Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2020 23:02 Hermenn flytja slasað fólk eftir sprengingarnar í Beirút í dag. Vitni segja að fjöldi fólks hafi slasað þegar það varð fyrir fljúgandi glerbrotum og braki. AP/Hassan Ammar Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymt við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. Samkvæmt nýjustu upplýsingum heilbrigðisráðuneytis Líbanons eru að minnsta kosti sjötíu látnir eftir sprenginguna í dag. Sjúkrahús eru sögð yfirfull og margar byggingar í borginni rústir einar. Talið er að fjöldi manns kunni að vera grafinn undir húsarústum. Washington Post segir að svo virðist sem að minnsta kosti tvær stórar sprengingar hafi orðið. Michel Aoun, forseti, tísti í kvöld um að það væri „óásættanlegt“ að þúsundir tonna af ammónríumnítrati hafi verið geymdar á höfninni við ófullnægjandi aðstæður um árabil. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. „Ég lofa ykkur því að þessar hamfarir muna ekki líða hjá án þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Þeir ábyrgu munu greiða fyrir það,“ sagði Hassan Diab, forsætisráðherra, ennfremur í sjónvarpsviðtali. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að höfnin í Beirút, þar sem sprengingin varð, sé svo löskuð að hún sé ónothæf. Sprengingin var svo öflug að hún heyrðist á Kýpur, um 240 kílómetra í burtu. AP-fréttastofan hefur eftir þýsku jarðfræðimiðstöðinni að stærri sprengingin hafi jafnast á við jarðskjálfta upp á 3,5. Hamfararnir koma á versta tíma fyrir Líbanon sem glímir við djúpa efnahagskreppu og óstöðugleika ofan á kórónuveirufaraldurinn. Sprengingarnar jöfnuðu höfnina í Beirút svo gott við jörðu.AP/Hassan Ammar Lofa aðstoð sinni Leiðtogar erlendra ríkja hafa heitið Líbanon aðstoð sína. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði Bandaríkjastjórn reiðubúna til aðstoðar. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bauð fram hjálp Breta og frönsk stjórnvöld segjast ætla að senda neyðaraðstoð til Beirút. Ísraelsk stjórnvöld segjast hafa haft samband við stjórnvöld í Líbanon í gegnum milliliði og boðið fram læknis- og mannúðaraðstoð. Engin formleg samskipti eru á milli ríkjanna tveggja en stríðsástand ríkir á milli þeirra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur á Twitter í kvöld. Hét utanríkisráðherra aðstoð Íslands. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fréttamönnum í kvöld að „frábærir herforingjar“ hefðu sagt honum að þeirra tilfinning væri að sprengingarnar hafi verið árás. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé hæft í því eða að bandarískir herforingjar hafi haldið því fram að um árás hafi verið að ræða. Hezbollah-samtökin, sem elda grátt silfur saman við Ísraelsstjórn, kenndu engum um sprengingarnar í yfirlýsingu í dag. Lýstu þau atburðum sem „gríðarlegum þjóðarharmleik“ og hvöttu þjóðina til samstöðu, að sögn Washington Post. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndskeið af sprengingunum og eftirleik þeirra frá Reuters-fréttastofunni. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Gríðarstór sprenging í Beirút Gríðarlega stór sprenging átti sér stað í höfn Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 15:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Forseti Líbanons segir að um 2.750 tonn af afar sprengifimu efni hafi verið geymt við óviðunandi aðstæður á höfninni í Beirút í sex ár. Gríðarleg sprenging varð þegar eldur komst í efnið og eru tugir manna í það minnsta látnir og þúsundir slösuð. Samkvæmt nýjustu upplýsingum heilbrigðisráðuneytis Líbanons eru að minnsta kosti sjötíu látnir eftir sprenginguna í dag. Sjúkrahús eru sögð yfirfull og margar byggingar í borginni rústir einar. Talið er að fjöldi manns kunni að vera grafinn undir húsarústum. Washington Post segir að svo virðist sem að minnsta kosti tvær stórar sprengingar hafi orðið. Michel Aoun, forseti, tísti í kvöld um að það væri „óásættanlegt“ að þúsundir tonna af ammónríumnítrati hafi verið geymdar á höfninni við ófullnægjandi aðstæður um árabil. Hann lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg og lofaði að ríkisstjórnin ætlaði að leggja jafnvirði um níu milljarða króna í neyðaraðstoð. „Ég lofa ykkur því að þessar hamfarir muna ekki líða hjá án þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Þeir ábyrgu munu greiða fyrir það,“ sagði Hassan Diab, forsætisráðherra, ennfremur í sjónvarpsviðtali. Fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC segir að höfnin í Beirút, þar sem sprengingin varð, sé svo löskuð að hún sé ónothæf. Sprengingin var svo öflug að hún heyrðist á Kýpur, um 240 kílómetra í burtu. AP-fréttastofan hefur eftir þýsku jarðfræðimiðstöðinni að stærri sprengingin hafi jafnast á við jarðskjálfta upp á 3,5. Hamfararnir koma á versta tíma fyrir Líbanon sem glímir við djúpa efnahagskreppu og óstöðugleika ofan á kórónuveirufaraldurinn. Sprengingarnar jöfnuðu höfnina í Beirút svo gott við jörðu.AP/Hassan Ammar Lofa aðstoð sinni Leiðtogar erlendra ríkja hafa heitið Líbanon aðstoð sína. Bandaríska utanríkisráðuneytið sagði Bandaríkjastjórn reiðubúna til aðstoðar. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, bauð fram hjálp Breta og frönsk stjórnvöld segjast ætla að senda neyðaraðstoð til Beirút. Ísraelsk stjórnvöld segjast hafa haft samband við stjórnvöld í Líbanon í gegnum milliliði og boðið fram læknis- og mannúðaraðstoð. Engin formleg samskipti eru á milli ríkjanna tveggja en stríðsástand ríkir á milli þeirra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur á Twitter í kvöld. Hét utanríkisráðherra aðstoð Íslands. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði fréttamönnum í kvöld að „frábærir herforingjar“ hefðu sagt honum að þeirra tilfinning væri að sprengingarnar hafi verið árás. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að nokkuð sé hæft í því eða að bandarískir herforingjar hafi haldið því fram að um árás hafi verið að ræða. Hezbollah-samtökin, sem elda grátt silfur saman við Ísraelsstjórn, kenndu engum um sprengingarnar í yfirlýsingu í dag. Lýstu þau atburðum sem „gríðarlegum þjóðarharmleik“ og hvöttu þjóðina til samstöðu, að sögn Washington Post. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndskeið af sprengingunum og eftirleik þeirra frá Reuters-fréttastofunni.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Gríðarstór sprenging í Beirút Gríðarlega stór sprenging átti sér stað í höfn Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 15:51 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar í Beirút Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sendu Líbönum samúðarkveðjur vegna sprengingarinnar mannskæðu í Beirút í dag. Að minnsta kosti sextíu manns eru sagðir hafa farist og þúsundir slasast. 4. ágúst 2020 22:00
Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49
Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30
Gríðarstór sprenging í Beirút Gríðarlega stór sprenging átti sér stað í höfn Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 15:51