Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorl. - Valur 87-70 | Þórsarar unnu 4. leikhlutann með 23 stigum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. janúar 2020 21:45 Þórsarar fögnuðu sigri í kvöld. vísir/daníel Þór Þ. vann 17 stiga sigur á Val, 87-70, í Domino's deild karla í Þorlákshöfn í kvöld. Þórsarar voru miklu sterkari í 4. leikhluta sem þeir unnu með 23 stigum, 36-13. Til samanburðar skoraði Þór aðeins 13 stig í 3. leikhluta en Valur leiddi að honum loknum, 51-57. Leikur Vals hrundi í 4. leikhluta þar sem það stóð ekki steinn yfir steini hjá liðinu, hvorki í vörn né sókn. Valur byrjaði leikinn betur en í stöðunni 8-11 kom 11-0 kafli hjá Þór. Heimamenn voru sex stigum yfir eftir 1. leikhluta, 21-15. Þór skoraði fyrstu þrjú stig 2. leikhluta og náðu níu stiga forskoti, 24-15. Þá tók Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, leikhlé sem kveikti í hans mönnum, þá sérstaklega Austin Magnus Bracey. Austin skoraði tíu stig í 2. leikhluta og kom Val inn í leikinn. Benedikt Blöndal jafnaði í 37-37 en Marko Bakovic skoraði síðasta stig fyrri hálfleiks af vítalínunni. Valur byrjaði setti niður tvö þriggja stiga skot í upphafi seinni hálfleiks og náði fimm stiga forskoti, 38-43. Valsmenn voru sterkari í 3. leikhluta og náðu mest átta stiga forskoti, 47-55. Þórsarar áttu í vandræðum í sókninni og skoruðu aðeins 13 stig í 3. leikhluta. Á meðan byrjuðu Valsmenn að setja langskotin sín niður sem þeir gerðu ekki í fyrri hálfleik. Valur var sex stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 51-57. Þar hrökk Jerome Frink, sem hafði hægt um sig í fyrstu þremur leikhlutunum, í gang og skoraði grimmt. Aðrir leikmenn Þórs fylgdu fordæmi hans og heimamenn náðu heljartaki á leiknum. Þeir skoruðu eins og þá lysti og nánast öll skot fóru ofan í körfuna. Þórsarar hreinlega keyrðu yfir ráðalausa Valsmenn og unnu á endanum 17 stiga sigur, 87-70.Af hverju vann Þór? Þórsarar sýndu allar sínar bestu hliðar í 4. leikhluta þar sem þeir skoruðu næstum því jafn mörg stig og í öllum fyrri hálfleiknum. Frink gaf tóninn og félagar hans gáfu einnig í. Á meðan voru Valsmenn ótrúlega slakir og gerðu mýgrút mistaka, bæði í vörn og sókn. Þórsarar hittu betur, 48%-41%, og unnu frákastabaráttuna sannfærandi, 43-32.Hverjir stóðu upp úr? Frink var öflugur í 4. leikhluta og endaði með 26 stig. Bakovic var sterkur og skilaði 20 stigum og ellefu fráköstum. Emil Karel Einarsson, Dino Butorac og Sebastian Mignoni léku svo vel í 4. leikhluta. Austin var sjóðheitur í 2. leikhluta og skoraði þá megnið af stigunum sínum.Hvað gekk illa? Allt hjá Val í 4. leikhluta. Það var ótrúlegt að sjá liðið gjörsamlega brotna og það átti engin svör. Ragnar Nathanaelsson náði sér ekki á strik á sínum gamla heimavelli; tók fá fráköst og kláraði færin sín illa. PJ Alawoya átti heldur ekki góðan leik og var í villuvandræðum.Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætir Valur ÍR á Hlíðarenda. Daginn eftir mætir Þór nöfnum sínum frá Akureyri fyrir norðan. Friðrik Ingi: Menn voru óhræddir og létu vaða „Það var mikill kraftur í okkur í 4. leikhluta og við virtumst eiga auka orku. Við vorum búnir að dreifa álaginu og við vorum með ferska fætur,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Þórs Þ., eftir sigurinn á Val. Þórsarar höfðu mikla yfirburði í 4. leikhluta og unnu hann, 36-13. „Vörnin var heilt yfir góð en sóknin leit ekki vel út í 3. leikhluta. Svo varð viðsnúningur og við skerptum á ákveðnum hlutum í einu leikhléi og ég er mjög ánægður með hvernig menn svöruðu fyrir sig. Þetta var góður sigur.