Rafmagnslaust á Akureyri og víðar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2020 11:15 Það er dimmt um að lítast á Glerártorgi. Mynd/Aðsend Uppfært 14:27: Rafmagn er komið á í Eyjafirði Rafmagnslaust er á Akureyri, Dalvík og nágrenni eftir útleysingu spennis í tengivirkinu á Rangarávöllum klukkan 09:27 í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna skammhlaupsins í tengivirkinu. Samkvæmt upplýsingum af vef Landsnets stendur yfir vinna við að komast að því hvað olli útleysingunni. Í tilkynningu á vef RARIK segir: „Rafmagnstruflun er í gangi í landskerfinu á Norðurlandi og er verið að vinna í að byggja upp kerfið Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.“ Einn fluttur á sjúkrahús Í samtali við Vísi segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs hjá Landsneti, að spennirinn hafi leyst út þegar unnið var við viðgerðir vegna smærri bilunar. Þá hafi orðið skammhlaup sem olli enn víðtækara rafmagnsleysi. RÚV greinir frá því að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús vegna skammhlaupsins. Einar staðfestir þetta í samtali við Vísi en segir að samkvæmt upplýsingum sem hann hafi fengið bendi allt til þess að viðkomandi sé lítið slasaður. Einar segir að horft sé til þess að rafmagn verði komið aftur á milli klukkan eitt og tvö. Það sé þó ekkert fast í hendi, þar sem erfitt sé að segja til um það meðan unnið er að viðgerðum. Hann segir nákvæma ástæðu bilunarinnar ekki liggja fyrir þó líklegt sé að hún tengist áðurnefndum viðgerðum. Málið verði rannsakað nánar og mikilvægt sé að greina það ofan í kjölinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Uppfært 14:27: Rafmagn er komið á í Eyjafirði Rafmagnslaust er á Akureyri, Dalvík og nágrenni eftir útleysingu spennis í tengivirkinu á Rangarávöllum klukkan 09:27 í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna skammhlaupsins í tengivirkinu. Samkvæmt upplýsingum af vef Landsnets stendur yfir vinna við að komast að því hvað olli útleysingunni. Í tilkynningu á vef RARIK segir: „Rafmagnstruflun er í gangi í landskerfinu á Norðurlandi og er verið að vinna í að byggja upp kerfið Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.“ Einn fluttur á sjúkrahús Í samtali við Vísi segir Einar Einarsson, framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs hjá Landsneti, að spennirinn hafi leyst út þegar unnið var við viðgerðir vegna smærri bilunar. Þá hafi orðið skammhlaup sem olli enn víðtækara rafmagnsleysi. RÚV greinir frá því að einn hafi verið fluttur á sjúkrahús vegna skammhlaupsins. Einar staðfestir þetta í samtali við Vísi en segir að samkvæmt upplýsingum sem hann hafi fengið bendi allt til þess að viðkomandi sé lítið slasaður. Einar segir að horft sé til þess að rafmagn verði komið aftur á milli klukkan eitt og tvö. Það sé þó ekkert fast í hendi, þar sem erfitt sé að segja til um það meðan unnið er að viðgerðum. Hann segir nákvæma ástæðu bilunarinnar ekki liggja fyrir þó líklegt sé að hún tengist áðurnefndum viðgerðum. Málið verði rannsakað nánar og mikilvægt sé að greina það ofan í kjölinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
„Rafmagnstruflun er í gangi í landskerfinu á Norðurlandi og er verið að vinna í að byggja upp kerfið Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Norðurlandi í síma 528 9690 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof.“
Akureyri Dalvíkurbyggð Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira