Erdogan og Pútín ræða spennu í Miðausturlöndum Íris Andradóttir skrifar 8. janúar 2020 11:15 Vel fór um þá Erdogan og Pútín þegar þeir hittust áður en þeir voru viðstaddir vígsluathöfn fyrir nýjar gasleiðslur. Vísir/EPA Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Istanbúl á hádegi í dag. Fundurinn fer fram í skugga vaxandi spennu í Miðausturlöndum. Talsmaður Erdogan ýjar að því að hann gæti miðlað málum á milli Bandaríkjanna og Írans. Búist er við að forsetarnir tveir munu ræða vaxandi spennu í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, þá sérstaklega um stöðu Írans, Sýrlands og Líbíu. Ríkisstjórn Erdogan hefur hvatt til stillingar í harðnandi deilum Írans og Bandaríkjanna eftir að Bandaríkjaher réði Qasem Soleimani, yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins, af dögum á föstudag. „Tyrkland er eitt af fáum ríkjum og líklega það mikilvægasta sem getur rætt bæði við Bandaríkin og Íran,“ sagði Ibrahim Kalin, talsmaður Erdogan á ríkisstjórnarfundi í gær, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Erdogan og Pútín taka þátt í athöfn til að vígja nýjar gasleiðslur sem eiga að styrkja fjárhagsleg tengsl Tyrklands við Rússland og Evrópu. Tyrkir sendu herlið til Líbíu í byrjun vikunnar til að styðja þjóðstjórnina þar í baráttunni gegn uppreisnarmönnum á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, í kjölfar þess að þeir lögðu undir sig bæinn Sirte. Eftir að Múammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, var steypt af stóli og drepinn í 2011, hefur verið mikill ókyrrð í landinu. Í austurhluta landsins ræður Haftar ríkjum, studdur af Egyptalandi, Sameinuðu arabísku furstudæmunum og Rússlandi en aðrir landshlutar eru undir þjóðstjórn sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Tyrkir styðja. Talið er að Erdogan og Pútín séu tilbúnir að ræða um frið í Líbíu á fundi þeirra í Istanbúl í dag. Bandaríkin Íran Líbía Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fundar með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Istanbúl á hádegi í dag. Fundurinn fer fram í skugga vaxandi spennu í Miðausturlöndum. Talsmaður Erdogan ýjar að því að hann gæti miðlað málum á milli Bandaríkjanna og Írans. Búist er við að forsetarnir tveir munu ræða vaxandi spennu í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, þá sérstaklega um stöðu Írans, Sýrlands og Líbíu. Ríkisstjórn Erdogan hefur hvatt til stillingar í harðnandi deilum Írans og Bandaríkjanna eftir að Bandaríkjaher réði Qasem Soleimani, yfirmann sérsveitar íranska byltingarvarðarins, af dögum á föstudag. „Tyrkland er eitt af fáum ríkjum og líklega það mikilvægasta sem getur rætt bæði við Bandaríkin og Íran,“ sagði Ibrahim Kalin, talsmaður Erdogan á ríkisstjórnarfundi í gær, að sögn Bloomberg-fréttastofunnar. Erdogan og Pútín taka þátt í athöfn til að vígja nýjar gasleiðslur sem eiga að styrkja fjárhagsleg tengsl Tyrklands við Rússland og Evrópu. Tyrkir sendu herlið til Líbíu í byrjun vikunnar til að styðja þjóðstjórnina þar í baráttunni gegn uppreisnarmönnum á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, í kjölfar þess að þeir lögðu undir sig bæinn Sirte. Eftir að Múammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbíu, var steypt af stóli og drepinn í 2011, hefur verið mikill ókyrrð í landinu. Í austurhluta landsins ræður Haftar ríkjum, studdur af Egyptalandi, Sameinuðu arabísku furstudæmunum og Rússlandi en aðrir landshlutar eru undir þjóðstjórn sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna og Tyrkir styðja. Talið er að Erdogan og Pútín séu tilbúnir að ræða um frið í Líbíu á fundi þeirra í Istanbúl í dag.
Bandaríkin Íran Líbía Rússland Tyrkland Tengdar fréttir Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37 Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Tyrkir senda herlið til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. 5. janúar 2020 23:37
Stefnir á að senda sveitir uppreisnarmanna til Líbíu Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, stefnir á að senda sýrlenskar uppreisnarsveitir til Líbíu. Þar er þeim ætlað að aðstoða alþjóðlega viðurkennda starfsstjórn landsins gegn sveitum hershöfðingjans Khalifa Haftar. 27. desember 2019 16:03