“ Sóknarleikur Þórs var misjafn í fyrstu þremur leikhlutunum en í þeim fjórða gekk hann frábærlega. „Ég var mjög ánægður með sóknina og menn voru í betri takti. Við vorum ákveðnari og ekki hikandi eins og vorum í 3. leikhluta,“ sagði Friðrik Ingi. „Fyrri hálfleikurinn var stál í stál. Bæði lið spiluðu fína vörn og voru að þreifa hvort á öðru. En í 4. leikhluta voru menn óhræddir og létu vaða, keyrðu á körfuna og opnuðu fyrir samherjana.“ Ágúst: Óásættanlegt að fá á sig 36 stig í 4. leikhluta Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var ekki upplitsdjarfur eftir tap sinna manna fyrir Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Valsmenn voru sex stigum yfir, 51-57, fyrir 4. leikhluta. Þar hrundi leikur þeirra og Þór vann 4. leikhlutann með 23 stigum, 36-13, og leikinn, 87-70. „Þetta var algjört hrun á síðustu mínútunum. Við spiluðum vel í 3. leikhluta og vorum sex stigum yfir eftir hann. Eftir fimm mínútur í 4. leikhluta voru þeir búnir að jafna. Þeir hittu auðvitað úr stórum skotum og sjálfstraustið jókst. Á meðan tókum við galin skot,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. Hann vildi ekki meina að sínir menn hefðu gefist upp í 4. leikhlutanum. „Þetta var alls ekki uppgjöf. Ég veit ekki hvernig ég á að skýra þetta. Það er eins og þetta hafi verið einbeitingarskortur. Það vantaði aðeins upp á baráttu og leikgleði í 1. leikhluta en við unnum okkur inn í leikinn,“ sagði Ágúst. „Bensínið á tanknum var lítið hjá báðum liðum undir lokin. En liðið sem varð fyrra til að ná áhlaupi var líklegt til að komast í bílstjórasætið. Þeir gerðu það og við tækluðum það mjög illa.“ Valur fékk á sig 36 stig í 4. leikhluta. Ágúst var skiljanlega ekki sáttur með varnarleik Valsmanna síðustu tíu mínútur leiksins. „Það var nánast jafn mikið og þeir skoruðu í fyrri hálfleik og við vorum ekkert sérstaklega sáttir við vörnina í hálfleik. En það er óásættanlegt að fá á sig 36 stig í 4. leikhluta og eitthvað sem við erum mjög ósáttir við,“ sagði Ágúst að endingu. Dominos-deild karla
Þór Þ. vann 17 stiga sigur á Val, 87-70, í Domino's deild karla í Þorlákshöfn í kvöld. Þórsarar voru miklu sterkari í 4. leikhluta sem þeir unnu með 23 stigum, 36-13. Til samanburðar skoraði Þór aðeins 13 stig í 3. leikhluta en Valur leiddi að honum loknum, 51-57. Leikur Vals hrundi í 4. leikhluta þar sem það stóð ekki steinn yfir steini hjá liðinu, hvorki í vörn né sókn. Valur byrjaði leikinn betur en í stöðunni 8-11 kom 11-0 kafli hjá Þór. Heimamenn voru sex stigum yfir eftir 1. leikhluta, 21-15. Þór skoraði fyrstu þrjú stig 2. leikhluta og náðu níu stiga forskoti, 24-15. Þá tók Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, leikhlé sem kveikti í hans mönnum, þá sérstaklega Austin Magnus Bracey. Austin skoraði tíu stig í 2. leikhluta og kom Val inn í leikinn. Benedikt Blöndal jafnaði í 37-37 en Marko Bakovic skoraði síðasta stig fyrri hálfleiks af vítalínunni. Valur byrjaði setti niður tvö þriggja stiga skot í upphafi seinni hálfleiks og náði fimm stiga forskoti, 38-43. Valsmenn voru sterkari í 3. leikhluta og náðu mest átta stiga forskoti, 47-55. Þórsarar áttu í vandræðum í sókninni og skoruðu aðeins 13 stig í 3. leikhluta. Á meðan byrjuðu Valsmenn að setja langskotin sín niður sem þeir gerðu ekki í fyrri hálfleik. Valur var sex stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 51-57. Þar hrökk Jerome Frink, sem hafði hægt um sig í fyrstu þremur leikhlutunum, í gang og skoraði grimmt. Aðrir leikmenn Þórs fylgdu fordæmi hans og heimamenn náðu heljartaki á leiknum. Þeir skoruðu eins og þá lysti og nánast öll skot fóru ofan í körfuna. Þórsarar hreinlega keyrðu yfir ráðalausa Valsmenn og unnu á endanum 17 stiga sigur, 87-70.Af hverju vann Þór? Þórsarar sýndu allar sínar bestu hliðar í 4. leikhluta þar sem þeir skoruðu næstum því jafn mörg stig og í öllum fyrri hálfleiknum. Frink gaf