Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 8. ágúst 2020 12:53 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 hér á Íslandi. Vísir Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. Þetta segir prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Hver einstaklingur sem smitaður er af kórónuveirunni á Íslandi í dag smitar að jafnaði 2 - 3 til viðbótar eins og staðan er. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir tölur dagsins vera ákveðinn létti þó erfitt sé að draga stórar ályktanir út frá einum degi. Þrír greindust innanlands í gær og tveir á landamærum en tveir bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum þaðan. „Svo horfa menn líka á að það eru helmingi færri innanlandssýni, gegn um spítalann og Íslenska erfðagreiningu, þannig að það hefur kannski einhver áhrif líka. Ég myndi nú halda að það sé eitthvað eftir inni, ekki kannski fjórtán en sjö, átta á dag næstu daga jafnvel.“ Hann segir Íslendinga vera á fimmtánda degi í annarri bylgju faraldursins og staðan virðist að einhverju leiti jákvæðari en á sama tíma í fyrri bylgju faraldursins. Thor segir smithlutfallið á svipuðum stað og í fyrri bylgjunni. Hver sýktur einstaklingur smiti því um tvo til viðbótar að jafnaði. „Það fór alveg upp í rúmlega tvo þannig að þetta er frekar líkt og var í þriðju viku í mars síðast.“ Thor segir að teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn geti jafnvel skilað af sér spá á föstudag. „Myndin er orðin að einhverju leiti skýr á þriðjudag, myndi ég giska á núna, þá sjáum við alveg skýrt hvort þetta hefur beygt af vextinum miðað við síðast. Þá er ekkert óraunhæft að koma með spálíkan til dæmis á föstudaginn,“ segir Thor. Ef allir færu eftir sóttvarnarreglum væri mögulegt að mati Thors að ná þessari seinni bylgju niður á jafnvel þremur vikum. „Þá myndum við geta náð henni niður bara á þremur vikum, ég myndi halda það, ef við færum öll í gírinn en þá þyrftum við líklega 20 manna bannið, samkomutakmörkunina, til að ná þessu alveg hart niður. Það er besta ágiskunin mín núna,“ segir Thor. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mælir með notkun gríma: „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03 Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. 7. ágúst 2020 20:03 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. Þetta segir prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands. Hver einstaklingur sem smitaður er af kórónuveirunni á Íslandi í dag smitar að jafnaði 2 - 3 til viðbótar eins og staðan er. Thor Aspelund prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands segir tölur dagsins vera ákveðinn létti þó erfitt sé að draga stórar ályktanir út frá einum degi. Þrír greindust innanlands í gær og tveir á landamærum en tveir bíða eftir niðurstöðum úr mótefnamælingum þaðan. „Svo horfa menn líka á að það eru helmingi færri innanlandssýni, gegn um spítalann og Íslenska erfðagreiningu, þannig að það hefur kannski einhver áhrif líka. Ég myndi nú halda að það sé eitthvað eftir inni, ekki kannski fjórtán en sjö, átta á dag næstu daga jafnvel.“ Hann segir Íslendinga vera á fimmtánda degi í annarri bylgju faraldursins og staðan virðist að einhverju leiti jákvæðari en á sama tíma í fyrri bylgju faraldursins. Thor segir smithlutfallið á svipuðum stað og í fyrri bylgjunni. Hver sýktur einstaklingur smiti því um tvo til viðbótar að jafnaði. „Það fór alveg upp í rúmlega tvo þannig að þetta er frekar líkt og var í þriðju viku í mars síðast.“ Thor segir að teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn geti jafnvel skilað af sér spá á föstudag. „Myndin er orðin að einhverju leiti skýr á þriðjudag, myndi ég giska á núna, þá sjáum við alveg skýrt hvort þetta hefur beygt af vextinum miðað við síðast. Þá er ekkert óraunhæft að koma með spálíkan til dæmis á föstudaginn,“ segir Thor. Ef allir færu eftir sóttvarnarreglum væri mögulegt að mati Thors að ná þessari seinni bylgju niður á jafnvel þremur vikum. „Þá myndum við geta náð henni niður bara á þremur vikum, ég myndi halda það, ef við færum öll í gírinn en þá þyrftum við líklega 20 manna bannið, samkomutakmörkunina, til að ná þessu alveg hart niður. Það er besta ágiskunin mín núna,“ segir Thor.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mælir með notkun gríma: „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27 Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03 Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. 7. ágúst 2020 20:03 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Jós í Kvikmyndasjóð og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Sjá meira
Mælir með notkun gríma: „Manni fannst fráleitt þegar talað var um buff eða bómullargrímur“ Smitsjúkdómalæknir á Landspítalanum mælir með að fólk noti grímur þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra regluna. Buff og taugrímur geti jafnvel verið nóg. 8. ágúst 2020 12:27
Þrjú innanlandssmit og tvö virk smit á landamærunum Þrír greindust með veiruna innanlands síðasta sólarhringinn, allir á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 8. ágúst 2020 11:03
Tölunum svipar til þess þegar faraldurinn fór fyrst á flug Teymið sem vinnur að spálíkani fyrir kórónuveirufaraldurinn ákvað að bíða aðeins með að gefa út spá eftir tíðindi dagsins. 7. ágúst 2020 20:03