Lewandowski talar vel um Klopp: Þjálfari sem þú hleypur í gegnum eld fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. janúar 2020 08:00 Robert Lewandowski og Jürgen Klopp eftir að Liverpool sló Bayern München út úr Meistaradeildinni í fyrra. Getty/Chris Brunskill Robert Lewandowski er einn besti framherji heims en það var hjá Borussia Dortmund og undir stjórn Jürgen Klopp þar sem hann fékk sitt fyrsta tækifæri utan Póllands. Lewandowski talar mjög vel um þýska knattspyrnustjórann en Jürgen Klopp hefur síðan gert Liverpool að Evrópu- og heimsmeisturum og er á góðri leið með að enda 30 ára bið félagsins eftir sigri í ensku deildinni. Jürgen Klopp var knattspyrnustjóri Borussia Dortmund þegar Lewandowski kom til félagsins 22 ára gamall árið 2010. Lewandowski skoraði átta mörk á sínu fyrsta tímabili en flest komu þau eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. Þau hjálpuðu þó Dortmund að vinna þýska titilinn. Liðið vann síðan tvöfalt tímabilið á eftir. „Ég gekk til liðs við Dortmund þegar ég var ungur leikmaður og það var ekki auðvelt í byrjun,“ sagði Robert Lewandowski í viðtali við Prawda Futbolu en það er sagt frá því á heimasíðu þýsku bundesligunnar. Robert Lewandowski says he would run through a fire for Jurgen Klopp pic.twitter.com/2qkWeUcgoJ— ESPN FC (@ESPNFC) January 7, 2020 „Augljóslega var Jürgen ekki faðir minn en að sumu leyti þá tók hann að sér það hlutverk. Hann var einn af aðalmönnunum á bak við þróun mína sem fótboltamanns og hann opnaði dyr heimsfótboltans fyrir mér,“ .Lewandowski „Hann er með mikla persónutöfra og veit hvað þarf til að búa til rétta andrúmsloftið hjá sínu liði. Ofan á allt það kann hann að finna rétta jafnvægið á milli gríns og alvarlega athugasemda. Hann er þjálfari sem þú hleypur í gegnum eld fyrir,“ sagði Robert Lewandowski. Robert Lewandowski skoraði alls 102 mörk og gaf 42 stoðsendingar sem leikmaður Jürgen Klopp en fór seinna til Bayern München og varð meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku bundesligunnar. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Sjá meira
Robert Lewandowski er einn besti framherji heims en það var hjá Borussia Dortmund og undir stjórn Jürgen Klopp þar sem hann fékk sitt fyrsta tækifæri utan Póllands. Lewandowski talar mjög vel um þýska knattspyrnustjórann en Jürgen Klopp hefur síðan gert Liverpool að Evrópu- og heimsmeisturum og er á góðri leið með að enda 30 ára bið félagsins eftir sigri í ensku deildinni. Jürgen Klopp var knattspyrnustjóri Borussia Dortmund þegar Lewandowski kom til félagsins 22 ára gamall árið 2010. Lewandowski skoraði átta mörk á sínu fyrsta tímabili en flest komu þau eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður. Þau hjálpuðu þó Dortmund að vinna þýska titilinn. Liðið vann síðan tvöfalt tímabilið á eftir. „Ég gekk til liðs við Dortmund þegar ég var ungur leikmaður og það var ekki auðvelt í byrjun,“ sagði Robert Lewandowski í viðtali við Prawda Futbolu en það er sagt frá því á heimasíðu þýsku bundesligunnar. Robert Lewandowski says he would run through a fire for Jurgen Klopp pic.twitter.com/2qkWeUcgoJ— ESPN FC (@ESPNFC) January 7, 2020 „Augljóslega var Jürgen ekki faðir minn en að sumu leyti þá tók hann að sér það hlutverk. Hann var einn af aðalmönnunum á bak við þróun mína sem fótboltamanns og hann opnaði dyr heimsfótboltans fyrir mér,“ .Lewandowski „Hann er með mikla persónutöfra og veit hvað þarf til að búa til rétta andrúmsloftið hjá sínu liði. Ofan á allt það kann hann að finna rétta jafnvægið á milli gríns og alvarlega athugasemda. Hann er þjálfari sem þú hleypur í gegnum eld fyrir,“ sagði Robert Lewandowski. Robert Lewandowski skoraði alls 102 mörk og gaf 42 stoðsendingar sem leikmaður Jürgen Klopp en fór seinna til Bayern München og varð meðal annars markahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu þýsku bundesligunnar.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Handbolti Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Fótbolti Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Enski boltinn KA/Þór með fullt hús stiga Handbolti Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Sjá meira