Guðni Axelsson nýr forstöðumaður Jarðhitaskólans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. janúar 2020 15:08 Guðni Axelsson tók við stöðunni 1. janúar síðastliðinn. orkustofnun/vísir/vilhelm Jarðeðlisfræðingurinn Dr. Guðni Axelsson tók um áramótin við starfi forstöðumanns Jarðhitaskólans. Frá þessu er greint á vef Orkustofnunar þar sem fram kemur að skólinn hafi fram á síðasta ár verið tengdur Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU), en sé frá þessu ári tengdur Menningarmálastofnun þeirra (UNESCO). Guðni var ráðinn í október 2019 til að taka við stöðunni 1. janúar 2020, eftir umfjöllun og mat sérstakrar dómnefndar á umsækjendum um stöðuna. Áður hafði Lúðvík S. Georgsson gegnt starfi forstöðumanns frá árinu 2013. Guðni lauk BSc-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1978 og MSc-prófi í jarðeðlisfræði frá Department of Geophysics/School of Oceanography, Oregon State University, Corvallis, Oregon, 1980. Þá lauk hann doktorsprófi (PhD) í jarðeðlisfræði með sérhæfingu í forðafræði jarðhita frá sama skóla 1985, undir leiðsögn Gunnars heitins Böðvarssonar. Frá því hann lauk námi hefur Guðni starfað hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) í Reykjavík og forverum þeirra, Jarðhitadeild og Rannsóknasviði Orkustofnunar, sem sérfræðingur í forðafræði jarðhita og verkefnisstjóri. Árin 2003-2014 var hann deildarstjóri eðlisfræðideildar ÍSOR og frá 2014 sviðsstjóri kennslu og þróunar á ÍSOR. Guðni hefur starfað við forðafræðirannsóknir á Íslandi og víða um heim, með áherslu á líkanreikninga, vinnslueftirlit, stýringu langtímavinnslu, niðurdælingu, sjálfbærni og áreiðanleikakannanir. Hann hefur komið að rannsóknum allra háhitasvæða á Íslandi, sem nú eru nýtt, að rannsóknum langflestra lághitasvæða, sem nýtt eru fyrir hitaveitur á Íslandi, auk þess að vinna við og/eða stýra rannsóknarverkefnum í Kína, Tyrklandi, Kenýa, Austur-Evrópu, Mið-Ameríku og víðar. Hann hefur kennt við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna auk þess að hafa verið gestaprófessor í jarðhitavísindum við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og kennt við Háskólann í Reykjavík. Guðni er kvæntur Svanfríði Franklínsdóttur kennara og bókasafns- og upplýsingafræðingi og eiga þau þrjú börn. Lúðvík S. Georgsson, sem nú lætur af störfum sem forstöðumaður Jarðhitaskólans, lauk námi sem verkfræðingur í eðlisverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi 1975 og hóf störf hjá Orkustofnun sama ár. Lúðvík hefur starfað hjá Jarðhitaskólanum síðan áramótin 1989-1990 fyrst sem aðstoðarforstöðumaður Jarðhitaskólans og síðar sem forstöðumaður Jarðhitaskólans frá árinu 2013. Lúðvík hefur tekið þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu starfi skólans og átt þátt í uppbyggingu á starfsemi hans á umliðnum árum og er honum þakkað farsælt starf sem eflt hefur skólann umtalsvert. Frá árinu 1979, þegar Jarðhitaskólinn var settur á laggirnar, fyrstur skólanna fjögurra sem starfað hafa undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, hafa 718 sérfræðingar frá 63 þróunarríkjum útskrifast frá skólanum og á annað þúsund sótt námskeið á vegum hans í nokkrum samstarfsríkjum. Framlag Íslands gegnum starfsemi Jarðhitaskólans hefur haft umtalsverð áhrif á uppbyggingu endurnýjanlegrar orkunýtingar í fjölda þróunarlanda, jafnt til raforkuframleiðslu sem til hitunar húsa