Núna má rífast um hvort virkja eigi á þessum stað Kristján Már Unnarsson skrifar 11. ágúst 2020 21:57 Frá svæðinu í Skjálfandafljóti þar sem Einbúavirkjun er áformuð. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Skjálfandafljót er eitt af stórfljótum Norðurlands og þekktast fyrir Goðafoss en það er við jörðina Einbúa sem landeigandinn Hilmar Ágústsson hefur kynnt áform um 9,8 megavatta rennslisvirkjun. Þar á 2,5 kílómetra kafla eru mikill straumur og flúðir í fljótinu og þar fæst 24 metra fallhæð sem hugmyndin er að virkja. Einbúavirkjun yrði í Bárðardal um sex kílómetra sunnan við GoðafossGrafík/Hafsteinn Þórðarson. Það verður þó hvorki með stíflu né miðlunarlóni. Þess í stað verður steyptur þröskuldur ofan í árbotninn, svokallað flóðvirki, sem beinir hluta árinnar inn í aðrennslisskurð og síðan í niðurgrafið stöðvarhús. Þarna verður því engu landi sökkt og engum fossi fórnað og áfram tryggt lágmarksrennsli á þessum kafla árinnar. Í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismati Einbúavirkjunar er bent á að með aðrennslisskurði verði hrauni Bárðardals raskað. Sem eldhraun njóti það sérstakrar verndar sem forðast beri að raska nema vegna brýnna hagsmuna. Þegar við inntum systurnar í Svartárkoti, þær Sigurlínu og Guðrúnu Tryggvadætur, um afstöðu Bárðdælinga, sögðu þær að skiptar skoðanir væru í sveitinni um þessa og aðrar virkjanir, sem rætt hefði verið um á vatnasviði Skjálfandafljóts. Sigurlína Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst alveg líklegt að meiri sátt yrði um hana en margar,“ svarar Sigurlína um Einbúavirkjun. „Það vantar þriggja fasa rafmagn í stærsta hluta sveitarinnar og það er náttúrlega eitthvað sem þyrfti að vera líka ljóst; er það eitthvað sem kæmi með svona virkjun eða ekki,“ segir Guðrún. „Það eru margir sem vilja virkjanir út af vegamálum, vilja fá veg, og þá er svo gott að fá virkjun,“ segir Sigurlína. „Þýðir það samt bættar vegasamgöngur ef einhversstaðar verði virkjað? Það er enginn að fara að skella malbiki á Bárðardal, svona bara af því bara,“ segir Guðrún. Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst þetta nú með betri virkjanakostum, ef það á annað borð að virkja. En ég svo sem hef alltaf haft þá skoðun að ég vil hafa fljótið óvirkjað. Bara halda einhverjum ám á Íslandi óvirkjuðum,“ segir Sigurlína. „Það skiptir líka máli með svona virkjanir: Er hægt að nýta raforkuna í einhverja atvinnuuppbyggingu á svæðinu eða ekki? Það skiptir líka máli,“ segir Guðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þingeyjarsveit Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Friðlýsing Goðafoss undirrituð Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands. 11. júní 2020 16:52 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Áform um litla virkjun í Skjálfandafljóti, án stíflu og miðlunarlóns, um sex kílómetra ofan við Goðafoss, virðast efni í enn eina virkjanadeiluna. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa sveitarinnar og Skipulagsstofnun segir virkjunina raska eldhrauni Bárðardals, sem njóti sérstakrar verndar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Skjálfandafljót er eitt af stórfljótum Norðurlands og þekktast fyrir Goðafoss en það er við jörðina Einbúa sem landeigandinn Hilmar Ágústsson hefur kynnt áform um 9,8 megavatta rennslisvirkjun. Þar á 2,5 kílómetra kafla eru mikill straumur og flúðir í fljótinu og þar fæst 24 metra fallhæð sem hugmyndin er að virkja. Einbúavirkjun yrði í Bárðardal um sex kílómetra sunnan við GoðafossGrafík/Hafsteinn Þórðarson. Það verður þó hvorki með stíflu né miðlunarlóni. Þess í stað verður steyptur þröskuldur ofan í árbotninn, svokallað flóðvirki, sem beinir hluta árinnar inn í aðrennslisskurð og síðan í niðurgrafið stöðvarhús. Þarna verður því engu landi sökkt og engum fossi fórnað og áfram tryggt lágmarksrennsli á þessum kafla árinnar. Í áliti Skipulagsstofnunar á umhverfismati Einbúavirkjunar er bent á að með aðrennslisskurði verði hrauni Bárðardals raskað. Sem eldhraun njóti það sérstakrar verndar sem forðast beri að raska nema vegna brýnna hagsmuna. Þegar við inntum systurnar í Svartárkoti, þær Sigurlínu og Guðrúnu Tryggvadætur, um afstöðu Bárðdælinga, sögðu þær að skiptar skoðanir væru í sveitinni um þessa og aðrar virkjanir, sem rætt hefði verið um á vatnasviði Skjálfandafljóts. Sigurlína Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst alveg líklegt að meiri sátt yrði um hana en margar,“ svarar Sigurlína um Einbúavirkjun. „Það vantar þriggja fasa rafmagn í stærsta hluta sveitarinnar og það er náttúrlega eitthvað sem þyrfti að vera líka ljóst; er það eitthvað sem kæmi með svona virkjun eða ekki,“ segir Guðrún. „Það eru margir sem vilja virkjanir út af vegamálum, vilja fá veg, og þá er svo gott að fá virkjun,“ segir Sigurlína. „Þýðir það samt bættar vegasamgöngur ef einhversstaðar verði virkjað? Það er enginn að fara að skella malbiki á Bárðardal, svona bara af því bara,“ segir Guðrún. Guðrún Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Mér finnst þetta nú með betri virkjanakostum, ef það á annað borð að virkja. En ég svo sem hef alltaf haft þá skoðun að ég vil hafa fljótið óvirkjað. Bara halda einhverjum ám á Íslandi óvirkjuðum,“ segir Sigurlína. „Það skiptir líka máli með svona virkjanir: Er hægt að nýta raforkuna í einhverja atvinnuuppbyggingu á svæðinu eða ekki? Það skiptir líka máli,“ segir Guðrún. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Þingeyjarsveit Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Friðlýsing Goðafoss undirrituð Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands. 11. júní 2020 16:52 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Friðlýsing Goðafoss undirrituð Friðlýsing Goðafoss, eins vatnsmesta foss landsins, var undirrituð við fossinn sjálfan í dag. Fossinn sem er að finna í Skjálfandafljóti er einn af vinsælustu ferðamannastöðum norðurlands. 11. júní 2020 16:52