Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Andri Eysteinsson skrifar 9. ágúst 2020 23:39 Íbúar Minsk mótmæltu eftir að hafa greitt atkvæði í forsetakosningum dagsins. AP/Sergei Grits Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. Því hefur stöðugt verið haldið fram af andstæðingum forsetans að hann og fylgismenn hans hafi ákveðið úrslit kosninganna fyrir fram til þess að tryggja Lúkasjenkó enn einn kosningasigurinn. Hvítrússar virðast þó upp til hópa hafa fengið nót af forsetanum sem stundum hefur verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu.“ Andstæðingum Lúkasjenkó hefur reynst erfitt að bjóða sig fram gegn honum en helstu andstæðingum hans var fyrr í sumar bannað að bjóða sig fram. Hefur annar þeirra verið fangelsaður og hinn neyðst til að flýja til Rússlands. Þó bauð Svetlana Tíkanovskaja sig fram gegn forsetanum en átta starfsmenn hennar voru handteknir í gær daginn fyrir kosningar. Samkvæmt einu útgönguspánni sem stjórnvöld höfðu leyft var útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó sem var spáð 79,9% atkvæða en formaður yfirkjörstjórnar tilkynnti eftir kosningarnar að forskot Lúkasjenkó í sumum kjördæmum væri mun meira og hlyti hann 90% greiddra atkvæða sums staðar í landinu. Lúkasjenkó hefur verið við stjórnvölinn frá 1994 og örlar á óánægju með störf hans.AP/Sergei Grits Framboð Tíkanovskaju hefur þó varað við því fyrir kosningarnar að brögð séu í tafli. Mikill fjöldi hafi greitt atkvæði utan kjörfundar og hafi atkvæðakassanna ekki verið gætt á meðan. Hún segist þá ekki treysta útgefnum niðurstöðum kosninganna og ekki síst niðurstöðu útgönguspárinnar sem sagði frambjóðandann hljóta 7% atkvæða. „Ég trúi því sem ég sé og ég sé að meirihlutinn stendur okkur að baki,“ sagði Tíkanovskaja í morgun. Eftir því sem liðið hefur á kvöldið hafa mótmæli í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk og víðar aukist verulega. Lögregla hefur þurft að beita blossasprengjum og táragasi gegn mannfjöldanum sem vill breytingar eftir 24 ár af Alexander Lúkasjenkó í embætti forseta. Sjá má myndbönd frá Hvíta-Rússlandi hér að neðan. #Belarus: unbelievable footage from #Minsk tonight. Protesters are fighting back against the police.Belarusians have had enough of the #Lukashenko dictatorship pic.twitter.com/MtUQ6UmzPS— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 In Minsk large crowds of people are moving to the centre from all the residential districts pic.twitter.com/IXD8OZrwU0— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 Tens of thousands of people in Minsk city centre. Police don't handle the situation anymore pic.twitter.com/Z5Jck4GfCC— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 ❗️Police truck hitting a protester in Minsk at speed pic.twitter.com/mVChTwLeP1— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 This footage from #Minsk, #Belarus sadly appears to confirm the violence we've warned against. Video: @tutby. pic.twitter.com/PGG4fkcXvt— Amnesty International (@amnesty) August 9, 2020 Check out central Minsk right now. pic.twitter.com/UNlrINmpfp— Christopher Miller (@ChristopherJM) August 9, 2020 Hvíta-Rússland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. Því hefur stöðugt verið haldið fram af andstæðingum forsetans að hann og fylgismenn hans hafi ákveðið úrslit kosninganna fyrir fram til þess að tryggja Lúkasjenkó enn einn kosningasigurinn. Hvítrússar virðast þó upp til hópa hafa fengið nót af forsetanum sem stundum hefur verið kallaður „síðasti einræðisherra Evrópu.“ Andstæðingum Lúkasjenkó hefur reynst erfitt að bjóða sig fram gegn honum en helstu andstæðingum hans var fyrr í sumar bannað að bjóða sig fram. Hefur annar þeirra verið fangelsaður og hinn neyðst til að flýja til Rússlands. Þó bauð Svetlana Tíkanovskaja sig fram gegn forsetanum en átta starfsmenn hennar voru handteknir í gær daginn fyrir kosningar. Samkvæmt einu útgönguspánni sem stjórnvöld höfðu leyft var útlit fyrir stórsigur Lúkasjenkó sem var spáð 79,9% atkvæða en formaður yfirkjörstjórnar tilkynnti eftir kosningarnar að forskot Lúkasjenkó í sumum kjördæmum væri mun meira og hlyti hann 90% greiddra atkvæða sums staðar í landinu. Lúkasjenkó hefur verið við stjórnvölinn frá 1994 og örlar á óánægju með störf hans.AP/Sergei Grits Framboð Tíkanovskaju hefur þó varað við því fyrir kosningarnar að brögð séu í tafli. Mikill fjöldi hafi greitt atkvæði utan kjörfundar og hafi atkvæðakassanna ekki verið gætt á meðan. Hún segist þá ekki treysta útgefnum niðurstöðum kosninganna og ekki síst niðurstöðu útgönguspárinnar sem sagði frambjóðandann hljóta 7% atkvæða. „Ég trúi því sem ég sé og ég sé að meirihlutinn stendur okkur að baki,“ sagði Tíkanovskaja í morgun. Eftir því sem liðið hefur á kvöldið hafa mótmæli í hvítrússnesku höfuðborginni Minsk og víðar aukist verulega. Lögregla hefur þurft að beita blossasprengjum og táragasi gegn mannfjöldanum sem vill breytingar eftir 24 ár af Alexander Lúkasjenkó í embætti forseta. Sjá má myndbönd frá Hvíta-Rússlandi hér að neðan. #Belarus: unbelievable footage from #Minsk tonight. Protesters are fighting back against the police.Belarusians have had enough of the #Lukashenko dictatorship pic.twitter.com/MtUQ6UmzPS— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 9, 2020 In Minsk large crowds of people are moving to the centre from all the residential districts pic.twitter.com/IXD8OZrwU0— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 Tens of thousands of people in Minsk city centre. Police don't handle the situation anymore pic.twitter.com/Z5Jck4GfCC— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 ❗️Police truck hitting a protester in Minsk at speed pic.twitter.com/mVChTwLeP1— Tadeusz Giczan (@TadeuszGiczan) August 9, 2020 This footage from #Minsk, #Belarus sadly appears to confirm the violence we've warned against. Video: @tutby. pic.twitter.com/PGG4fkcXvt— Amnesty International (@amnesty) August 9, 2020 Check out central Minsk right now. pic.twitter.com/UNlrINmpfp— Christopher Miller (@ChristopherJM) August 9, 2020
Hvíta-Rússland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira