Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2020 17:46 Tveir menn bera eigur sínar í gegnum brak úr sprengingunum á götu í Beirút. Þeir eru á meðal hundruð þúsunda manna í borginni sem komast ekki heim vegna skemmda sem urðu í sprengingunum. Vísir/EPA Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. Starfsmenn Rauða krossins hafa undan að flytja látna, særða og slasaða af vettvangi og sjúkrahús eru yfirfull í borginni. Neyðarsöfnunin er hluti af samræmdu átaki Rauða krosshreyfingarinnar sem samtökin á Íslandi taka þátt í. Í tilkynningu frá RKÍ kemur fram að Rauði krossinn í Líbanon hafi strax virkjað neyðarkerfi sitt og sé í framlínu aðgerða á vettvangi. Talið er að fleiri en 5.000 manns hafi slasast í tveimur sprengingum, annarri þeirra gríðarlega öflugri, á höfninni í Beirút í gær. Heilbrigðisráðherra Líbanon segist að allt að 250.000 manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna skemmdanna sem urðu á byggingum. „Um fjórðungur íbúa er flóttafólk og þar af er rúm 1,5 milljón manns frá Sýrlandi. Þessar hamfarir koma að auki ofan í COVID-19 faraldurinn og óttast er að sú ringulreið sem skapast hefur í kjölfar sprengingarinnar kunni að valda aukningu í smitum, m.a. vegna þess hve illa gengur að sinna persónulegu hreinlæti og viðhafa fjarlægðartakmörk,“ segir í tilkynningu á vef Rauða krossins. Björgunarlið vinnur að því að leita að fólki í rústum og hefur tekist að bjarga einhverjum. Að minnsta kosti 135 eru sagðir látnir en nær öruggt er talið að tala látinna eigi eftir að hækka enda margra enn saknað. Vanræksla er talin hafa valdið því að afar sprengifimt efni var geymt í vöruhúsi við höfnina í sex ár. Michel Anoun, forseti, sagði í gær að 2.750 tonn af ammoníaknítrati hafi verið í vöruskemmunni en það er meðal annars notað í áburð og sprengjur. Frekari upplýsingar um neyðarsöfnun Rauða krossins má finna hér. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Forseti og borgarstjóri senda samúðarkveðjur til Líbanon Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent kollegum sínum í Líbanon samúðarkveðjur. 5. ágúst 2020 15:59 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. Starfsmenn Rauða krossins hafa undan að flytja látna, særða og slasaða af vettvangi og sjúkrahús eru yfirfull í borginni. Neyðarsöfnunin er hluti af samræmdu átaki Rauða krosshreyfingarinnar sem samtökin á Íslandi taka þátt í. Í tilkynningu frá RKÍ kemur fram að Rauði krossinn í Líbanon hafi strax virkjað neyðarkerfi sitt og sé í framlínu aðgerða á vettvangi. Talið er að fleiri en 5.000 manns hafi slasast í tveimur sprengingum, annarri þeirra gríðarlega öflugri, á höfninni í Beirút í gær. Heilbrigðisráðherra Líbanon segist að allt að 250.000 manns hafi þurft að yfirgefa heimili sín vegna skemmdanna sem urðu á byggingum. „Um fjórðungur íbúa er flóttafólk og þar af er rúm 1,5 milljón manns frá Sýrlandi. Þessar hamfarir koma að auki ofan í COVID-19 faraldurinn og óttast er að sú ringulreið sem skapast hefur í kjölfar sprengingarinnar kunni að valda aukningu í smitum, m.a. vegna þess hve illa gengur að sinna persónulegu hreinlæti og viðhafa fjarlægðartakmörk,“ segir í tilkynningu á vef Rauða krossins. Björgunarlið vinnur að því að leita að fólki í rústum og hefur tekist að bjarga einhverjum. Að minnsta kosti 135 eru sagðir látnir en nær öruggt er talið að tala látinna eigi eftir að hækka enda margra enn saknað. Vanræksla er talin hafa valdið því að afar sprengifimt efni var geymt í vöruhúsi við höfnina í sex ár. Michel Anoun, forseti, sagði í gær að 2.750 tonn af ammoníaknítrati hafi verið í vöruskemmunni en það er meðal annars notað í áburð og sprengjur. Frekari upplýsingar um neyðarsöfnun Rauða krossins má finna hér.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Forseti og borgarstjóri senda samúðarkveðjur til Líbanon Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent kollegum sínum í Líbanon samúðarkveðjur. 5. ágúst 2020 15:59 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Forseti og borgarstjóri senda samúðarkveðjur til Líbanon Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent kollegum sínum í Líbanon samúðarkveðjur. 5. ágúst 2020 15:59
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13