Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur verið skipaður formaður kvikmyndaráðs til þriggja ára. Kvikmyndaráð starfar eftir kvikmyndalögum og veitir stjórnvöldum og Kvikmyndamiðstöð Íslands ráðgjöf um málefni kvikmynda og tekur þátt stefnumótun á því sviði.
Menntamálaráðherra skipar formann og aðra meðlimi ráðsins og hafa sjö aðrir verið skipaðir samkvæmt tilnefningu.
Í fréttatilkynningu er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að kvikmyndagerð standi á tímamótum. Atvinnugreinin hér á landi standist fyllilega alþjóðlegan samanburð.
„Árangurinn er staðfestur með vaxandi fjölda tilnefninga og þátttöku íslenskra kvikmynda á virtum hátíðum um allan heim. Fleiri íslenskir leikstjórar og höfundar feta inn á nýjar og ótroðnar slóðir og okkur er ljúft og skylt að tryggja bestu mögulegu aðstæður fyrir íslenska kvikmyndagerð til að vaxa og dafna.“
Aðrir meðlimir kvikmyndaráðs eru eftirtaldir:
Margrét Örnólfsdóttir, varaformaður - tilnefnd af Félagi leikskálda og handritshöfunda
Anna Þóra Steinþórsdóttir - tilnefnd af Félagi kvikmyndagerðarmanna
Lilja Ósk Snorradóttir - tilnefnd af Framleiðendafélaginu – SÍK
Ragnar Bragason - tilnefndur af Samtökum kvikmyndaleikstjóra
Lilja Ósk Diðriksdóttir - tilnefnd af Félagi kvikmyndahúsaeigenda
Bergsteinn Björgúlfsson - tilnefndur af Bandalagi íslenskra listamanna
Birna Hafstein - tilnefnd af Félagi íslenskra leikara
Varamenn:
Auður Edda Jökulsdóttir - skipuð án tilnefningar
Elva Sara Ingvarsdóttir - tilnefnd af Félagi kvikmyndagerðarmanna
Kristinn Þórðarson - tilnefndur af Framleiðendafélaginu – SÍK
Ása Helga Hjörleifsdóttir - tilnefnd af Samtökum kvikmyndaleikstjóra
Þorvaldur Árnason - tilnefndur af Félagi kvikmyndahúsaeigenda
Sigríður Rósa Bjarnadóttir - tilnefnd af Bandalagi íslenskra listamanna
Hjálmar Hjálmarsson - tilnefndur af Félagi íslenskra leikara
Huldar Breiðfjörð - tilnefndur af Félagi leikskálda og handritshöfunda