tóninn og félagar hans gáfu einnig í. Á meðan voru Valsmenn ótrúlega slakir og gerðu mýgrút mistaka, bæði í vörn og sókn. Þórsarar hittu betur, 48%-41%, og unnu frákastabaráttuna sannfærandi, 43-32.Hverjir stóðu upp úr? Frink var öflugur í 4. leikhluta og endaði með 26 stig. Bakovic var sterkur og skilaði 20 stigum og ellefu fráköstum. Emil Karel Einarsson, Dino Butorac og Sebastian Mignoni léku svo vel í 4. leikhluta. Austin var sjóðheitur í 2. leikhluta og skoraði þá megnið af stigunum sínum.Hvað gekk illa? Allt hjá Val í 4. leikhluta. Það var ótrúlegt að sjá liðið gjörsamlega brotna og það átti engin svör. Ragnar Nathanaelsson náði sér ekki á strik á sínum gamla heimavelli; tók fá fráköst og kláraði færin sín illa. PJ Alawoya átti heldur ekki góðan leik og var í villuvandræðum.Hvað gerist næst? Næsta fimmtudag mætir Valur ÍR á Hlíðarenda. Daginn eftir mætir Þór nöfnum sínum frá Akureyri fyrir norðan. Friðrik Ingi: Menn voru óhræddir og létu vaða „Það var mikill kraftur í okkur í 4. leikhluta og við virtumst eiga auka orku. Við vorum búnir að dreifa álaginu og við vorum með ferska fætur,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Þórs Þ., eftir sigurinn á Val. Þórsarar höfðu mikla yfirburði í 4. leikhluta og unnu hann, 36-13. „Vörnin var heilt yfir góð en sóknin leit ekki vel út í 3. leikhluta. Svo varð viðsnúningur og við skerptum á ákveðnum hlutum í einu leikhléi og ég er mjög ánægður með hvernig menn svöruðu fyrir sig. Þetta var góður sigur.“ Sóknarleikur Þórs var misjafn í fyrstu þremur leikhlutunum en í þeim fjórða gekk hann frábærlega. „Ég var mjög ánægður með sóknina og menn voru í betri takti. Við vorum ákveðnari og ekki hikandi eins og vorum í 3. leikhluta,“ sagði Friðrik Ingi. „Fyrri hálfleikurinn var stál í stál. Bæði lið spiluðu fína vörn og voru að þreifa hvort á öðru. En í 4. leikhluta voru menn óhræddir og létu vaða, keyrðu á körfuna og opnuðu fyrir samherjana.“ Ágúst: Óásættanlegt að fá á sig 36 stig í 4. leikhluta Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, var ekki upplitsdjarfur eftir tap sinna manna fyrir Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Valsmenn voru sex stigum yfir, 51-57, fyrir 4. leikhluta. Þar hrundi leikur þeirra og Þór vann 4. leikhlutann með 23 stigum, 36-13, og leikinn, 87-70. „Þetta var algjört hrun á síðustu mínútunum. Við spiluðum vel í 3. leikhluta og vorum sex stigum yfir eftir hann. Eftir fimm mínútur í 4. leikhluta voru þeir búnir að jafna. Þeir hittu auðvitað úr stórum skotum og sjálfstraustið jókst. Á meðan tókum við galin skot,“ sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. Hann vildi ekki meina að sínir menn hefðu gefist upp í 4. leikhlutanum. „Þetta var alls ekki uppgjöf. Ég veit ekki hvernig ég á að skýra þetta. Það er eins og þetta hafi verið einbeitingarskortur. Það vantaði aðeins upp á baráttu og leikgleði í 1. leikhluta en við unnum okkur inn í leikinn,“ sagði Ágúst. „Bensínið á tanknum var lítið hjá báðum liðum undir lokin. En liðið sem varð fyrra til að ná áhlaupi var líklegt til að komast í bílstjórasætið. Þeir gerðu það og við tækluðum það mjög illa.“ Valur fékk á sig 36 stig í 4. leikhluta. Ágúst var skiljanlega ekki sáttur með varnarleik Valsmanna síðustu tíu mínútur leiksins. „Það var nánast jafn mikið og þeir skoruðu í fyrri hálfleik og við vorum ekkert sérstaklega sáttir við vörnina í hálfleik. En það er óásættanlegt að fá á sig 36 stig í 4. leikhluta og eitthvað sem við erum mjög ósáttir við,“ sagði Ágúst að endingu.
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn
Ings afgreiddi Tottenham, auðvelt hjá Leicester og flug Pearson með Watford heldur áfram Enski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Íslenski boltinn