Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. ágúst 2020 15:30 Alexander Lúkasjenkó sitjandi forseti og Svetlana Tikhanovskaya forsetaframbjóðandi greiða atkvæði í forsetakosningunum í morgun. EPA/TATYANA ZENKOVICH Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. Lúkasjenkó sem hefur stýrt landinu í 26 ár hefur verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Tikhanovskaya er í framboði eftir að hafa hlaupið í skarðið fyrir eiginmann sinn sem upphaflega bauð sig fram en var handtekinn fyrir að efna til meintra óeirða og var honum meinað að bjóða sig fram. Mótmælaalda hefur riðið yfir landið undanfarið og hafa landsmenn lýst yfir mikilli óánægju með forsetann. Bæði vegna mannréttindabrota og efnahagsástands í landinu en einnig vegna viðbragða hans við kórónuveirufaraldrinum. Þá á landið í stappi við Rússland eftir að rússneskir málaliðar voru handteknir. Forsetakosningar síðustu ára hafa verið harðlega gagnrýndar af eftirlitsaðilum en í síðustu forsetakosningum, sem fóru fram árið 2015, bar Lúkasjenkó sigur úr bítum með 83,5% greiddra atkvæða. Enginn mótframbjóðenda hans var talinn líklegur til sigurs en eftirlitsaðilar kosninganna greindu frá að kosningarnar hafi ekki farið rétt fram. Langar biðraðir hafa verið fyrir utan kjörstaði í landinu og fyrir utan sendiráð Hvíta-Rússlands erlendis. Hverjar eru konurnar sem standa í hárinu á Lúkasjenkó? Lúkasjenkó er talinn sigurstranglegur í kosningunum en mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya hefur ruggað bátnum talsvert. Tikhanovskaya var kennari en hefur verið heimavinnandi undanfarin ár og hefur haldið út vinsælu bloggi. Eftir að eiginmaður hennar, sem bauð sig fram til forseta, var fangelsaður tók hún hans stað. Maria Kolesnikova gekk til liðs við hana en Kolesnikova var kosningastjóri frambjóðandans Viktors Babariko. Babariko var hins vegar fangelsaður og ákvað Kolesnikova þá að beina kröftum sínum að framboði Tikhanovskaya. Veronika Tsepkalo gekk einnig til liðs við þær eftir að eiginmaður hennar sem hafði tilkynnt framboð til forseta flúði til Rússland með börn þeirra vegna hótana. Konurnar hafa vakið mikla athygli en Lúkasjenkó hefur gert lítið úr framboðinu og sagt þær „aumingja litlar stelpur“ og „grey.“ Þá hefur hann einnig lýst því yfir að hvítrússneskt samfélag sé ekki tilbúið til að kjósa sér konu til forseta og að konur eigi ekki heima í stjórnmálum. Þá hefur hann haldið því fram að Tikhanovskaya sé strengjabrúða erlendra afla. Tugir þúsunda Hvít-Rússa leituðu á götur þegar ljóst var að stjórnvöld væru í nokkurs konar „herferð“ gegn stjórnarandstöðu. Blásið var til mótmæla í Minsk, höfuðborg landsins, sem voru stærstu mótmæli í landinu í áratug. Síðan kosningabaráttan hófst í lok maí hafa meira en 2000 einstaklingar verið handteknir samkvæmt tölum Human Rights Center Viasna. Kosningastjóri Tikhanovskaya, Maria Moroz, var handtekin í gærkvöldi að sögn framboðsins og hefur þeim verið gert ljóst að hún verði ekki leyst úr haldi fyrr en á mánudag. Þá var Maria Kolesnikova einnig handtekin en leyst úr haldi stuttu síðar. Þá hafa fregnir borist af því að internetaðgengi hafi verið mjög takmarkað í dag. Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar telja það koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með framkvæmd kosninganna og auðveldi kosningasvindl. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. 31. júlí 2020 15:56 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. Lúkasjenkó sem hefur stýrt landinu í 26 ár hefur verið kallaður síðasti einræðisherra Evrópu. Tikhanovskaya er í framboði eftir að hafa hlaupið í skarðið fyrir eiginmann sinn sem upphaflega bauð sig fram en var handtekinn fyrir að efna til meintra óeirða og var honum meinað að bjóða sig fram. Mótmælaalda hefur riðið yfir landið undanfarið og hafa landsmenn lýst yfir mikilli óánægju með forsetann. Bæði vegna mannréttindabrota og efnahagsástands í landinu en einnig vegna viðbragða hans við kórónuveirufaraldrinum. Þá á landið í stappi við Rússland eftir að rússneskir málaliðar voru handteknir. Forsetakosningar síðustu ára hafa verið harðlega gagnrýndar af eftirlitsaðilum en í síðustu forsetakosningum, sem fóru fram árið 2015, bar Lúkasjenkó sigur úr bítum með 83,5% greiddra atkvæða. Enginn mótframbjóðenda hans var talinn líklegur til sigurs en eftirlitsaðilar kosninganna greindu frá að kosningarnar hafi ekki farið rétt fram. Langar biðraðir hafa verið fyrir utan kjörstaði í landinu og fyrir utan sendiráð Hvíta-Rússlands erlendis. Hverjar eru konurnar sem standa í hárinu á Lúkasjenkó? Lúkasjenkó er talinn sigurstranglegur í kosningunum en mótframbjóðandi hans, Svetlana Tikhanovskaya hefur ruggað bátnum talsvert. Tikhanovskaya var kennari en hefur verið heimavinnandi undanfarin ár og hefur haldið út vinsælu bloggi. Eftir að eiginmaður hennar, sem bauð sig fram til forseta, var fangelsaður tók hún hans stað. Maria Kolesnikova gekk til liðs við hana en Kolesnikova var kosningastjóri frambjóðandans Viktors Babariko. Babariko var hins vegar fangelsaður og ákvað Kolesnikova þá að beina kröftum sínum að framboði Tikhanovskaya. Veronika Tsepkalo gekk einnig til liðs við þær eftir að eiginmaður hennar sem hafði tilkynnt framboð til forseta flúði til Rússland með börn þeirra vegna hótana. Konurnar hafa vakið mikla athygli en Lúkasjenkó hefur gert lítið úr framboðinu og sagt þær „aumingja litlar stelpur“ og „grey.“ Þá hefur hann einnig lýst því yfir að hvítrússneskt samfélag sé ekki tilbúið til að kjósa sér konu til forseta og að konur eigi ekki heima í stjórnmálum. Þá hefur hann haldið því fram að Tikhanovskaya sé strengjabrúða erlendra afla. Tugir þúsunda Hvít-Rússa leituðu á götur þegar ljóst var að stjórnvöld væru í nokkurs konar „herferð“ gegn stjórnarandstöðu. Blásið var til mótmæla í Minsk, höfuðborg landsins, sem voru stærstu mótmæli í landinu í áratug. Síðan kosningabaráttan hófst í lok maí hafa meira en 2000 einstaklingar verið handteknir samkvæmt tölum Human Rights Center Viasna. Kosningastjóri Tikhanovskaya, Maria Moroz, var handtekin í gærkvöldi að sögn framboðsins og hefur þeim verið gert ljóst að hún verði ekki leyst úr haldi fyrr en á mánudag. Þá var Maria Kolesnikova einnig handtekin en leyst úr haldi stuttu síðar. Þá hafa fregnir borist af því að internetaðgengi hafi verið mjög takmarkað í dag. Stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar telja það koma í veg fyrir að hægt sé að fylgjast með framkvæmd kosninganna og auðveldi kosningasvindl.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28 Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. 31. júlí 2020 15:56 Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. 30. júlí 2020 10:28
Rússar krefjast þess að meintum málaliðum verði sleppt Stjórnvöld í Kreml kröfðust þess í dag að 33 Rússum sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í vikunni verði sleppt. Hvítrússnesk stjórnvöld segja mennina málaliða sem séu grunaðir um að undirbúa hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í næsta mánuði. 31. júlí 2020 15:56
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06