Gefa lítið fyrir meinta heimþrá: „Skil ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 10:00 Danirnir Tobias Thomsen og Rasmus Christiansen í glímu. VÍSIR/DANÍEL „Er þetta ekki meira það að hann er óánægður með að hafa ekki spilað meira? Þetta er svo sem bara það,“ segir Davíð Þór Viðarsson um meinta heimþrá Danans Tobias Thomsen, leikmanns Íslandsmeistara KR. Thomsen lýsti því yfir í viðtali við bold.dk að hann vildi komast heim og hefði rætt við félög í dönsku 1. deildinni. Hann hyggst flytja til Danmerkur með íslenskri kærustu sinni og vill helst gera það í ágúst, áður en nýtt tímabil hefst í Danmörku, en samningur hans við KR gildir fram í október. Thomsen hefur spilað á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari með Val og KR. „Ef hann vill fara og þeir geta fundið einhvern annan í staðinn þá hugsa ég, eins og Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] segir, að þeir leyfi honum eflaust að fara,“ segir Davíð í Pepsi Max stúkunni sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Thomsen var í byrjunarliði KR í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í Pepsi Max-deildinni en hefur svo komið inn á sem varamaður í fjórum leikjum. Reynir Leósson benti á að Kristján Flóki Finnbogason hefði einfaldlega „ýtt honum“ út úr byrjunarliðinu. „Ef Tobias er að fara þá verður KR að líta eitthvað í kringum sig. Þeir geta ekki bara verið með Kristján Flóka. Ég þekki nú ekki Kristján Flóka mikið en ég held að hann þurfi á því að halda að það sé einhver að setja pressu á hann,“ segir Guðmundur Benediktsson. „Bjöggi Stef er enn þá meiddur, er það ekki, og ekkert vitað hvenær hann kemur til baka. Ef að þeir ætla að leyfa honum [Thomsen] að fara þá þurfa þeir að vera með einhvern kláran. Ég held að það sé engin spurning. Talandi um þessa heimþrá þá skil ég ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið,“ segir Davíð léttur en hann var leikmaður Vejle í Danmörku frá 2012-2013. Klippa: Pepsi Max stúkan - Tobias Thomsen með heimþrá Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Danski boltinn Tengdar fréttir Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. 26. júlí 2020 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
„Er þetta ekki meira það að hann er óánægður með að hafa ekki spilað meira? Þetta er svo sem bara það,“ segir Davíð Þór Viðarsson um meinta heimþrá Danans Tobias Thomsen, leikmanns Íslandsmeistara KR. Thomsen lýsti því yfir í viðtali við bold.dk að hann vildi komast heim og hefði rætt við félög í dönsku 1. deildinni. Hann hyggst flytja til Danmerkur með íslenskri kærustu sinni og vill helst gera það í ágúst, áður en nýtt tímabil hefst í Danmörku, en samningur hans við KR gildir fram í október. Thomsen hefur spilað á Íslandi frá árinu 2017 og orðið Íslandsmeistari með Val og KR. „Ef hann vill fara og þeir geta fundið einhvern annan í staðinn þá hugsa ég, eins og Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] segir, að þeir leyfi honum eflaust að fara,“ segir Davíð í Pepsi Max stúkunni sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær. Thomsen var í byrjunarliði KR í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í Pepsi Max-deildinni en hefur svo komið inn á sem varamaður í fjórum leikjum. Reynir Leósson benti á að Kristján Flóki Finnbogason hefði einfaldlega „ýtt honum“ út úr byrjunarliðinu. „Ef Tobias er að fara þá verður KR að líta eitthvað í kringum sig. Þeir geta ekki bara verið með Kristján Flóka. Ég þekki nú ekki Kristján Flóka mikið en ég held að hann þurfi á því að halda að það sé einhver að setja pressu á hann,“ segir Guðmundur Benediktsson. „Bjöggi Stef er enn þá meiddur, er það ekki, og ekkert vitað hvenær hann kemur til baka. Ef að þeir ætla að leyfa honum [Thomsen] að fara þá þurfa þeir að vera með einhvern kláran. Ég held að það sé engin spurning. Talandi um þessa heimþrá þá skil ég ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið,“ segir Davíð léttur en hann var leikmaður Vejle í Danmörku frá 2012-2013. Klippa: Pepsi Max stúkan - Tobias Thomsen með heimþrá
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Danski boltinn Tengdar fréttir Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. 26. júlí 2020 10:00 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Thomsen vill fara frá KR - Reiknar með að lækka í launum Tobias Thomsen ætlar að reyna að komast heim til Danmerkur, frá Íslandsmeisturum KR, í næsta mánuði og segist finna fyrir áhuga frá félögum í dönsku 1. deildinni. 26. júlí 2020 10:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann