Háskólakennarinn fluttur í fangelsi úti í miðri írönsku eyðimörkinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 09:09 Gilbert er sögð hafa verið fangelsuð í september 2018. Twitter Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert sem var fangelsuð í Íran árið 2018 vegna ásakana um njósnir hefur verið flutt í fangelsi úti í miðri írönsku eyðimörkinni sem er þekkt vegna þess að þangað hafa pólitískir fangar jafnan verið fluttir og dúsað við slæman aðbúnað. Moore-Gilbert afplánar nú 10 ára fangelsisdóm en hún er sökuð um að hafa stundað njósnir í Íran. Hún er lektor við háskólann í Melbourne í stjórnmálum Mið-Austurlanda en hún hefur setið í írönsku fangelsi frá því í september 2018. Hún hefur ítrekað neitað sök en réttarhöldin yfir henni fóru fram í leyni. Áströlsk yfirvöld hafa lýst því yfir að Írönsk yfirvöld beri ábyrgð á heilsu og velferð Moore-Gilbert og hafa reynt að ná sambandi við hana án árangurs. Mál hennar er að sögn ástralskra yfirvalda í miklum forgangi hjá utanríkisráðuneyti landsins. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Ástralíu sem birt var í gær segir að Íran hafi staðfest það að Moore-Gilbert hafi verið flutt í Qarchak fangelsið. Þangað eru pólitískir fangar iðulega fluttir og hafa fangar þaðan lýst aðstæðum í fangelsinu sem ömurlegum. Hingað til hefur Moore-Gilbert verið haldið í Evin fangelsinu í Tehran, höfuðborg Íran, og að sögn vinar hennar hafði hún ekki einu sinni aðgang að bedda í klefanum sínum þar, hún hafi þurft að sofa á gólfi fangelsisins. Þá hefur henni verið haldið í einangrun og hefur hún farið í nokkur hungurverkföll. Þá er hún sögð hafa sætt barsmíðum fyrir að hafa reynt að stappa stálinu í samfanga sína með því að skrifa til þeirra skilaboð annað hvort á veggi fangelsisins eða á bréfsnifsi. Sjá einnig: Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Að sögn eiginmanns bresk-íranska góðgerðarstarfsmannsins Nazanin Zaghari-Ratcliffe – sem hefur setið í fangelsi í Íran frá 2016 vegna ásakana um njósnir sem hún hefur alltaf neitað – er Qarchak staður sem „írönsk yfirvöld senda kvenkyns pólitíska fanga þegar þau vilja brjóta þær niður.“ Hann segir að í fangelsinu sé ekkert hreint vatn, matur sé af skornum skammti, þar ráði gengi ríkjum sem leiði til þess að konurnar þurfi að bíða svo mánuðum skipti eftir að fá rúmpláss. Zaghari-Ratcliffe og Moore-Gilbert þekkjast en þær hafa farið saman í hungurverkföll. Þá á Moore-Gilbert að hafa verið boðið frelsi, að hennar eigin sögn, gegn því vilyrði að hún myndi stunda njósnir fyrir Íran. Hún hafi afþakkað það boð. Íran Ástralía Tengdar fréttir Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. 21. janúar 2020 09:08 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert sem var fangelsuð í Íran árið 2018 vegna ásakana um njósnir hefur verið flutt í fangelsi úti í miðri írönsku eyðimörkinni sem er þekkt vegna þess að þangað hafa pólitískir fangar jafnan verið fluttir og dúsað við slæman aðbúnað. Moore-Gilbert afplánar nú 10 ára fangelsisdóm en hún er sökuð um að hafa stundað njósnir í Íran. Hún er lektor við háskólann í Melbourne í stjórnmálum Mið-Austurlanda en hún hefur setið í írönsku fangelsi frá því í september 2018. Hún hefur ítrekað neitað sök en réttarhöldin yfir henni fóru fram í leyni. Áströlsk yfirvöld hafa lýst því yfir að Írönsk yfirvöld beri ábyrgð á heilsu og velferð Moore-Gilbert og hafa reynt að ná sambandi við hana án árangurs. Mál hennar er að sögn ástralskra yfirvalda í miklum forgangi hjá utanríkisráðuneyti landsins. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Ástralíu sem birt var í gær segir að Íran hafi staðfest það að Moore-Gilbert hafi verið flutt í Qarchak fangelsið. Þangað eru pólitískir fangar iðulega fluttir og hafa fangar þaðan lýst aðstæðum í fangelsinu sem ömurlegum. Hingað til hefur Moore-Gilbert verið haldið í Evin fangelsinu í Tehran, höfuðborg Íran, og að sögn vinar hennar hafði hún ekki einu sinni aðgang að bedda í klefanum sínum þar, hún hafi þurft að sofa á gólfi fangelsisins. Þá hefur henni verið haldið í einangrun og hefur hún farið í nokkur hungurverkföll. Þá er hún sögð hafa sætt barsmíðum fyrir að hafa reynt að stappa stálinu í samfanga sína með því að skrifa til þeirra skilaboð annað hvort á veggi fangelsisins eða á bréfsnifsi. Sjá einnig: Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Að sögn eiginmanns bresk-íranska góðgerðarstarfsmannsins Nazanin Zaghari-Ratcliffe – sem hefur setið í fangelsi í Íran frá 2016 vegna ásakana um njósnir sem hún hefur alltaf neitað – er Qarchak staður sem „írönsk yfirvöld senda kvenkyns pólitíska fanga þegar þau vilja brjóta þær niður.“ Hann segir að í fangelsinu sé ekkert hreint vatn, matur sé af skornum skammti, þar ráði gengi ríkjum sem leiði til þess að konurnar þurfi að bíða svo mánuðum skipti eftir að fá rúmpláss. Zaghari-Ratcliffe og Moore-Gilbert þekkjast en þær hafa farið saman í hungurverkföll. Þá á Moore-Gilbert að hafa verið boðið frelsi, að hennar eigin sögn, gegn því vilyrði að hún myndi stunda njósnir fyrir Íran. Hún hafi afþakkað það boð.
Íran Ástralía Tengdar fréttir Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. 21. janúar 2020 09:08 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Fleiri fréttir Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Sjá meira
Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. 21. janúar 2020 09:08