Gera þarf ráðstafanir til að takmarka farþegafjölda ef ríkjum verður bætt aftur á hættulista Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 12:09 Ríflega tvö þúsund sýni hafa verið tekin á landamærum undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Gera þarf ráðstafanir til að takmarka fjölda farþega sem koma til landsins ef ríkjum á hættulista verður fjölgað að mati sóttvarnalæknis. Umfang skimunar á landamærum er nú þegar að nálgast þolmörk hvað varðar afkastagetu. Sem stendur þurfa þeir sem koma til landsins frá Finnlandi, Noregi, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Þýskalandi, hvorki að fara í skimun né sóttkví. Til skoðunar er hvort einhver þessara ríkja fari aftur á hættulista að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Við erum að skoða aukninguna á tilfellum í þessum löndum og sjá hvort að það er tilefni til að setja þau aftur á hættulista. Það er bara ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Það flækir málin að stór hluti þeirra sem kemur til landsins kemur frá þessum ríkjum, þar af flestir frá Danmörku og Þýskalandi. „Það mun breyta töluverðu varðandi okkar getu til að taka sýni því að við erum með ákveðna takmörkun á því hér innanlands. En fyrst og fremst erum við náttúrlega bara að hugsa um það að reyna að lágmarka áhættuna af því að veiran komist hingað inn til lands.“ Sem dæmi voru tekin rúmlega tvö þúsund sýni á landamærum í fyrradag en alls komu um 3400 farþegar til landsins þann dag. Gefur því augaleið, að ef þessum ríkjum yrði bætt aftur á hættulista, myndi það auka álag við skimun á landamærum en afkastagetan nú miðast við um og yfir tvö þúsund sýni á dag. Ef til þess kemur þyrfti að gera ráðstafanir til að takmarka fjölda þeirra sem koma til landsins að mati Þórólfs. „Það finnst mér alla veganna og það er ósköp einfalt að ef við höfum takmarkaða getu til sýnatöku og ætlum að miða farþegafjöldann til landsins við það að þá þurfum við að hafa einhver úrræði til að takmarka enn frekar. En þetta er bara allt í skoðun og hvað kemur út úr því er svo sem erfitt að segja á þessari stundu,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Gera þarf ráðstafanir til að takmarka fjölda farþega sem koma til landsins ef ríkjum á hættulista verður fjölgað að mati sóttvarnalæknis. Umfang skimunar á landamærum er nú þegar að nálgast þolmörk hvað varðar afkastagetu. Sem stendur þurfa þeir sem koma til landsins frá Finnlandi, Noregi, Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og Þýskalandi, hvorki að fara í skimun né sóttkví. Til skoðunar er hvort einhver þessara ríkja fari aftur á hættulista að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Við erum að skoða aukninguna á tilfellum í þessum löndum og sjá hvort að það er tilefni til að setja þau aftur á hættulista. Það er bara ekki búið að taka endanlega ákvörðun um það,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Það flækir málin að stór hluti þeirra sem kemur til landsins kemur frá þessum ríkjum, þar af flestir frá Danmörku og Þýskalandi. „Það mun breyta töluverðu varðandi okkar getu til að taka sýni því að við erum með ákveðna takmörkun á því hér innanlands. En fyrst og fremst erum við náttúrlega bara að hugsa um það að reyna að lágmarka áhættuna af því að veiran komist hingað inn til lands.“ Sem dæmi voru tekin rúmlega tvö þúsund sýni á landamærum í fyrradag en alls komu um 3400 farþegar til landsins þann dag. Gefur því augaleið, að ef þessum ríkjum yrði bætt aftur á hættulista, myndi það auka álag við skimun á landamærum en afkastagetan nú miðast við um og yfir tvö þúsund sýni á dag. Ef til þess kemur þyrfti að gera ráðstafanir til að takmarka fjölda þeirra sem koma til landsins að mati Þórólfs. „Það finnst mér alla veganna og það er ósköp einfalt að ef við höfum takmarkaða getu til sýnatöku og ætlum að miða farþegafjöldann til landsins við það að þá þurfum við að hafa einhver úrræði til að takmarka enn frekar. En þetta er bara allt í skoðun og hvað kemur út úr því er svo sem erfitt að segja á þessari stundu,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira