Fjórir fyrrum yfirmenn hjá Audi kærðir fyrir díselskandalinn Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. ágúst 2020 07:00 Silfurgráir Audi bílar. Autoblog Þrír fyrrum stjórnarmenn og einn deildarstjóri á eftirlaunum hafa verið ákærðir fyrir svik og sviksamlegar auglýsingar vegna díselskandalsins. Saksóknarar í Munich gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að „fjórir hafi verið ákærðir fyrir svik, falsanir á vottunum og sviksamlegar auglýsingar“. Hinir ákærðu hafa ekki enn verið nafngreindir. Reuters hefur haldið fram að þessir fjórir fyrrum yfirmenn hjá Audi hafi verið ákærðir fyrir að þróa vélar með ólögmætum hugbúnaði sem gat greint hvenær mælingar voru framkvæmdir á vélinni. Vélin var þá látin blása minna út á þeim tímapunkti en undir venjulegum kringumstæðum. Stjórnarmennirnir höfðu vitneskju um þessa tilhögun og voru ítrekað á milli október 2013 og september 2015 minntir á hvað væri í gangi en aðhöfðust ekkert til að stöðva verknaðinn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Audi, Rupert Stadler, var ásamt þremur öðrum voru ákærðir í fyrra vegna þeirra aðkomu í díselskandalnum. Þessar ákærur snúa að framleiðslu 434.420 bílum sem Audi, Volkswagen og Porsche sem voru aðallega seldir í Norður-Ameríku og Evrópu. Stadler mun fara fyrir dóm í lok september komandi. Útblásturshneyksli Volkswagen Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent
Þrír fyrrum stjórnarmenn og einn deildarstjóri á eftirlaunum hafa verið ákærðir fyrir svik og sviksamlegar auglýsingar vegna díselskandalsins. Saksóknarar í Munich gáfu út yfirlýsingu þar sem fram kemur að „fjórir hafi verið ákærðir fyrir svik, falsanir á vottunum og sviksamlegar auglýsingar“. Hinir ákærðu hafa ekki enn verið nafngreindir. Reuters hefur haldið fram að þessir fjórir fyrrum yfirmenn hjá Audi hafi verið ákærðir fyrir að þróa vélar með ólögmætum hugbúnaði sem gat greint hvenær mælingar voru framkvæmdir á vélinni. Vélin var þá látin blása minna út á þeim tímapunkti en undir venjulegum kringumstæðum. Stjórnarmennirnir höfðu vitneskju um þessa tilhögun og voru ítrekað á milli október 2013 og september 2015 minntir á hvað væri í gangi en aðhöfðust ekkert til að stöðva verknaðinn. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Audi, Rupert Stadler, var ásamt þremur öðrum voru ákærðir í fyrra vegna þeirra aðkomu í díselskandalnum. Þessar ákærur snúa að framleiðslu 434.420 bílum sem Audi, Volkswagen og Porsche sem voru aðallega seldir í Norður-Ameríku og Evrópu. Stadler mun fara fyrir dóm í lok september komandi.
Útblásturshneyksli Volkswagen Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent