Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. ágúst 2020 20:00 Icelandair Group er á lokasprettinum í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Samningaviðræður við ríkið standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. Forsvarsmen Icelandair Group greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing. Félagið hættir við kaup á fjórum flugvélum og afhendingu á sex vélum seinkað. „Í fyrsta lagi erum við að fækka pöntunum og minka þannig skuldbindingu félagsins og laga þá flotann að nýju umhverfi sem við erum í,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Samkomulagið við Boeing felur einnig í sér bætur vegna tjóns sem Icelandair hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Bogi segist ekki geta tjáð sig um upphæð bótanna. Nú veltur allt á því að afla nægilegs hlutafjár og klára samninga við ríkið. Samningaviðræður standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. „Við erum búin að vera í þéttu samtali við stjórnvöld síðan þetta ástand hófst og það samtal gengur ágætlega,“ sagði Bogi. Hverjar eru kröfur ríkisins? „Eins og fram hefur komið hafa stjórnvöld gefið vilyrði fyrir því að ábyrgjast lánalínu að því gefnu að félaginu takist að safna nýju hlutafé og verkefið okkar snýst um það,“ sagði Bogi. Hvað þurfið þið að safna miklu hlutafé svo að ríkið veiti lánalínu með ríkisábyrgð? „Það er engin tala sem liggur fyrir hvað það varðar. Við erum að vinna með ákveðið módel og það mun koma í ljós á næstu dögum hvað við erum að stefna á í þessu samhengi.“ Á næstu dögum stendur til að birta kynningu með upplýsingum fyrir fjárfesta og þátttakendur í fyrirhuguðu hlutafjárútboði. „Við erum að stefna á að klára þetta í ágústmánuði og það er enn planið okkar,“ sagði Bogi. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins 12. ágúst 2020 11:33 Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir. 11. ágúst 2020 22:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Icelandair Group er á lokasprettinum í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Samningaviðræður við ríkið standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. Forsvarsmen Icelandair Group greindu frá því í gærkvöld að þeir hefðu lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing. Félagið hættir við kaup á fjórum flugvélum og afhendingu á sex vélum seinkað. „Í fyrsta lagi erum við að fækka pöntunum og minka þannig skuldbindingu félagsins og laga þá flotann að nýju umhverfi sem við erum í,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Samkomulagið við Boeing felur einnig í sér bætur vegna tjóns sem Icelandair hefur orðið fyrir vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Bogi segist ekki geta tjáð sig um upphæð bótanna. Nú veltur allt á því að afla nægilegs hlutafjár og klára samninga við ríkið. Samningaviðræður standa nú yfir um lánalínu með ríkisábyrgð. „Við erum búin að vera í þéttu samtali við stjórnvöld síðan þetta ástand hófst og það samtal gengur ágætlega,“ sagði Bogi. Hverjar eru kröfur ríkisins? „Eins og fram hefur komið hafa stjórnvöld gefið vilyrði fyrir því að ábyrgjast lánalínu að því gefnu að félaginu takist að safna nýju hlutafé og verkefið okkar snýst um það,“ sagði Bogi. Hvað þurfið þið að safna miklu hlutafé svo að ríkið veiti lánalínu með ríkisábyrgð? „Það er engin tala sem liggur fyrir hvað það varðar. Við erum að vinna með ákveðið módel og það mun koma í ljós á næstu dögum hvað við erum að stefna á í þessu samhengi.“ Á næstu dögum stendur til að birta kynningu með upplýsingum fyrir fjárfesta og þátttakendur í fyrirhuguðu hlutafjárútboði. „Við erum að stefna á að klára þetta í ágústmánuði og það er enn planið okkar,“ sagði Bogi.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins 12. ágúst 2020 11:33 Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir. 11. ágúst 2020 22:21 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Lokaspretturinn eftir hjá Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að nú sé lokaspretturinn eftir í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins 12. ágúst 2020 11:33
Hafa lokið samningum við Boeing og kröfuhafa Forsvarsmenn Icelandair Group hafa lokið viðræðum við kröfuhafa félagsins og náð endanlegu samkomulagi við Boeing vegna kyrrsetningar MAX flugvélanna. Samningaviðræður við ríkið um ríkisábyrgð standa yfir. 11. ágúst 2020 22:21
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent