Fjögur af fimm smitum ótengd Elísabet Inga Sigurðardóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 26. júlí 2020 11:37 Í heildina eru 34 í sóttkví vegna þessara nýju smita sem greindust í gær. Vísir/Vilhelm Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. Upprunalega voru á þriðja tug einstaklega sendir í sóttkví en þeim var fækkað í sextán. Í heildina eru 34 í sóttkví vegna þessara nýju smita sem greindust í gær. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem smit greinist á íþróttaviðburði og hefur það vakið spurningar um það hvort halda eigi slíka viðburði. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild rikislögreglustjóra, segir það vel hægt, svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. „Við erum stöðugt að brýna fyrir öllum þeim sem hér búa að það þurfi að halda uppi einstaklingsbundnum smitvörnum. Við þurfum líka að brýna fyrir fólki sem er að halda viðburði að það eru ákveðnar reglur í gangi sem þarf að fara eftir. Þá er hægt að halda viðburði,“ segir Jóhann. Hann segir að hægt sé að koma í veg fyrir smit með því að halda á lofti einstaklingsbundnum smitvörnum. Reglur og viðmið séu þar að auki í stöðugri endurskoðun. „Það sem þarf að gera, og það sem almannavarnadeildin og landlæknisembættið eru stöðugt að brýna fyrir fólki, er að huga að þessum einstaklingsbundnu smitvörnum. Bæði heimafyrir og svo sömuleiðis hjá þjónustufyrirtækjum. Að fólk þvoi sér um hendur og noti spritt. Það kemur í veg fyrir að smit geti farið áfram,“ segir Jóhann. „Við þurfum að brýna fyrir fólki að halda áfram á þeirri góðu vegferð sem við vorum á, til þess að geta haldið uppi þeim árangri sem við höfum hingað til náð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Fimm innanlandssmit hafa greinst hér á landi á undanförnum dögum. Af þeim eru fjögur alfarið ótengd og er til að mynda ekki búið að finna uppruna smitsins sem kom upp á Rey Cup íþróttamótinu í gær. Smitrakning er enn yfirstandandi. Upprunalega voru á þriðja tug einstaklega sendir í sóttkví en þeim var fækkað í sextán. Í heildina eru 34 í sóttkví vegna þessara nýju smita sem greindust í gær. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem smit greinist á íþróttaviðburði og hefur það vakið spurningar um það hvort halda eigi slíka viðburði. Jóhann K. Jóhannsson, samskiptastjóri hjá almannavarnadeild rikislögreglustjóra, segir það vel hægt, svo lengi sem fólk fylgi viðmiðum og reglum. „Við erum stöðugt að brýna fyrir öllum þeim sem hér búa að það þurfi að halda uppi einstaklingsbundnum smitvörnum. Við þurfum líka að brýna fyrir fólki sem er að halda viðburði að það eru ákveðnar reglur í gangi sem þarf að fara eftir. Þá er hægt að halda viðburði,“ segir Jóhann. Hann segir að hægt sé að koma í veg fyrir smit með því að halda á lofti einstaklingsbundnum smitvörnum. Reglur og viðmið séu þar að auki í stöðugri endurskoðun. „Það sem þarf að gera, og það sem almannavarnadeildin og landlæknisembættið eru stöðugt að brýna fyrir fólki, er að huga að þessum einstaklingsbundnu smitvörnum. Bæði heimafyrir og svo sömuleiðis hjá þjónustufyrirtækjum. Að fólk þvoi sér um hendur og noti spritt. Það kemur í veg fyrir að smit geti farið áfram,“ segir Jóhann. „Við þurfum að brýna fyrir fólki að halda áfram á þeirri góðu vegferð sem við vorum á, til þess að geta haldið uppi þeim árangri sem við höfum hingað til náð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira