„Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. ágúst 2020 20:00 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Skilyrði fyrir brúarlánum eru of flókin og bankarnir ragir við að veita slík lán að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. Stjórnvöld kynntu margvíslegar efnahagsaðgerðir í vor til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins. „Í ljósi þess hvernig þessi faraldur er að þróast þá þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Enginn fengið brúarlán Á meðal aðgerða sem kynntar voru til sögunnar eru svokölluð brúarlán með ríkisábyrgð. Fram kom í fréttum Rúv í gær að enn hafi ekkert fyrirtæki fengið slíkt lán, þrátt fyrir að úrræðið hafi staðið til boða í þrjá mánuði. „Brúarlánin eru klárlega með í fyrsta lagi of flóknum skilyrðum og fyrirtækin eru treg að taka á sig þær kvaðir sem þeim fylgja, þar að auki eru þau bara að hluta til með ríkisábyrgð og okkur sýnist að bankarnir séu einfaldlega ekki tilbúnir að taka á sig áhættu sem að getur fylgt veitingu brúarlánanna og eru fyrir vikið ekkert að halda þeim að viðskiptavinum, “ segir Ólafur. Aðrar aðgerðir hafi margar reynst vel. „Alveg sérstaklega hlutabótaleiðin, stuðningur við launagreiðslur á uppsagnafresti og líka stuðningur við launagreiðslur til fólks í sóttkví, þær hafa stuðlað að því að það sé hægt að viðhalda nauðsynlegum smitvörnum og svo framvegis. Stuðningslánin sýnist mér líka að séu að nýtast fyrirtækjunum,“ nefnir hann sem dæmi. Færri sótt um lokunarstyrk en eiga rétt til Samkvæmt upplýsingum frá Skattinum höfðu 546 sótt um svokallaða lokunarstyrki þann 5. ágúst, samtals að andvirði rúmlega 556 milljóna. Þar af höfðu verið afgreiddar 472 umsóknir um lokunarstyrki upp á tæpar 436 milljónir. Frá 5. ágúst hafa borist um 20 umsóknir til viðbótar sem að mestu eru óafgreiddar en umsóknarfrestur rennur út 1. september. Þegar úrræðið var kynnt var gert ráð fyrir að um tvö þúsund fyrirtæki ættu rétt á slíkum styrkjum og kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra áætlaður allt að tveir og hálfur milljarður að því er segir í greinargerð með frumvarpinu. „Það getur þá bent til þess að skilyrðin séu mögulega of hörð. Það hefur líka komið okkur mjög á óvart að fyrirtæki sem að við teljum að uppfylli öll skilyrði fyrir því að fá lokunarstyrk hafa bara fengið nei frá skattinum. Við teljum að það sé of þröng túlkun á lögunum en það getur þá líka verið til í dæminu að það þurfi að skýra löggjöfina þannig að þetta sé á hreinu,“ segir Ólafur. Þurfi að endurskoða aðgerðir „sem allra fyrst“ Félagið hyggst gera könnun meðal aðildarfyrirtækja um reynslu þeirra af þeim úrræðum sem hafa verið í boði. Ólafur segir að aðgerðirnar hafi í upphafi miðað að því að bregðast við skammtímaáhrifum, nú sé ljóst að áhrifin vari um lengri tíma. „Það er tvennt sem ég held að sé mikilvægt núna á þessum tímapunkti. Annars vegar þá miða þær aðgerðir sem að hefur verið ráðist í dálítið við það að þetta hafi verið kúfur í vor. Nú blasir eiginlega við að við erum að sigla inn í ástand þar sem við erum að búa við höft og efnahagsörðuleika vegna þessarar veiru um lengri tíma,“ segir Ólafur. „Það þarf þá að endurskoða allar þessar aðgerðir, skoða hvað hefur nýst vel og hvað er að virka, hvar þarf mögulega að breyta tímamörkum, rýmka skilyrði og annað slíkt.“ „Hins vegar þarf það alveg að vera á hreinu hver réttarstaða fyrirtækjanna er, ekki síst til þess að þau séu viljug að vera í liði með sóttvarnayfirvöldum og grípa til þeirra aðgerða sem þarf til að tryggja sóttvarnir, jafnvel þó það geti komið niður árekstrinum,“ bætir Ólafur við. „Þetta þarf að fara að gerast sem allra fyrst, að stjórnvöld kveði upp úr með það hvort og þá hvernig á að koma til móts við fyrirtækin núna í þessari bylgju faraldursins.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Skilyrði fyrir brúarlánum eru of flókin og bankarnir ragir við að veita slík lán að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. Stjórnvöld kynntu margvíslegar efnahagsaðgerðir í vor til að stemma stigu við áhrifum kórónuveirufaraldursins. „Í ljósi þess hvernig þessi faraldur er að þróast þá þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Enginn fengið brúarlán Á meðal aðgerða sem kynntar voru til sögunnar eru svokölluð brúarlán með ríkisábyrgð. Fram kom í fréttum Rúv í gær að enn hafi ekkert fyrirtæki fengið slíkt lán, þrátt fyrir að úrræðið hafi staðið til boða í þrjá mánuði. „Brúarlánin eru klárlega með í fyrsta lagi of flóknum skilyrðum og fyrirtækin eru treg að taka á sig þær kvaðir sem þeim fylgja, þar að auki eru þau bara að hluta til með ríkisábyrgð og okkur sýnist að bankarnir séu einfaldlega ekki tilbúnir að taka á sig áhættu sem að getur fylgt veitingu brúarlánanna og eru fyrir vikið ekkert að halda þeim að viðskiptavinum, “ segir Ólafur. Aðrar aðgerðir hafi margar reynst vel. „Alveg sérstaklega hlutabótaleiðin, stuðningur við launagreiðslur á uppsagnafresti og líka stuðningur við launagreiðslur til fólks í sóttkví, þær hafa stuðlað að því að það sé hægt að viðhalda nauðsynlegum smitvörnum og svo framvegis. Stuðningslánin sýnist mér líka að séu að nýtast fyrirtækjunum,“ nefnir hann sem dæmi. Færri sótt um lokunarstyrk en eiga rétt til Samkvæmt upplýsingum frá Skattinum höfðu 546 sótt um svokallaða lokunarstyrki þann 5. ágúst, samtals að andvirði rúmlega 556 milljóna. Þar af höfðu verið afgreiddar 472 umsóknir um lokunarstyrki upp á tæpar 436 milljónir. Frá 5. ágúst hafa borist um 20 umsóknir til viðbótar sem að mestu eru óafgreiddar en umsóknarfrestur rennur út 1. september. Þegar úrræðið var kynnt var gert ráð fyrir að um tvö þúsund fyrirtæki ættu rétt á slíkum styrkjum og kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra áætlaður allt að tveir og hálfur milljarður að því er segir í greinargerð með frumvarpinu. „Það getur þá bent til þess að skilyrðin séu mögulega of hörð. Það hefur líka komið okkur mjög á óvart að fyrirtæki sem að við teljum að uppfylli öll skilyrði fyrir því að fá lokunarstyrk hafa bara fengið nei frá skattinum. Við teljum að það sé of þröng túlkun á lögunum en það getur þá líka verið til í dæminu að það þurfi að skýra löggjöfina þannig að þetta sé á hreinu,“ segir Ólafur. Þurfi að endurskoða aðgerðir „sem allra fyrst“ Félagið hyggst gera könnun meðal aðildarfyrirtækja um reynslu þeirra af þeim úrræðum sem hafa verið í boði. Ólafur segir að aðgerðirnar hafi í upphafi miðað að því að bregðast við skammtímaáhrifum, nú sé ljóst að áhrifin vari um lengri tíma. „Það er tvennt sem ég held að sé mikilvægt núna á þessum tímapunkti. Annars vegar þá miða þær aðgerðir sem að hefur verið ráðist í dálítið við það að þetta hafi verið kúfur í vor. Nú blasir eiginlega við að við erum að sigla inn í ástand þar sem við erum að búa við höft og efnahagsörðuleika vegna þessarar veiru um lengri tíma,“ segir Ólafur. „Það þarf þá að endurskoða allar þessar aðgerðir, skoða hvað hefur nýst vel og hvað er að virka, hvar þarf mögulega að breyta tímamörkum, rýmka skilyrði og annað slíkt.“ „Hins vegar þarf það alveg að vera á hreinu hver réttarstaða fyrirtækjanna er, ekki síst til þess að þau séu viljug að vera í liði með sóttvarnayfirvöldum og grípa til þeirra aðgerða sem þarf til að tryggja sóttvarnir, jafnvel þó það geti komið niður árekstrinum,“ bætir Ólafur við. „Þetta þarf að fara að gerast sem allra fyrst, að stjórnvöld kveði upp úr með það hvort og þá hvernig á að koma til móts við fyrirtækin núna í þessari bylgju faraldursins.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira