Ananasmálið tröllríður Seltjarnarnesi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2020 12:45 Auður Jónsdóttir, rithöfundur, setti fram heldur betur áhugavert tíst fyrir nokkrum dögum þar sem hún segir að ef maður setur ananas í körfuna á ákveðnum tíma í Hagkaupum á Eiðistorgi sé maður að gefa merki um að maður sé til í makaskipti. Auður hafði varann á og vísaði í orð ónefndrar vinkonu sinnar. Tístið vakti gríðarlega athygli og fjallaði mbl.is meðal annars um málið. Í kjölfarið birti Hagkaup athyglisverða færslu á Facebook þar sem auglýst var að ferskur ananas hafi verið að lenda í verslunum þeirra. Gísli Örn Garðarsson, leikari, birti síðan í gær mynd á Facebook þar sem hann segist hafa fundið ananas en týnt eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur. Auður Jónsdóttir deilir frétt um málið á Facebook-síðu sinni og þar hefur skapast töluverð umræða meðal Seltirninga. Þar segir hún: „Ja, hérna, spurning hvort ég hætti mér út á Seltjarnarnes á næstunni.“ Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi skilur ekkert í málinu. „Hvernig hefur mér tekist að búa á Nesinu í 16 ár án þess að vita þetta?,“ skrifar Karl við færslu Auðar og fleiri fylgja á eftir. Listahjónin Reynir Lyngdal og Elma Lísa Gunnarsdóttir eru ekki alveg sammála þegar kemur að stóra ananasmálinu og segir Elma á léttu nótunum: „Út af hverju heldur þú að við fluttum á Nesið?“ Reynir segist ekki einu sinni fíla ananas en hann leikstýrði Áramótaskaupinu og Elma Lísa kom þar við sögu sem leikkona. Fjölmiðlakonan Sigríður Pétursdóttir segir: „Eins gott að mér finnst ananas vondur.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fyrrverandi þingkona segist núna skilja hvers vegna Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, talaði svona gegn ananas á sínum tíma en hann bjó á Seltjarnarnesinu áður en hann flutti á Bessastaði. Píratinn Sara Óskarsson er sár: „Bjó á nesinu í 10 ár. Aldrei boðið! Ekki eitt skipti. Hurtful..“ Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason slær á létta strengi: „Ég hef lengi þóst vera fyndinn þegar ég spyr fólk hvort það sé úr Graðabænum - hvað er hægt að kalla Seltjarnarnes?“ Þá mætir Sara aftur á svæðið og svarar Agli: „AnaNes“ Greinilegt er að mikil umræða hefur skapast um stóra ananasmálið á Seltjarnarnesinu. Grín og gaman Seltjarnarnes Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Auður Jónsdóttir, rithöfundur, setti fram heldur betur áhugavert tíst fyrir nokkrum dögum þar sem hún segir að ef maður setur ananas í körfuna á ákveðnum tíma í Hagkaupum á Eiðistorgi sé maður að gefa merki um að maður sé til í makaskipti. Auður hafði varann á og vísaði í orð ónefndrar vinkonu sinnar. Tístið vakti gríðarlega athygli og fjallaði mbl.is meðal annars um málið. Í kjölfarið birti Hagkaup athyglisverða færslu á Facebook þar sem auglýst var að ferskur ananas hafi verið að lenda í verslunum þeirra. Gísli Örn Garðarsson, leikari, birti síðan í gær mynd á Facebook þar sem hann segist hafa fundið ananas en týnt eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur. Auður Jónsdóttir deilir frétt um málið á Facebook-síðu sinni og þar hefur skapast töluverð umræða meðal Seltirninga. Þar segir hún: „Ja, hérna, spurning hvort ég hætti mér út á Seltjarnarnes á næstunni.“ Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi skilur ekkert í málinu. „Hvernig hefur mér tekist að búa á Nesinu í 16 ár án þess að vita þetta?,“ skrifar Karl við færslu Auðar og fleiri fylgja á eftir. Listahjónin Reynir Lyngdal og Elma Lísa Gunnarsdóttir eru ekki alveg sammála þegar kemur að stóra ananasmálinu og segir Elma á léttu nótunum: „Út af hverju heldur þú að við fluttum á Nesið?“ Reynir segist ekki einu sinni fíla ananas en hann leikstýrði Áramótaskaupinu og Elma Lísa kom þar við sögu sem leikkona. Fjölmiðlakonan Sigríður Pétursdóttir segir: „Eins gott að mér finnst ananas vondur.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fyrrverandi þingkona segist núna skilja hvers vegna Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, talaði svona gegn ananas á sínum tíma en hann bjó á Seltjarnarnesinu áður en hann flutti á Bessastaði. Píratinn Sara Óskarsson er sár: „Bjó á nesinu í 10 ár. Aldrei boðið! Ekki eitt skipti. Hurtful..“ Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason slær á létta strengi: „Ég hef lengi þóst vera fyndinn þegar ég spyr fólk hvort það sé úr Graðabænum - hvað er hægt að kalla Seltjarnarnes?“ Þá mætir Sara aftur á svæðið og svarar Agli: „AnaNes“ Greinilegt er að mikil umræða hefur skapast um stóra ananasmálið á Seltjarnarnesinu.
Grín og gaman Seltjarnarnes Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira