Sendiherrann vill bera byssu á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 26. júlí 2020 11:56 Gunter var tilnefndur í embætti sendiherra af Donald Trump árið 2018. Getty/Bandaríska Sendiráðið Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Þetta kemur fram í frétt CBS þar sem einnig segir að þetta vilji Gunter, þrátt fyrir að hann starfi í „einu öruggasta ríki heims“. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Heimildarmenn CBS segja ráðuneytið þó ítrekað hafa tilkynnt Gunter að hann sé ekki í hættu á Íslandi. Í frétt CBS segir að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sigi ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Þá hefur CBS það einnig eftir að heimildarmönnum sínum að Gunter hafi verið sagt að hann ætti ekki að sækjast eftir því að bera vopn, því því yrði tekið sem móðgun hér á landi. Sendiráðið auglýsti eftir lífvörðum fyrr í mánuðinum og mun það hafa verið gert til að róa Gunter. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Heimildarmenn CBS segja einnig að Gunter hafi komið verulega niður á starfsanda sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík. Hann hafi þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra. Hann hefur meðal annars sakað þá um að tilheyra „Djúpríkinu“ svokallað, sem á að vera net bandarískra embættismanna sem vinna gegn Trump, og brást reiður við því að einn bar snjó inn á skrifstofu sína. Sendiherrann ferðaðist til Washington DC í febrúar fyrir ráðstefnu og neitaði hann að snúa aftur til Íslands í nokkra mánuði, samkvæmt heimildum CBS. Gunter er sagður hafa viljað vinna frá Kaliforníu en að endingu þurfti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að skipa honum að snúa aftur og gerði hann það í maí. Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vill fá að bera byssu hér á landi og vill aukna öryggisgæslu. Hann er sagður hafa verið „vænisjúkur“ um öryggi sitt síðan hann kom til lands í fyrra. Þetta kemur fram í frétt CBS þar sem einnig segir að þetta vilji Gunter, þrátt fyrir að hann starfi í „einu öruggasta ríki heims“. Gunter er sagður hafa beðið utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna um að falast eftir því við íslensk stjórnvöld að hann megi bera byssu. Þá hefur hann beðið um brynvarðan bíl og vesti sem ver hann gegn hnífstungum. Heimildarmenn CBS segja ráðuneytið þó ítrekað hafa tilkynnt Gunter að hann sé ekki í hættu á Íslandi. Í frétt CBS segir að utanríkisráðuneyti Íslands hafi ekki veitt upplýsingar um hvort beiðni hafi borist frá Bandaríkjunum um mögulegan vopnaburð Gunter, sökum þess að yfirvöld tjái sigi ekki um öryggisráðstafanir erlendra erindreka. Heimildarmenn fréttastofunnar segja þó að engin beiðni hafi verið lögð fram. Þá hefur CBS það einnig eftir að heimildarmönnum sínum að Gunter hafi verið sagt að hann ætti ekki að sækjast eftir því að bera vopn, því því yrði tekið sem móðgun hér á landi. Sendiráðið auglýsti eftir lífvörðum fyrr í mánuðinum og mun það hafa verið gert til að róa Gunter. Gunter er reynslulaus sem erindreki en hann hefur um árabil verið húðsjúkdómalæknir í Kaliforníu. Hann er virkur í Repúblikanaflokki Bandaríkjanna og ötull stuðningsmaður Donald Trump, forseta. Hann vakti nýverið athygli hér á landi þegar hann tísti um „ósýnilegu Kínaveiruna“. Heimildarmenn CBS segja einnig að Gunter hafi komið verulega niður á starfsanda sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík. Hann hafi þegar haft sjö næstráðandi starfsmenn í sendiráðinu frá maí í fyrra. Hann hefur meðal annars sakað þá um að tilheyra „Djúpríkinu“ svokallað, sem á að vera net bandarískra embættismanna sem vinna gegn Trump, og brást reiður við því að einn bar snjó inn á skrifstofu sína. Sendiherrann ferðaðist til Washington DC í febrúar fyrir ráðstefnu og neitaði hann að snúa aftur til Íslands í nokkra mánuði, samkvæmt heimildum CBS. Gunter er sagður hafa viljað vinna frá Kaliforníu en að endingu þurfti Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að skipa honum að snúa aftur og gerði hann það í maí.
Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Sjá meira