Dregið var í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar í dag en nokkrir áhugaverðir leikir verða í 32-liða úrslitunum.
Flest stórliðin voru nokkuð heppinn með drætti. Vinni Man. United endurtekinn leik gegn Wolves þá mæta þeir annað hvort Watford eða Tranmere.
Ríkjandi meistarar í Manchester City fá Fulham í heimsókn og Liverpool heimsækir annað hvort Bristol eða Shrewsbury.
Chelsea heimsækir Hull og hafi Arsenal betur gegn Leeds í kvöld mun liðið mæta Bournemouth.
#EmiratesFACup fourth round draw:
— The Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 6, 2020
Join @SpencerOwen, @julesbreach, @MicahRichards and @Chris_Stark for reaction: https://t.co/MRr8LO22UW
Alla leikina í 32-liða úrslitunum má sjá hér að neðan en leikirnir fara fram frá 24. til 27. janúar.
Leikirnir í 32-liða úrslitunum:
Watford/Tranmere - Wolves/Man Utd
Hull - Chelsea
Southampton - Middlesbrough/Tottenham
QPR - Sheffield Wednesday
Bournemouth - Arsenal/Leeds
Northampton - Derby County
Brentford - Leicester
Millwall - Sheffield United
Reading/Blackpool - Cardiff/Carlisle
West Ham - West Brom
Burnley - Norwich
Bristol Rovers/Coventry - Birmingham
Man City - Fulham
Rochdale/Newcastle - Oxford Utd
Portsmouth - Barnsley
Bristol City/Shrewsbury - Liverpool