Mikilvægt að grímur séu notaðar rétt ef þær eiga að virka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2020 16:07 Ása segir grímurnar ekki eiga að koma í staðinn fyrir aðrar sóttvarnaaðgerðir á borð við handþvott og tveggja metra regluna. Vísir/Getty/Samsett Grímunotkun er viðbót við aðrar almennar sóttvarnir á borð við handþvott og fjarlægðartakmörk, en ekki lausn frá þeim. Þetta segir verkefnastjóri sýkingavarna hjá sóttvarnalækni í samtali við Vísi. Mikilvægt er að grímur séu notaðar rétt ef þeir eiga að skila tilætluðum árangri. Hér má nálgast leiðbeiningar Landlæknis og Sóttvarnalæknis um notkun gríma. „Tveggja metra reglan er aðalatriðið. Þegar maður getur á maður frekar að reyna að vera tvo metra frá fólki heldur en að setja upp grímu. Við leggju mjög mikla áherslu á það að hlífðargríman kemur ekki í staðinn fyrir almennar sóttvarnir. Hún er bara viðbót,“ segir Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá sóttvarnalækni. Hún segir það ekki ganga upp, með tilliti til sóttvarna, að troða fjölda fólks inn í lítið rými og segja öllum að vera með grímu. Grímurnar séu hugsaðar sem úrræði sem hægt verði að grípa til þegar ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglunni. „Það á ekki að misnota grímurnar þannig. Við mælum með því að fólk noti grímur þegar það er í þröngu afmörkuðu rými, eins og til dæmis í rútu,“ segir Ása. Hún bendir einnig á innanlandsflug, þar sem augljóst er að ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks í fullri vél. Þar komi grímurnar að notum. Geta veitt falskt öryggi Ása segir þá að sóttvarnayfirvöld vilji fá fólk til þess að hugsa hvort og þá hvenær það þurfi raunverulega að bera grímu. Þá sé gott að hafa í huga hversu nálægt næsta manni fólk kemur til með að vera og hversu lengi. Hún segir að í smitrakningu sé miðað við innan við tveggja metra nánd í meira en 15 mínútur. „Ástæðan fyrir því að við erum ekki löngu búin að biðja fólk um að vera með grímur er að við höfum náð góðum árangri í að ráða niðurlögum smita án þess að segja almenningi að nota grímur,“ segir Ása og bætir við að grímur geti auðveldlega valdið falskri öryggiskennd hjá fólki. „Fólki líður oft eins og það sé bara hólpið ef það er með grímu, jafnvel blauta og notaða, en það er alls ekki svo.“ Ása segir mikilvægt að fólk átti sig á því að grímur verði mjög mengaðar þegar búið er að anda í gegn um þær í ákveðinn tíma. Því þurfi að skipta út einnota grímum reglulega. Sömuleiðis þurfi reglulega að þvo fjölnota grímur minnst einu sinni á dag. „Ef þú snertir grímuna verður þú að þrífa hendurnar. Við mælum með því að fólk þvoi sér um hendurnar og spritti áður en það setur grímuna á sig og ef það kemur við grímuna þá þvoi það hendurnar líka. Svo þegar það tekur grímuna af sér á það að snerta hana sem minnst, setja hana beint í ruslið og þvo hendur og spritta.“ Grímurnar eigi að verja aðra Hlutverk grímunnar er að fanga dropa sem koma úr munni þess sem ber hana þegar viðkomandi andar og talar. Meginhlutverkið er því að forða því að viðkomandi smiti aðra. „Þessir stærri droparnir, það eru þeir sem bera smitefni veirunnar. Þeir sem eru með veiruna dreifa henni þegar þeir gefa frá sér þessa dropa. Þeir hníga um það bil 90 sentimetra frá manni. Þess vegna er þetta tveggja metra bil sem mælt er með. Maður vill vera öruggur um að dropinn nái ekki lengra.“ Margnota grímur, sem þó nokkur íslensk fyrirtæki selja, segir Ása að þurfi að vera minnst þriggja laga. Þá segir hún allar grímur, ein- og fjölnota, þurfa að hylja andlitið frá ofanverðu nefi og niður undir höku, ef notkun þeirra á að skila árangri. Þá er æskilegt að sem minnst rými sé milli andlits og grímunnar. „Þegar fólk er að setja grímuna undir hökuna gerir hún ekkert gagn. Þegar fólk setur hana á ennið, eins og einhverja biðstöðugrímu, gerir hún ekkert gagn. Skítug gríma og blaut, eða rök, gerir líka lítið sem ekkert gagn.“ Þá ráðleggur Ása þeim sem hyggja á grímukaup að ganga úr skugga um að þær séu í CE-merktum umbúðum. Slíkar grímur séu í samræmi við evrópskra staðla um gerð þeirra. „Gríman er fyrst og fremst gróf sía,“ segir Ása og ítrekar að grímur komi ekki í stað annarra sóttvarnaaðgerða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Grímunotkun er viðbót við aðrar almennar sóttvarnir á borð við handþvott og fjarlægðartakmörk, en ekki lausn frá þeim. Þetta segir verkefnastjóri sýkingavarna hjá sóttvarnalækni í samtali við Vísi. Mikilvægt er að grímur séu notaðar rétt ef þeir eiga að skila tilætluðum árangri. Hér má nálgast leiðbeiningar Landlæknis og Sóttvarnalæknis um notkun gríma. „Tveggja metra reglan er aðalatriðið. Þegar maður getur á maður frekar að reyna að vera tvo metra frá fólki heldur en að setja upp grímu. Við leggju mjög mikla áherslu á það að hlífðargríman kemur ekki í staðinn fyrir almennar sóttvarnir. Hún er bara viðbót,“ segir Ása Atladóttir, verkefnastjóri sýkingavarna hjá sóttvarnalækni. Hún segir það ekki ganga upp, með tilliti til sóttvarna, að troða fjölda fólks inn í lítið rými og segja öllum að vera með grímu. Grímurnar séu hugsaðar sem úrræði sem hægt verði að grípa til þegar ekki er hægt að framfylgja tveggja metra reglunni. „Það á ekki að misnota grímurnar þannig. Við mælum með því að fólk noti grímur þegar það er í þröngu afmörkuðu rými, eins og til dæmis í rútu,“ segir Ása. Hún bendir einnig á innanlandsflug, þar sem augljóst er að ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks í fullri vél. Þar komi grímurnar að notum. Geta veitt falskt öryggi Ása segir þá að sóttvarnayfirvöld vilji fá fólk til þess að hugsa hvort og þá hvenær það þurfi raunverulega að bera grímu. Þá sé gott að hafa í huga hversu nálægt næsta manni fólk kemur til með að vera og hversu lengi. Hún segir að í smitrakningu sé miðað við innan við tveggja metra nánd í meira en 15 mínútur. „Ástæðan fyrir því að við erum ekki löngu búin að biðja fólk um að vera með grímur er að við höfum náð góðum árangri í að ráða niðurlögum smita án þess að segja almenningi að nota grímur,“ segir Ása og bætir við að grímur geti auðveldlega valdið falskri öryggiskennd hjá fólki. „Fólki líður oft eins og það sé bara hólpið ef það er með grímu, jafnvel blauta og notaða, en það er alls ekki svo.“ Ása segir mikilvægt að fólk átti sig á því að grímur verði mjög mengaðar þegar búið er að anda í gegn um þær í ákveðinn tíma. Því þurfi að skipta út einnota grímum reglulega. Sömuleiðis þurfi reglulega að þvo fjölnota grímur minnst einu sinni á dag. „Ef þú snertir grímuna verður þú að þrífa hendurnar. Við mælum með því að fólk þvoi sér um hendurnar og spritti áður en það setur grímuna á sig og ef það kemur við grímuna þá þvoi það hendurnar líka. Svo þegar það tekur grímuna af sér á það að snerta hana sem minnst, setja hana beint í ruslið og þvo hendur og spritta.“ Grímurnar eigi að verja aðra Hlutverk grímunnar er að fanga dropa sem koma úr munni þess sem ber hana þegar viðkomandi andar og talar. Meginhlutverkið er því að forða því að viðkomandi smiti aðra. „Þessir stærri droparnir, það eru þeir sem bera smitefni veirunnar. Þeir sem eru með veiruna dreifa henni þegar þeir gefa frá sér þessa dropa. Þeir hníga um það bil 90 sentimetra frá manni. Þess vegna er þetta tveggja metra bil sem mælt er með. Maður vill vera öruggur um að dropinn nái ekki lengra.“ Margnota grímur, sem þó nokkur íslensk fyrirtæki selja, segir Ása að þurfi að vera minnst þriggja laga. Þá segir hún allar grímur, ein- og fjölnota, þurfa að hylja andlitið frá ofanverðu nefi og niður undir höku, ef notkun þeirra á að skila árangri. Þá er æskilegt að sem minnst rými sé milli andlits og grímunnar. „Þegar fólk er að setja grímuna undir hökuna gerir hún ekkert gagn. Þegar fólk setur hana á ennið, eins og einhverja biðstöðugrímu, gerir hún ekkert gagn. Skítug gríma og blaut, eða rök, gerir líka lítið sem ekkert gagn.“ Þá ráðleggur Ása þeim sem hyggja á grímukaup að ganga úr skugga um að þær séu í CE-merktum umbúðum. Slíkar grímur séu í samræmi við evrópskra staðla um gerð þeirra. „Gríman er fyrst og fremst gróf sía,“ segir Ása og ítrekar að grímur komi ekki í stað annarra sóttvarnaaðgerða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“