með jarðvarma. Skóla - og menntamál Vistaskipti Þróunarsamvinna Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Jarðeðlisfræðingurinn Dr. Guðni Axelsson tók um áramótin við starfi forstöðumanns Jarðhitaskólans. Frá þessu er greint á vef Orkustofnunar þar sem fram kemur að skólinn hafi fram á síðasta ár verið tengdur Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU), en sé frá þessu ári tengdur Menningarmálastofnun þeirra (UNESCO). Guðni var ráðinn í október 2019 til að taka við stöðunni 1. janúar 2020, eftir umfjöllun og mat sérstakrar dómnefndar á umsækjendum um stöðuna. Áður hafði Lúðvík S. Georgsson gegnt starfi forstöðumanns frá árinu 2013. Guðni lauk BSc-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Íslands 1978 og MSc-prófi í jarðeðlisfræði frá Department of Geophysics/School of Oceanography, Oregon State University, Corvallis, Oregon, 1980. Þá lauk hann doktorsprófi (PhD) í jarðeðlisfræði með sérhæfingu í forðafræði jarðhita frá sama skóla 1985, undir leiðsögn Gunnars heitins Böðvarssonar. Frá því hann lauk námi hefur Guðni starfað hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR) í Reykjavík og forverum þeirra, Jarðhitadeild og Rannsóknasviði Orkustofnunar, sem sérfræðingur í forðafræði jarðhita og verkefnisstjóri. Árin 2003-2014 var hann deildarstjóri eðlisfræðideildar ÍSOR og frá 2014 sviðsstjóri kennslu og þróunar á ÍSOR. Guðni hefur starfað við forðafræðirannsóknir á Íslandi og víða um heim, með áherslu á líkanreikninga, vinnslueftirlit, stýringu langtímavinnslu, niðurdælingu, sjálfbærni og áreiðanleikakannanir. Hann hefur komið að rannsóknum allra háhitasvæða á Íslandi, sem nú eru nýtt, að rannsóknum langflestra lághitasvæða, sem nýtt eru fyrir hitaveitur á Íslandi, auk þess að vinna við og/eða stýra rannsóknarverkefnum í Kína, Tyrklandi, Kenýa, Austur-Evrópu, Mið-Ameríku og víðar. Hann hefur kennt við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna auk þess að hafa verið gestaprófessor í jarðhitavísindum við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands og kennt við Háskólann í Reykjavík. Guðni er kvæntur Svanfríði Franklínsdóttur kennara og bókasafns- og upplýsingafræðingi og eiga þau þrjú börn. Lúðvík S. Georgsson, sem nú lætur af störfum sem forstöðumaður Jarðhitaskólans, lauk námi sem verkfræðingur í eðlisverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi 1975 og hóf störf hjá Orkustofnun sama ár. Lúðvík hefur starfað hjá Jarðhitaskólanum síðan áramótin 1989-1990 fyrst sem aðstoðarforstöðumaður Jarðhitaskólans og síðar sem forstöðumaður Jarðhitaskólans frá árinu 2013. Lúðvík hefur tekið þátt í fjölbreyttu alþjóðlegu starfi skólans og átt þátt í uppbyggingu á starfsemi hans á umliðnum árum og er honum þakkað farsælt starf sem eflt hefur skólann umtalsvert. Frá árinu 1979, þegar Jarðhitaskólinn var settur á laggirnar, fyrstur skólanna fjögurra sem starfað hafa undir merkjum Háskóla Sameinuðu þjóðanna, hafa 718 sérfræðingar frá 63 þróunarríkjum útskrifast frá skólanum og á annað þúsund sótt námskeið á vegum hans í nokkrum samstarfsríkjum. Framlag Íslands gegnum starfsemi Jarðhitaskólans hefur haft umtalsverð áhrif á uppbyggingu endurnýjanlegrar orkunýtingar í fjölda þróunarlanda, jafnt til raforkuframleiðslu sem til hitunar húsa með jarðvarma.
Skóla - og menntamál Vistaskipti Þróunarsamvinna Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira