reglan er viðhöfð. Þá verður einnig fjallað um Ástandið í Póllandi á samnefndum viðburði á Þjóðminjasafninu en undanfarin misseri hefur málefnum hinsegin fólks farið hríðversnandi í Póllandi og segir í lýsingu viðburðarins að það hafi „kristallast í nýliðnum forsetakosningum þar í landi þar sem Andrzej Duda bar sigur úr býtum.“ Hinsegin svart og brúnt fólk mun deila reynslu inni af rasisma á Íslandi og ræða hvað samfélagið geti gert til að styðja við baráttuna á viðburðinum #blacklivesmatter. Viðburðurinn fer fram á Þjóðminjasafninu og fer fram á ensku. Þá verður farið í Djammsögugöngu um miðborgina og verður meðal annars fjallað um hvernig íslenskir hommar döðruðu við hermenn á Borginni á fimmta áratugnum, hvernig lesbíur leituðu skjóls á Stúdentakjallaranum áður en dragið blómstraði á Rauðu myllunni og hvernig íslenskt hinsegin skemmtanalíf hefur verið í Reykjavík í gegn um árin. Sögugangan endar svo í Gamla bíói þar sem Dragkeppni Íslands 2020 fer fram. Hinsegin bókmenntum verður gert hátt undir höfði á Hýrum húslestrum þar sem hinsegin skáld lesa úr verkum sínum. Þá verða úrslit ljóðasamkeppni Hinsegin daga kynnt en hún er nú haldin í fimmta sinn. Gleðigangan fer ekki fram með sama sniði en hún verður haldin þó! Ekki verður um eina göngu að ræða heldur margar litlar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og um land allt. „Hver og einn getur rölt með sjálfum sér, vinum eða fjölskyldu, í hæfilega stórum hópum og með smitgát í fyrirrúmi.“ Gleðigöngurnar, í öllum sínum fjölbreytileika, leggja af stað klukkan 14 laugardaginn 8. ágúst hvar sem þátttakendur vilja ganga og sýna réttindabaráttu hinsegin fólks stuðning og fagna fjölbreyttu samfélagi. „Vonandi bera sem flestir regnbogafána eða skreyta sig regnbogalitum og senda skýr skilaboð um veruleika hinsegin fólks á einn eða annan hátt.“ Hátíðarhöldunum lýkur á mánudaginn með viðburðinum Á hinsegin nótum sem haldinn er í Hörpu þar sem fjölbreyttir og spennandi tónleikar fara fram og verk eftir nokkur helstu hinsegin tónskáld sögunnar verða flutt, meðal annars verk eftir Pjotr Tsjajkovskíj, Francis Poulenc, Benjamin Britten, Samuel Barber og Steven Sondheim. Þá verða einnig flutt verk eftir Jean-Baptiste Lully og Ethel Smyth. Hinsegin Reykjavík Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Eins og flestir vita verður dagskrá Hinsegin daga með töluvert breyttu sniði í ár vegna farsóttarinnar en þó verður dagskrá sem fæstir ættu að láta fram hjá sér fara. Hinsegin dagar eru ein fjölmennasta hátíð sem haldin er hér á landi og iðar allt af lífi þegar hin árlega Gleðiganga er gengin um miðbæ Reykjavíkur. Þrátt fyrir breytt snið verður nóg í boði og hefst dagskráin þriðjudaginn 4. ágúst og lýkur henni mánudaginn 10. ágúst. Opnunarhátíð Hinsegin daga fer fram í Hafnarhúsinu þar sem hátíðin verður formlega sett og við tekur stutt skemmtidagskrá í Portinu. Þess ber að geta að í boði stendur að kaupa miða inn á afmarkað svæði þar sem 2 metra reglan er viðhöfð. Þá verður einnig fjallað um Ástandið í Póllandi á samnefndum viðburði á Þjóðminjasafninu en undanfarin misseri hefur málefnum hinsegin fólks farið hríðversnandi í Póllandi og segir í lýsingu viðburðarins að það hafi „kristallast í nýliðnum forsetakosningum þar í landi þar sem Andrzej Duda bar sigur úr býtum.“ Hinsegin svart og brúnt fólk mun deila reynslu inni af rasisma á Íslandi og ræða hvað samfélagið geti gert til að styðja við baráttuna á viðburðinum #blacklivesmatter. Viðburðurinn fer fram á Þjóðminjasafninu og fer fram á ensku. Þá verður farið í Djammsögugöngu um miðborgina og verður meðal annars fjallað um hvernig íslenskir hommar döðruðu við hermenn á Borginni á fimmta áratugnum, hvernig lesbíur leituðu skjóls á Stúdentakjallaranum áður en dragið blómstraði á Rauðu myllunni og hvernig íslenskt hinsegin skemmtanalíf hefur verið í Reykjavík í gegn um árin. Sögugangan endar svo í Gamla bíói þar sem Dragkeppni Íslands 2020 fer fram. Hinsegin bókmenntum verður gert hátt undir höfði á Hýrum húslestrum þar sem hinsegin skáld lesa úr verkum sínum. Þá verða úrslit ljóðasamkeppni Hinsegin daga kynnt en hún er nú haldin í fimmta sinn. Gleðigangan fer ekki fram með sama sniði en hún verður haldin þó! Ekki verður um eina göngu að ræða heldur margar litlar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og um land allt. „Hver og einn getur rölt með sjálfum sér, vinum eða fjölskyldu, í hæfilega stórum hópum og með smitgát í fyrirrúmi.“ Gleðigöngurnar, í öllum sínum fjölbreytileika, leggja af stað klukkan 14 laugardaginn 8. ágúst hvar sem þátttakendur vilja ganga og sýna réttindabaráttu hinsegin fólks stuðning og fagna fjölbreyttu samfélagi. „Vonandi bera sem flestir regnbogafána eða skreyta sig regnbogalitum og senda skýr skilaboð um veruleika hinsegin fólks á einn eða annan hátt.“ Hátíðarhöldunum lýkur á mánudaginn með viðburðinum Á hinsegin nótum sem haldinn er í Hörpu þar sem fjölbreyttir og spennandi tónleikar fara fram og verk eftir nokkur helstu hinsegin tónskáld sögunnar verða flutt, meðal annars verk eftir Pjotr Tsjajkovskíj, Francis Poulenc, Benjamin Britten, Samuel Barber og Steven Sondheim. Þá verða einnig flutt verk eftir Jean-Baptiste Lully og Ethel Smyth.
Hinsegin Reykjavík Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira