Byrja eftir helgi að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júlí 2020 23:13 Guðmundur Hjálmarsson, stofnandi og eigandi verktakafyrirtækisins G. Hjálmarsson hf. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríflega tuttugu manna hópur frá eyfirska verktakanum G. Hjálmarsson hf. vinnur lokaáfanga Dettifossvegar, sem tengir nokkrar frægustu náttúruperlur Norðurlands; Ásbyrgi, Hljóðakletta og Dettifoss, og því er mikil ferðamannaumferð á vinnusvæðinu. „Samt megum við nú vera heppnir núna. Umferðin er svona 35 prósent miðað við það sem hún var í fyrra,“ segir verktakinn Guðmundur Hjálmarsson. Og viðurkennir að þægilegra sé að vinna verkið á tíma covid-ferðatakmarkana. Hjálmar Guðmundsson, ýtustjóri og verkstjóri við Dettifossveg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjálmar sonur eigandans er verkstjóri og stýrir jafnframt stórri jarðýtu. Hann segir verkið ganga vel. „Við erum bara á góðri áætlun með þetta. Og erum að klára styrktarlagið hérna vonandi um verslunarmannahelgi,“ segir Hjálmar. Við tökum eftir því að ein búkollan heitir Dettifoss. „Já, ég tók upp á því að hérna þegar ég byrjaði – ég er með sex búkollur hérna – og ég skírði þær allar fossnöfnum,“ segir Guðmundur en nöfnin sótti hann í fossa í Jökulsárgljúfrum og Hólmatungum. -Eimskip hefur ekkert hringt og kvartað? „Nei, ég hef ekki heyrt í þeim,“ svarar Guðmundur og glottir. Búkollan Dettifoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Uppbygging Dettifossvegar vestan Jökulsár hófst árið 2008 og voru þá vonir bundnar við að lagningu þessa 55 kílómetra langa vegar myndi ljúka á nokkrum árum. En núna sér loks fyrir endann á verkinu. Aðeins 8,5 kílómetrar eru eftir á leiðinni milli Dettifoss og Ásbyrgis, á kafla milli Hólmatungna og Vesturdalsafleggjara. „Við stefnum á að fara að malbika hérna fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Guðmundur. Lokaáfanginn niður í Vesturdal og Hljóðakletta verður þó ekki kláraður fyrr en næsta sumar. Athygli vekur að móinn úr vegstæðinu er aftur lagður í vegkantana og mun þannig gróa saman við veginn á nokkrum árum. Gróðurþekjan sem fjarlægð var úr vegstæðinu er síðan lögð í vegkantana. Þannig mun nýi vegurinn renna saman við náttúrlegt gróðurlendi svæðisins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Gömlu móarnir settir hérna upp að köntunum í lokafrágangi. Kemur bara vel út,“ segir Hjálmar. -Þannig að þetta verður flottur vegur? „Hann verður það. Ætli þetta verði ekki bara einn fallegasti vegur landsins,“ segir verkstjórinn. En hvenær verður svo komið samfellt malbik milli Kelduhverfis og Mývatnsöræfa? „Eigum við ekki að stefna á 1. september,“ svarar Guðmundur. -Þá verður kátt í bæ? „Þá verður kátt í bæ, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. 12. janúar 2020 09:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira
Vinna við Dettifossveg gengur vel og verður byrjað að malbika síðasta kaflann milli Ásbyrgis og Dettifoss eftir verslunarmannahelgi. Verktakinn segir að þetta verði einn fallegasti vegur landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ríflega tuttugu manna hópur frá eyfirska verktakanum G. Hjálmarsson hf. vinnur lokaáfanga Dettifossvegar, sem tengir nokkrar frægustu náttúruperlur Norðurlands; Ásbyrgi, Hljóðakletta og Dettifoss, og því er mikil ferðamannaumferð á vinnusvæðinu. „Samt megum við nú vera heppnir núna. Umferðin er svona 35 prósent miðað við það sem hún var í fyrra,“ segir verktakinn Guðmundur Hjálmarsson. Og viðurkennir að þægilegra sé að vinna verkið á tíma covid-ferðatakmarkana. Hjálmar Guðmundsson, ýtustjóri og verkstjóri við Dettifossveg.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hjálmar sonur eigandans er verkstjóri og stýrir jafnframt stórri jarðýtu. Hann segir verkið ganga vel. „Við erum bara á góðri áætlun með þetta. Og erum að klára styrktarlagið hérna vonandi um verslunarmannahelgi,“ segir Hjálmar. Við tökum eftir því að ein búkollan heitir Dettifoss. „Já, ég tók upp á því að hérna þegar ég byrjaði – ég er með sex búkollur hérna – og ég skírði þær allar fossnöfnum,“ segir Guðmundur en nöfnin sótti hann í fossa í Jökulsárgljúfrum og Hólmatungum. -Eimskip hefur ekkert hringt og kvartað? „Nei, ég hef ekki heyrt í þeim,“ svarar Guðmundur og glottir. Búkollan Dettifoss.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Uppbygging Dettifossvegar vestan Jökulsár hófst árið 2008 og voru þá vonir bundnar við að lagningu þessa 55 kílómetra langa vegar myndi ljúka á nokkrum árum. En núna sér loks fyrir endann á verkinu. Aðeins 8,5 kílómetrar eru eftir á leiðinni milli Dettifoss og Ásbyrgis, á kafla milli Hólmatungna og Vesturdalsafleggjara. „Við stefnum á að fara að malbika hérna fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Guðmundur. Lokaáfanginn niður í Vesturdal og Hljóðakletta verður þó ekki kláraður fyrr en næsta sumar. Athygli vekur að móinn úr vegstæðinu er aftur lagður í vegkantana og mun þannig gróa saman við veginn á nokkrum árum. Gróðurþekjan sem fjarlægð var úr vegstæðinu er síðan lögð í vegkantana. Þannig mun nýi vegurinn renna saman við náttúrlegt gróðurlendi svæðisins.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Gömlu móarnir settir hérna upp að köntunum í lokafrágangi. Kemur bara vel út,“ segir Hjálmar. -Þannig að þetta verður flottur vegur? „Hann verður það. Ætli þetta verði ekki bara einn fallegasti vegur landsins,“ segir verkstjórinn. En hvenær verður svo komið samfellt malbik milli Kelduhverfis og Mývatnsöræfa? „Eigum við ekki að stefna á 1. september,“ svarar Guðmundur. -Þá verður kátt í bæ? „Þá verður kátt í bæ, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Skútustaðahreppur Umhverfismál Tengdar fréttir Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. 12. janúar 2020 09:00 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Sjá meira
Ekki ætlunin að Demantshringurinn verði dagsferð Nýtt merki Demantshringsins á Norðurlandi var kynnt á föstudaginn. Markmiðið er að laða ferðamenn að þessari ferðamannaleið allan ársins hring. 12. janúar 2020 09:00