Fráleit hugmynd að hverfa frá sóttvarnaraðgerðum Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2020 20:48 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir fráleitt sjónarmið að hverfa eigi frá sóttvarnaraðgerðum yfirvalda í ljósi þess að samfélagið sé að glíma við alvarlegan veirusjúkdóm. Lítill hluti landsmanna sé með mótefni og hætta yrði á að útbreiðsla veirunnar yrði óheft í samfélaginu ef ekki væri gripið til samskonar ráðstafana og nú er gert. Þetta kom fram í viðtali við Má í Reykjavík síðdegis í dag þar sem þáttastjórnendur báru undir hann viðtal við Jóhannes Loftsson, formann Frjálshyggjufélagsins. Jóhannes sagði í viðtali í gær að hann teldi það ekki ganga upp að reyna að hemja hópsýkingar með því að herða samkomutakmarkanir og hyggst hann skipuleggja mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda. „Samkvæmt rannsóknum sem voru gerðar á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, þá er ekki nema 2-3 prósent þjóðarinnar sem er með verndandi mótefni. Það vill þá segja að 97-98 prósent eru ekki með verndandi mótefni eða sérhæfðar varnir gegn þessari veiru,“ segir Már um stöðuna. „Ef maður myndi hverfa frá öllum opinberum sóttvörnum, sem felast í einangrun, sóttkvíun þeirra sem hafa verið útsettir og síðan öðrum reglum eins og tveggja metra reglunni og grímunotkun – þá er í rauninni ekkert sem heftir útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.“ Mikill fjöldi sem þarf að sinna fólki í áhættuhópum Aðspurður hvort mögulegt væri að aflétta takmörkunum í samfélaginu en vernda viðkvæmustu hópana segir Már það einfaldlega ekki ganga upp. Á hverjum degi vinni stór hópur fólks með fólki í áhættuhópum og slíkt myndi auka líkurnar á því að starfsfólk myndi smitast og bera veiruna með sér á staði þar sem viðkvæmir einstaklingar dvelja. „Tökum bara dæmi: Landspítalinn er sex þúsund manna vinnustaður. Ef ég gef mér það að það séu fjögur þúsund manns sem vinna í klínískum störfum á vöktum, sem þýðir það að kannski helmingurinn kemur í vinnuna milli sjö og átta og það koma þúsund manns kannski um fjögurleytið og annað þúsund um miðnætti.“ „Þetta fólk, hvaðan er það að koma? Það er að koma úr samfélaginu og þá er þetta eins og stöðugur innblástur af hugsanlega útsettum einstaklingum inn á viðkvæmar stofnanir,“ segir Már og bendir á að það sama gildi um öldrunarstofnanir. Hann segir fjölda smitaðra stóraukast ef horfið yrði frá takmörkunum. Óheft smit þýddi að fleiri myndu smitast, fleiri yrðu alvarlega veikir og því mun meira álag á heilbrigðiskerfið. „Það er þá svo fólk sem þarf að koma til kasta spítalakerfisins. Við myndum aldrei ráða við það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum, segir fráleitt sjónarmið að hverfa eigi frá sóttvarnaraðgerðum yfirvalda í ljósi þess að samfélagið sé að glíma við alvarlegan veirusjúkdóm. Lítill hluti landsmanna sé með mótefni og hætta yrði á að útbreiðsla veirunnar yrði óheft í samfélaginu ef ekki væri gripið til samskonar ráðstafana og nú er gert. Þetta kom fram í viðtali við Má í Reykjavík síðdegis í dag þar sem þáttastjórnendur báru undir hann viðtal við Jóhannes Loftsson, formann Frjálshyggjufélagsins. Jóhannes sagði í viðtali í gær að hann teldi það ekki ganga upp að reyna að hemja hópsýkingar með því að herða samkomutakmarkanir og hyggst hann skipuleggja mótmæli gegn aðgerðum yfirvalda. „Samkvæmt rannsóknum sem voru gerðar á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítala, þá er ekki nema 2-3 prósent þjóðarinnar sem er með verndandi mótefni. Það vill þá segja að 97-98 prósent eru ekki með verndandi mótefni eða sérhæfðar varnir gegn þessari veiru,“ segir Már um stöðuna. „Ef maður myndi hverfa frá öllum opinberum sóttvörnum, sem felast í einangrun, sóttkvíun þeirra sem hafa verið útsettir og síðan öðrum reglum eins og tveggja metra reglunni og grímunotkun – þá er í rauninni ekkert sem heftir útbreiðslu veirunnar í samfélaginu.“ Mikill fjöldi sem þarf að sinna fólki í áhættuhópum Aðspurður hvort mögulegt væri að aflétta takmörkunum í samfélaginu en vernda viðkvæmustu hópana segir Már það einfaldlega ekki ganga upp. Á hverjum degi vinni stór hópur fólks með fólki í áhættuhópum og slíkt myndi auka líkurnar á því að starfsfólk myndi smitast og bera veiruna með sér á staði þar sem viðkvæmir einstaklingar dvelja. „Tökum bara dæmi: Landspítalinn er sex þúsund manna vinnustaður. Ef ég gef mér það að það séu fjögur þúsund manns sem vinna í klínískum störfum á vöktum, sem þýðir það að kannski helmingurinn kemur í vinnuna milli sjö og átta og það koma þúsund manns kannski um fjögurleytið og annað þúsund um miðnætti.“ „Þetta fólk, hvaðan er það að koma? Það er að koma úr samfélaginu og þá er þetta eins og stöðugur innblástur af hugsanlega útsettum einstaklingum inn á viðkvæmar stofnanir,“ segir Már og bendir á að það sama gildi um öldrunarstofnanir. Hann segir fjölda smitaðra stóraukast ef horfið yrði frá takmörkunum. Óheft smit þýddi að fleiri myndu smitast, fleiri yrðu alvarlega veikir og því mun meira álag á heilbrigðiskerfið. „Það er þá svo fólk sem þarf að koma til kasta spítalakerfisins. Við myndum aldrei ráða við það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira