Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. ágúst 2020 20:00 Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. Efnið ammóníum nítrat er þekkt í framleiðslu á sprengiefni en það er einnig notað í áburði. Það var flutt til landsins fyrir Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi sem hætti störfum upp úr aldamótum en síðan þá hefur innflutningur á efninu verið í lágmarki. „Samkvæmt okkar vitneskju þá er enginn stór lager af þessu. Þetta er kannski geymt í litlu magni en við teljum þá að það sé geymt af fagmönnum því menn þurfa að hafa leyfi til að kaupa þetta,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að sprengingin í Beirút hafi orðið þegar eldur barst í ammóníum nítrat sem hafði verið geymt í um árabil, en þegar efnið er geymt lengi byrjar það að skilja sig. „Það er töluvert hlýrra þarna úti en hér heima og þá er stundum talað um að efnið geti farið að skilja sig þannig að það fari úr þeim fasa sem það er og brotni niður og þá er aukin hætta. Efnið eitt og sér kallar á að það þarf að fara varlega. Menn þurfa að hafa leyfi og meðhöndla það rétt. Ef slys yrði hér þá myndi það verða mikið mikið minna en menn þurfa þó alltaf að fara varlega,“ sagði Jón Viðar. Slökkviliðið hefur ekki fengið tilkynningar um úttekt á geymslum vegna gruns um varðveislu á miklu magni efnisins, en geymsla á meira en 500 kílóum af ammoníum nítrat áburði er háð samþykki slökkviliðsstjóra. „Ef fólk verður vart við þetta þá bara láta heyra í sér. Bæði við, Vinnueftirlitið og Landhelgisgæslan erum á tánum gagnvart þessu,“ sagði Jón Viðar. Sprenging í Beirút Almannavarnir Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. Efnið ammóníum nítrat er þekkt í framleiðslu á sprengiefni en það er einnig notað í áburði. Það var flutt til landsins fyrir Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi sem hætti störfum upp úr aldamótum en síðan þá hefur innflutningur á efninu verið í lágmarki. „Samkvæmt okkar vitneskju þá er enginn stór lager af þessu. Þetta er kannski geymt í litlu magni en við teljum þá að það sé geymt af fagmönnum því menn þurfa að hafa leyfi til að kaupa þetta,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að sprengingin í Beirút hafi orðið þegar eldur barst í ammóníum nítrat sem hafði verið geymt í um árabil, en þegar efnið er geymt lengi byrjar það að skilja sig. „Það er töluvert hlýrra þarna úti en hér heima og þá er stundum talað um að efnið geti farið að skilja sig þannig að það fari úr þeim fasa sem það er og brotni niður og þá er aukin hætta. Efnið eitt og sér kallar á að það þarf að fara varlega. Menn þurfa að hafa leyfi og meðhöndla það rétt. Ef slys yrði hér þá myndi það verða mikið mikið minna en menn þurfa þó alltaf að fara varlega,“ sagði Jón Viðar. Slökkviliðið hefur ekki fengið tilkynningar um úttekt á geymslum vegna gruns um varðveislu á miklu magni efnisins, en geymsla á meira en 500 kílóum af ammoníum nítrat áburði er háð samþykki slökkviliðsstjóra. „Ef fólk verður vart við þetta þá bara láta heyra í sér. Bæði við, Vinnueftirlitið og Landhelgisgæslan erum á tánum gagnvart þessu,“ sagði Jón Viðar.
Sprenging í Beirút Almannavarnir Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13