Hálfan milljarð vantaði upp á og þörf íþróttafélaganna aukist Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2020 11:00 Fjöldi íþróttafélaga varð af tekjum vegna samkomubanns í vor, til að mynda vegna þess að ekkert varð af úrslitakeppnunum í handbolta og körfubolta. vísir/daníel Alls bárust ÍSÍ umsóknir um yfir 700 milljónir króna frá íþróttafélögum og sérsamböndum vegna fjárhagslegs tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins í vor. ÍSÍ hefur hins vegar 150 milljónir til að deila út. Mennta- og menningarmálaráðuneyti fól í vor ÍSÍ að greiða út bætur til íþróttastarfs vegna afleiðinga samkomubanns. ÍSÍ skipaði vinnuhóp sem lagði til að það yrði gert með almennum aðgerðum og sértækum. Í almennu aðgerðunum voru 300 milljónir króna greiddar til íþrótta- og ungmennafélaga, án þess að leggja þyrfti fram umsóknir. Þar var byggt á iðkendafjölda 6 til 18 ára, fjölda íþróttagreina hjá félagi og veltu félagsins. Fjölnir fékk til að mynda hæsta styrkinn eða 18,5 milljón. Eftir standa 150 milljónir í sértækar aðgerðir en umsóknarfrestur um hlut í þeirri fjárhæð rann út 19. júní. Ljóst er að hið fjárhagslega högg fyrir íþróttafélög hefur aukist mikið síðan þá. Knd. Víkings hefur misst bæði barnamótin sín í sumar. Tjónið er 20 milljónir nettó. Engir áhorfendur allan ágúst. Ástandið víða er orðið verulega erfitt.— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 12, 2020 Sértæku aðgerðirnar eiga að gagnast íþróttafélögum sem ekki gátu haldið viðburði, mót eða keppnir vegna faraldursins. Ljóst er til að mynda að handbolta- og körfuboltafélög urðu af miklum tekjum eftir að úrslitakeppnir voru slegnar af. Fjárþörf íþróttahreyfingarinnar er mun meiri en 150 milljónir, jafnvel þó að ekki sé horft til fleiri þeirra viðburða sem verið er að fella niður núna eða á síðustu vikum. Starfshópur ÍSÍ, undir forystu Guðrúnar Ingu Sívertsen fyrrverandi varaformanns KSÍ, vonast til að skila af sér tillögum um útdeilingu fjár í sértæku aðgerðunum í næstu viku en það er svo í höndum framkvæmdastjórnar ÍSÍ að taka lokaákvörðun. Hvað hefðu KR og Stjarnan fengið miklar tekjur af miða- og veitingasölu vegna úrslitakeppninnar í körfubolta, ef hún hefði verið leikin?VÍSIR/BÁRA „Umsóknarfrestur rann út 19. júní og er vinnuhópurinn að leggja lokahönd á tillögur sínar að úthlutun. Margt hefur breyst frá því í júní og önnur bylgja faraldursins hefur haft áhrif á allt íþróttastarf í landinu. Þeir viðburðir eru ekki inni á borði hjá okkur í þessari úthlutun. Ég vonast því til að það komi frekara fjármagn til íþróttahreyfingarinnar svo að hægt verði að bregðast við. Þörfin er sannarlega til staðar,“ segir Guðrún Inga við Vísi. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um frekari stuðning ríkisins við íþróttahreyfinguna. Ekki of flókið að sækja um ÍSÍ monní Blaðamaður hefur orðið var við óánægju með það í íþróttahreyfingunni hve flókið hafi verið að sækja um styrk vegna sértækra aðgerða. Skila þurfti inn ýmsum gögnum og áætlunum, og hafa má í huga að sú vinna er í mörgum tilfellum í höndum sjálfboðaliða. „Vinnuhópurinn lagði áherslu á í tillögum sínum að almenna aðgerðin yrði ekki á neinn hátt íþyngjandi fyrir félögin en þar voru greiddar út 300 milljónir 18. maí. Í þeim aðgerðum var notast við upplýsingar sem til voru og því þurftu félögin ekki að sækja sérstaklega um eða skila inn gögnum. Við lögðum áherslu á að þeir peningar færu hratt út í hreyfinguna til að bregðast strax við. Sértæku aðgerðirnar voru kynntar sem aðgerðir til að bæta einstaka tjón og því var nauðsynlegt að kalla eftir viðeigandi gögnum til að geta metið umfangið. Með umsókn þurfti að skila inn meðal annars ársreikningi síðasta árs, fjárhagsáætlun og sérstökum upplýsingum um þá viðburði sem sótt var um. Það var mat vinnuhópsins að fara þessa leið,“ segir Guðrún Inga. Umsóknirnar tæplega hundrað talsins Einnig hefur gætt óánægju með þann tíma sem það hefur tekið að klára sértæku aðgerðirnar en Guðrún Inga segir það eiga sínar skýringar. „Umsóknirnar voru tæplega 100 og fara þurfti ítarlega yfir hverja og eina. Í sumum tilvikum kölluðum við eftir viðbótargögnum og gáfum þá tveggja vikna frest til að verða við því. Sá frestur rann út núna eftir verslunarmannahelgina. Auðvitað væri gott að geta unnið þetta á nokkrum dögum en það þarf líka að vanda til verka.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Handbolti Körfubolti Íþróttir Fimleikar Tengdar fréttir Fjölnir fékk mest: 300 milljónir greiddar út til íþrótta- og ungmennafélaga Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hefur nú greitt til íþrótta- og ungmennafélaga tæplega 300 milljónir króna af 450 milljón króna framlagi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar vegna áhrifa Covid-19. 19. maí 2020 12:11 Segir tap íþróttahreyfingarinnar nema tveimur milljörðum Ætla má að fjárhagslegt tap íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nemi að minnsta kosti tveimur milljörðum króna, segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. 2. maí 2020 14:45 ÍSÍ úthlutar 450 milljónum til íþróttahreyfingarinnar - Brugðist við vegna móta sem falla niður Stjórnvöld hafa falið ÍSÍ að sjá um úthlutun þeirra 450 milljóna króna sem íþróttahreyfingin fær til að mæta áhrifum kórónuveirufaraldursins. Farið verður í bæði almennar og sértækar aðgerðir. 30. apríl 2020 18:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Alls bárust ÍSÍ umsóknir um yfir 700 milljónir króna frá íþróttafélögum og sérsamböndum vegna fjárhagslegs tjóns af völdum kórónuveirufaraldursins í vor. ÍSÍ hefur hins vegar 150 milljónir til að deila út. Mennta- og menningarmálaráðuneyti fól í vor ÍSÍ að greiða út bætur til íþróttastarfs vegna afleiðinga samkomubanns. ÍSÍ skipaði vinnuhóp sem lagði til að það yrði gert með almennum aðgerðum og sértækum. Í almennu aðgerðunum voru 300 milljónir króna greiddar til íþrótta- og ungmennafélaga, án þess að leggja þyrfti fram umsóknir. Þar var byggt á iðkendafjölda 6 til 18 ára, fjölda íþróttagreina hjá félagi og veltu félagsins. Fjölnir fékk til að mynda hæsta styrkinn eða 18,5 milljón. Eftir standa 150 milljónir í sértækar aðgerðir en umsóknarfrestur um hlut í þeirri fjárhæð rann út 19. júní. Ljóst er að hið fjárhagslega högg fyrir íþróttafélög hefur aukist mikið síðan þá. Knd. Víkings hefur misst bæði barnamótin sín í sumar. Tjónið er 20 milljónir nettó. Engir áhorfendur allan ágúst. Ástandið víða er orðið verulega erfitt.— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 12, 2020 Sértæku aðgerðirnar eiga að gagnast íþróttafélögum sem ekki gátu haldið viðburði, mót eða keppnir vegna faraldursins. Ljóst er til að mynda að handbolta- og körfuboltafélög urðu af miklum tekjum eftir að úrslitakeppnir voru slegnar af. Fjárþörf íþróttahreyfingarinnar er mun meiri en 150 milljónir, jafnvel þó að ekki sé horft til fleiri þeirra viðburða sem verið er að fella niður núna eða á síðustu vikum. Starfshópur ÍSÍ, undir forystu Guðrúnar Ingu Sívertsen fyrrverandi varaformanns KSÍ, vonast til að skila af sér tillögum um útdeilingu fjár í sértæku aðgerðunum í næstu viku en það er svo í höndum framkvæmdastjórnar ÍSÍ að taka lokaákvörðun. Hvað hefðu KR og Stjarnan fengið miklar tekjur af miða- og veitingasölu vegna úrslitakeppninnar í körfubolta, ef hún hefði verið leikin?VÍSIR/BÁRA „Umsóknarfrestur rann út 19. júní og er vinnuhópurinn að leggja lokahönd á tillögur sínar að úthlutun. Margt hefur breyst frá því í júní og önnur bylgja faraldursins hefur haft áhrif á allt íþróttastarf í landinu. Þeir viðburðir eru ekki inni á borði hjá okkur í þessari úthlutun. Ég vonast því til að það komi frekara fjármagn til íþróttahreyfingarinnar svo að hægt verði að bregðast við. Þörfin er sannarlega til staðar,“ segir Guðrún Inga við Vísi. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um frekari stuðning ríkisins við íþróttahreyfinguna. Ekki of flókið að sækja um ÍSÍ monní Blaðamaður hefur orðið var við óánægju með það í íþróttahreyfingunni hve flókið hafi verið að sækja um styrk vegna sértækra aðgerða. Skila þurfti inn ýmsum gögnum og áætlunum, og hafa má í huga að sú vinna er í mörgum tilfellum í höndum sjálfboðaliða. „Vinnuhópurinn lagði áherslu á í tillögum sínum að almenna aðgerðin yrði ekki á neinn hátt íþyngjandi fyrir félögin en þar voru greiddar út 300 milljónir 18. maí. Í þeim aðgerðum var notast við upplýsingar sem til voru og því þurftu félögin ekki að sækja sérstaklega um eða skila inn gögnum. Við lögðum áherslu á að þeir peningar færu hratt út í hreyfinguna til að bregðast strax við. Sértæku aðgerðirnar voru kynntar sem aðgerðir til að bæta einstaka tjón og því var nauðsynlegt að kalla eftir viðeigandi gögnum til að geta metið umfangið. Með umsókn þurfti að skila inn meðal annars ársreikningi síðasta árs, fjárhagsáætlun og sérstökum upplýsingum um þá viðburði sem sótt var um. Það var mat vinnuhópsins að fara þessa leið,“ segir Guðrún Inga. Umsóknirnar tæplega hundrað talsins Einnig hefur gætt óánægju með þann tíma sem það hefur tekið að klára sértæku aðgerðirnar en Guðrún Inga segir það eiga sínar skýringar. „Umsóknirnar voru tæplega 100 og fara þurfti ítarlega yfir hverja og eina. Í sumum tilvikum kölluðum við eftir viðbótargögnum og gáfum þá tveggja vikna frest til að verða við því. Sá frestur rann út núna eftir verslunarmannahelgina. Auðvitað væri gott að geta unnið þetta á nokkrum dögum en það þarf líka að vanda til verka.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski boltinn Handbolti Körfubolti Íþróttir Fimleikar Tengdar fréttir Fjölnir fékk mest: 300 milljónir greiddar út til íþrótta- og ungmennafélaga Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hefur nú greitt til íþrótta- og ungmennafélaga tæplega 300 milljónir króna af 450 milljón króna framlagi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar vegna áhrifa Covid-19. 19. maí 2020 12:11 Segir tap íþróttahreyfingarinnar nema tveimur milljörðum Ætla má að fjárhagslegt tap íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nemi að minnsta kosti tveimur milljörðum króna, segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. 2. maí 2020 14:45 ÍSÍ úthlutar 450 milljónum til íþróttahreyfingarinnar - Brugðist við vegna móta sem falla niður Stjórnvöld hafa falið ÍSÍ að sjá um úthlutun þeirra 450 milljóna króna sem íþróttahreyfingin fær til að mæta áhrifum kórónuveirufaraldursins. Farið verður í bæði almennar og sértækar aðgerðir. 30. apríl 2020 18:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Fjölnir fékk mest: 300 milljónir greiddar út til íþrótta- og ungmennafélaga Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands hefur nú greitt til íþrótta- og ungmennafélaga tæplega 300 milljónir króna af 450 milljón króna framlagi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar vegna áhrifa Covid-19. 19. maí 2020 12:11
Segir tap íþróttahreyfingarinnar nema tveimur milljörðum Ætla má að fjárhagslegt tap íþróttahreyfingarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nemi að minnsta kosti tveimur milljörðum króna, segir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ. 2. maí 2020 14:45
ÍSÍ úthlutar 450 milljónum til íþróttahreyfingarinnar - Brugðist við vegna móta sem falla niður Stjórnvöld hafa falið ÍSÍ að sjá um úthlutun þeirra 450 milljóna króna sem íþróttahreyfingin fær til að mæta áhrifum kórónuveirufaraldursins. Farið verður í bæði almennar og sértækar aðgerðir. 30. apríl 2020 18:00
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti