Í lífshættu eftir að hafa smakkað íslenskan orkudrykk Elísabet Inga Sigurðardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. ágúst 2020 19:24 Brynja fékk alvarlegt ofnæmiskast eftir að hafa tekið sopa af drykknum. Vísir/Aðsend Kona með fiskiofnæmi var í lífshættu eftir að hafa innbyrt einn sopa af orkudrykk. Hún vill betri merkingar á ofnæmisvöldum í matvælum. Brynja Guðmundsdóttir er með bráðaofnæmi fyrir fiski. Fyrir rúmum tveimur vikum var henni boðinn orkudrykkurinn Collab og eftir að hafa litið á texta framan á drykknum tók hún sopa. Fann hún strax að ekki var allt með felldu. Munnur og varir bólgnuðu upp, hún hneig niður og missti sjónina í um tuttugu mínútur en Brynja var í lífshættu vegna ofnæmisins. „Áður en ég fékk mér sopann þá leit ég bara framan á dósina og sá að þetta var orkudrykkur. Ég hélt að það væri í góðu en það var ekki fyrr en eftir að ég tók sopann og fann að það var eitthvað að sem ég leit á innihaldslýsinguna og sá að það var fiskur í þessu,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Ofnæmi Brynju er alvarlegt og þarf hún því alltaf að vera mjög meðvituð um það sem hún innbyrðir. Hana óraði þó ekki fyrir því að það gæti verið fiskur í orkudrykk. „Ég veit að það getur oft einhver matur innihaldið fisk en út af því að umbúðirnar eru þannig að mér finnst þær ekki skýrar. Þær eru villandi þegar ég horfi framan á þær,“ segir Brynja. Samkvæmt leiðbeiningum MAST þurfa ofnæmisvaldar að koma fram með skýrum hætti á matvælum. Á umbúðum drykkjarins stendur að varan sé unnin úr fiski en Brynja vill að lengra sé gengið í merkingum fremst á drykknum. Brynja telur að merkingum er lúta að ofnæmisvöldum í matvörum sé ábótavant.Vísir „Mér finnst að það ætti að koma fram með stórum stöfum að þetta sé fiskikollagen eða kollagen sem er unnið úr fiskiroði.“ Á dögunum sendi Brynja Ölgerðinni og MAST erindi vegna þessa og vonast hún til að merkingum verði breytt. „Ég var mjög hrædd um líf mitt. Ég hef fengið köst áður sem voru alvarleg en ekki eins alvarleg og þetta,“ segir Brynja. Neytendur Orkudrykkir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Kona með fiskiofnæmi var í lífshættu eftir að hafa innbyrt einn sopa af orkudrykk. Hún vill betri merkingar á ofnæmisvöldum í matvælum. Brynja Guðmundsdóttir er með bráðaofnæmi fyrir fiski. Fyrir rúmum tveimur vikum var henni boðinn orkudrykkurinn Collab og eftir að hafa litið á texta framan á drykknum tók hún sopa. Fann hún strax að ekki var allt með felldu. Munnur og varir bólgnuðu upp, hún hneig niður og missti sjónina í um tuttugu mínútur en Brynja var í lífshættu vegna ofnæmisins. „Áður en ég fékk mér sopann þá leit ég bara framan á dósina og sá að þetta var orkudrykkur. Ég hélt að það væri í góðu en það var ekki fyrr en eftir að ég tók sopann og fann að það var eitthvað að sem ég leit á innihaldslýsinguna og sá að það var fiskur í þessu,“ segir Brynja í samtali við fréttastofu. Ofnæmi Brynju er alvarlegt og þarf hún því alltaf að vera mjög meðvituð um það sem hún innbyrðir. Hana óraði þó ekki fyrir því að það gæti verið fiskur í orkudrykk. „Ég veit að það getur oft einhver matur innihaldið fisk en út af því að umbúðirnar eru þannig að mér finnst þær ekki skýrar. Þær eru villandi þegar ég horfi framan á þær,“ segir Brynja. Samkvæmt leiðbeiningum MAST þurfa ofnæmisvaldar að koma fram með skýrum hætti á matvælum. Á umbúðum drykkjarins stendur að varan sé unnin úr fiski en Brynja vill að lengra sé gengið í merkingum fremst á drykknum. Brynja telur að merkingum er lúta að ofnæmisvöldum í matvörum sé ábótavant.Vísir „Mér finnst að það ætti að koma fram með stórum stöfum að þetta sé fiskikollagen eða kollagen sem er unnið úr fiskiroði.“ Á dögunum sendi Brynja Ölgerðinni og MAST erindi vegna þessa og vonast hún til að merkingum verði breytt. „Ég var mjög hrædd um líf mitt. Ég hef fengið köst áður sem voru alvarleg en ekki eins alvarleg og þetta,“ segir Brynja.
Neytendur Orkudrykkir Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira