Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Andri Eysteinsson skrifar 25. júlí 2020 19:57 Lögreglustöð lögreglunnar á Suðurnesjum í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var greint frá lýsingum starfsmanna embættisins af stöðu mála. Vildu starfsmennirnir ekki koma fram undir nafni. Þar segir að óánægjan beinist ekki aðeins gegn lögreglustjóranum, sem lýst sé sem afskiptalausum stjórnanda sem tali niður til samstarfskvenna sinna, heldur einnig að Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirmanns á lögfræðisviði og mannauðsstjóra embættisins Helga Kristjánssonar. RÚV greinir frá því að Alda sé sögð beita hörku og ógnunum og hafi starfsmenn sem andmæla henni misst vinnuna. Kvartað væri undan ráðningum og stöðuveitingum og sagt að ófaglega sé staðið að þeim. Til að mynda séu dæmi um að lögreglumaður sem sakaður hafi verið um kynferðislega áreitni af samstarfskonum hafi fengið stöðu hækkun. Þá segir að mannauðsstjórinn hafi ekki tekið á kvörtunum og konur hafi því þurft að leita til karlkyns samstarfsmanna til þess að fá þá til að ræða við lögreglumanninn. Þá er Ólafur Helgi lögreglustjóri sagður skipta um föt fyrir opnum dyrum, hafa átt samtal við samstarfskonu ber að ofan á skrifstofu sinni og hafi notað tölvubúnað embættisins til að semja og senda klúran texta sem fannst í prentara á stöðinni. Lögreglustjórinn hafi brugðist illa við kvörtunum vegna þessa og hafi hótað starfsmönnum brottrekstri. Lögreglan Reykjanesbær Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins var greint frá lýsingum starfsmanna embættisins af stöðu mála. Vildu starfsmennirnir ekki koma fram undir nafni. Þar segir að óánægjan beinist ekki aðeins gegn lögreglustjóranum, sem lýst sé sem afskiptalausum stjórnanda sem tali niður til samstarfskvenna sinna, heldur einnig að Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirmanns á lögfræðisviði og mannauðsstjóra embættisins Helga Kristjánssonar. RÚV greinir frá því að Alda sé sögð beita hörku og ógnunum og hafi starfsmenn sem andmæla henni misst vinnuna. Kvartað væri undan ráðningum og stöðuveitingum og sagt að ófaglega sé staðið að þeim. Til að mynda séu dæmi um að lögreglumaður sem sakaður hafi verið um kynferðislega áreitni af samstarfskonum hafi fengið stöðu hækkun. Þá segir að mannauðsstjórinn hafi ekki tekið á kvörtunum og konur hafi því þurft að leita til karlkyns samstarfsmanna til þess að fá þá til að ræða við lögreglumanninn. Þá er Ólafur Helgi lögreglustjóri sagður skipta um föt fyrir opnum dyrum, hafa átt samtal við samstarfskonu ber að ofan á skrifstofu sinni og hafi notað tölvubúnað embættisins til að semja og senda klúran texta sem fannst í prentara á stöðinni. Lögreglustjórinn hafi brugðist illa við kvörtunum vegna þessa og hafi hótað starfsmönnum brottrekstri.
Lögreglan Reykjanesbær Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira