Epic í mál við Apple vegna Fortnite Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2020 21:00 Fortnite er gífurlega vinsæll leikur. Getty/Metin Aktas Leikjaframleiðandinn Epic hefur höfðað mál gegn Apple eftir að hinn gífurlega vinsæli leikur Fortnite var fjarlægður úr App Store, forritaverslun Apple. Tim Sweeney, forstjóri Epic, hefur lengi kvartað yfir því að Apple og Google taki of stóran hluta tekna framleiðanda í gegnum forritaverslanir tæknifyrirtækjanna. Deila fyrirtækjanna stigmagnaðist í kvöld þegar Apple fjarlægði Fortnite eftir að Epic reyndi að komast hjá innra greiðslukerfi Apple. Í yfirlýsingu frá Apple til tæknimiðilsins Verge segir að Epic hafi vísvitandi reynt að brjóta gegn skilmálum Apple og því hafi leikurinn verið fjarlægður. Þar segir einnig að Epic hafi verið með forrit í App Store um árabil og fyrirtækið hafi hagnast verulega á því. Epic hafi samþykkt skilmálana og að breyttar aðstæður fyrirtækisins breyti því ekki að skilmálarnir nái yfir alla sem eigi forrit í versluninni. Epic Games has filed legal papers in response to Apple, read more here: https://t.co/c4sgvxQUvb— Fortnite (@FortniteGame) August 13, 2020 Apple tekur 30 prósent af öllum tekjum sem fyrirtæki öðlast í gegnum App Store. Epic bætti sérstöku kerfi við Fortnite svo allar tekjur færu ekki lengur í gegnum forritaverslunina. Epic gerði það sama í Android-útgáfu Fortnite en Google hefur ekki brugðist við enn. Tímasetningin er ekki góð fyrir Apple, og mögulega Google, þar sem yfirvöld í Bandaríkjunum eru að skoða hvort að stóru tæknifyrirtækin þar beiti markaðsráðandi stöðu sinni til að hefta samkeppni. Epic birti þetta myndband í dag, þar sem fyrirtækið setur út á Apple og kallar eftir samstöðu gegn risanum. Apple Leikjavísir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Leikjaframleiðandinn Epic hefur höfðað mál gegn Apple eftir að hinn gífurlega vinsæli leikur Fortnite var fjarlægður úr App Store, forritaverslun Apple. Tim Sweeney, forstjóri Epic, hefur lengi kvartað yfir því að Apple og Google taki of stóran hluta tekna framleiðanda í gegnum forritaverslanir tæknifyrirtækjanna. Deila fyrirtækjanna stigmagnaðist í kvöld þegar Apple fjarlægði Fortnite eftir að Epic reyndi að komast hjá innra greiðslukerfi Apple. Í yfirlýsingu frá Apple til tæknimiðilsins Verge segir að Epic hafi vísvitandi reynt að brjóta gegn skilmálum Apple og því hafi leikurinn verið fjarlægður. Þar segir einnig að Epic hafi verið með forrit í App Store um árabil og fyrirtækið hafi hagnast verulega á því. Epic hafi samþykkt skilmálana og að breyttar aðstæður fyrirtækisins breyti því ekki að skilmálarnir nái yfir alla sem eigi forrit í versluninni. Epic Games has filed legal papers in response to Apple, read more here: https://t.co/c4sgvxQUvb— Fortnite (@FortniteGame) August 13, 2020 Apple tekur 30 prósent af öllum tekjum sem fyrirtæki öðlast í gegnum App Store. Epic bætti sérstöku kerfi við Fortnite svo allar tekjur færu ekki lengur í gegnum forritaverslunina. Epic gerði það sama í Android-útgáfu Fortnite en Google hefur ekki brugðist við enn. Tímasetningin er ekki góð fyrir Apple, og mögulega Google, þar sem yfirvöld í Bandaríkjunum eru að skoða hvort að stóru tæknifyrirtækin þar beiti markaðsráðandi stöðu sinni til að hefta samkeppni. Epic birti þetta myndband í dag, þar sem fyrirtækið setur út á Apple og kallar eftir samstöðu gegn risanum.
Apple Leikjavísir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira