Annar mótmælandi deyr í Hvíta-Rússlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. ágúst 2020 07:59 Framgangur lögreglu og stjórnvalda gegn mótmælendum í Hvíta-Rússlandi hefur verið harlega gagnrýndur. EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Mótmælin brutust út vegna mikillar óánægju með niðurstöður forsetakosninga en sitjandi forseti, Alexander Lúkasjenkó, hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann hefur áður verið sakaður um kosningasvindl og telja margir eftirlitsaðilar kosninga, sem ekki fengu að fylgjast með þessum kosningum, að brögð hafi verið í tafli. Þá hefur mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaya, neitað að taka niðurstöður kosninganna gildar og flúði hún í kjölfar þeirra til Litháens. Maðurinn sem lést í mótmælunum í gær var 25 ára gamall en óljóst er hver dánarorsökin er. Móðir hans hefur sagt að hann hafi átt við hjartavandamál að stríða og hafi verið geymdur klukkutímum saman í lögreglubíl. Þá hefur lögreglan í Brest gefið það út að byssukúlur hafi verið notaðar í skotvopn lögreglunnar þegar mótmælendur sóttu að þeim. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt ofbeldisfullar aðgerðir stjórnvalda. Yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, Michelle Bachelet, sagði að fregnir hafi borist af því að lögreglan beitti óhóflegu afli, hafi skotið gúmmíkúlum inn í mótmælendahópa og sprautað vatni. Þá hafi þeir einnig kastað handsprengjum sem eru til þess gerðar að rota einstaklinga. Þá hafi ríflega sex þúsund verið teknir í hald lögreglu á síðustu þremur dögum, þar á meðal börn, og segir Bachelet það gefa til kynna að um fjöldahandtökur sé að ræða, sem sé klárt brot á alþjóðlegum mannréttindastöðlum. Það sem sé enn verra séu fregnir um hvernig farið sé með mótmælendur á meðan á varðhaldi stendur. Minnst 200 mótmælendur hafa særst og sumir alvarlega. Þá var ráðist á fréttateymi breska ríkisútvarpsins af lögreglu á þriðjudagskvöld. Einn annar mótmælandi hefur látið lífið, en hann lést í höfuðborg landsins Minsk á mánudag. Innanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands hefur haldið því fram að maðurinn hafi haldið á sprengju sem hafi sprungið á meðan hann hélt á henni. Hvíta-Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00 Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46 Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Mótmælandi lést í haldi lögreglunnar í Hvíta-Rússlandi í gær en þetta er annað dauðsfallið sem vitað er um frá því að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu á sunnudag. Mótmælin brutust út vegna mikillar óánægju með niðurstöður forsetakosninga en sitjandi forseti, Alexander Lúkasjenkó, hlaut yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Hann hefur áður verið sakaður um kosningasvindl og telja margir eftirlitsaðilar kosninga, sem ekki fengu að fylgjast með þessum kosningum, að brögð hafi verið í tafli. Þá hefur mótframbjóðandi Lúkasjenkó, Svetlana Tikhanovskaya, neitað að taka niðurstöður kosninganna gildar og flúði hún í kjölfar þeirra til Litháens. Maðurinn sem lést í mótmælunum í gær var 25 ára gamall en óljóst er hver dánarorsökin er. Móðir hans hefur sagt að hann hafi átt við hjartavandamál að stríða og hafi verið geymdur klukkutímum saman í lögreglubíl. Þá hefur lögreglan í Brest gefið það út að byssukúlur hafi verið notaðar í skotvopn lögreglunnar þegar mótmælendur sóttu að þeim. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt ofbeldisfullar aðgerðir stjórnvalda. Yfirmaður Mannréttindastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, Michelle Bachelet, sagði að fregnir hafi borist af því að lögreglan beitti óhóflegu afli, hafi skotið gúmmíkúlum inn í mótmælendahópa og sprautað vatni. Þá hafi þeir einnig kastað handsprengjum sem eru til þess gerðar að rota einstaklinga. Þá hafi ríflega sex þúsund verið teknir í hald lögreglu á síðustu þremur dögum, þar á meðal börn, og segir Bachelet það gefa til kynna að um fjöldahandtökur sé að ræða, sem sé klárt brot á alþjóðlegum mannréttindastöðlum. Það sem sé enn verra séu fregnir um hvernig farið sé með mótmælendur á meðan á varðhaldi stendur. Minnst 200 mótmælendur hafa særst og sumir alvarlega. Þá var ráðist á fréttateymi breska ríkisútvarpsins af lögreglu á þriðjudagskvöld. Einn annar mótmælandi hefur látið lífið, en hann lést í höfuðborg landsins Minsk á mánudag. Innanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands hefur haldið því fram að maðurinn hafi haldið á sprengju sem hafi sprungið á meðan hann hélt á henni.
Hvíta-Rússland Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05 Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00 Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46 Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Munu mögulega beita Hvít-Rússa refsiaðgerðum Mótmælendur í Hvíta-Rússlandi hafa komið upp vegatálmum í höfuðborginni Minsk og fréttir hafa borist af því að til átaka hafi komið milli lögreglu og mótmælenda í fjölda borga. 12. ágúst 2020 11:05
Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. 11. ágúst 2020 23:00
Forsetaframbjóðandinn flúinn til Litháen Svetlana Tikhanovkaya forsetaframbjóðandi í Hvíta Rússlandi er flúin heimaland sitt og er komin til Litháen. 11. ágúst 2020 06:46
Áfram átök í Minsk Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. 10. ágúst 2020 20:40