Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. janúar 2020 18:30 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þótti hæfust til þess að gegna starfi þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum að mati Kærunefndar jafnréttismála. Vísir/Vilhelm Ríkið hefur komist að samkomulagi um tuttugu milljóna króna bótagreiðslu til Ólínu Þorvarðardóttur sem metin var hæfust af kærunefnd jafnréttismála í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en var ekki ráðin. Þingvallanefnd auglýsti starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum laust til umsóknar haustið 2018. Af tuttugu umsækjendum þóttu tveir þeirra hæfastir til þess að gegna stöðunni. Annars vegar Einar Á. E. Sæmundsen sem ráðinn var þjóðgarðsvörður og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Ósætti varð innan Þingvallanefndar með skipan Einars í stöðuna á sínum tíma og sagði Oddný G. Harðardóttir, sig úr nefndinni vegna málsins.Niðurstöðuna kærði Ólína til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu í fyrra vor, að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Einar fram yfir hana í stöðuna. Fyrir jól náði svo ríkislögmaður og Ólína sáttum um bótagreiðslu vegna málsins. „Þar með legg ég það aftur fyrir mig og lít svo á að ég sé bundin samkomulaginu að það hafi náðst sátt í málinu,“ segir Ólína. Formaður Þingvallanefndar ætlar ekki að tjá sig um málið fyrr en eftir fund nefndarinnar 22. janúar næstkomandi.Vísir/Vilhelm Hefði verið dýrara fyrir ríkið að fara fyrir dómstóla Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefði það getað orðið ríkinu dýrara hefði málið farið fyrir dómstóla en umsæmdar bætur eru með þeim hæstu í sambærilegu máli. „Þannig að ég sætti mig við þessa niðurstöðu en ég lít nú engu að síður þannig á að þeir sem tóku þessa ákvörðun hafa í rauninni ekki sætt neinni ábyrgð fyrir hana, heldur eru það íslenskir skattgreiðendur sem standa straum af þessum tuttugu milljónum sem að urðu niðurstaðan en ekki Þingvallanefnd,“ segir Ólína. Tuttugu milljóna króna bótagreiðslan nemur fullum átján mánaða launum Þjóðgarðsvarðar með fríðindum. Að frádregnum sköttum nemur upphæðin þrettán til fjórtán milljónum. Bótagreiðslan kemur beint úr ríkissjóði en ekki frá Þingvallanefnd.Vísir/Vilhelm Bótagreiðslan kemur ekki við fjárframlag ríkisins til Þingvallanefndar Upphæðin mun ekki verða tekin af fjárframlagi ríkisins til Þingvallanefndar, heldur er greidd úr ríkissjóði. Fréttastofa náði tali af Ara Trausta Guðmundssyni, formanni Þingvallanefndar í dag sem kvaðst ekki ætla tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi nefndarinnar 22. janúar næstkomandi. Ólína telur að formaður nefndarinnar eigi að sæta ábyrgð. „Mér fyndist það nú eðlilegt já að kjörinn fulltrúi, sem að er formaður í nefnd sem brýtur á einstaklingi með þessum hætti, eigi að sæta ábyrgð en þetta er auðvitað veruleiki pólitíkurinnar og það er svo sem ekkert sjálfgefið að hann þurfi að gera það. Það er ekki víst að ríkisstjórnin vilji hreyfa við þessum formanni sínum í Þingvallanefnd,“ segir Ólína. Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 11. apríl 2019 20:45 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Sjá meira
Ríkið hefur komist að samkomulagi um tuttugu milljóna króna bótagreiðslu til Ólínu Þorvarðardóttur sem metin var hæfust af kærunefnd jafnréttismála í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum en var ekki ráðin. Þingvallanefnd auglýsti starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum laust til umsóknar haustið 2018. Af tuttugu umsækjendum þóttu tveir þeirra hæfastir til þess að gegna stöðunni. Annars vegar Einar Á. E. Sæmundsen sem ráðinn var þjóðgarðsvörður og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Ósætti varð innan Þingvallanefndar með skipan Einars í stöðuna á sínum tíma og sagði Oddný G. Harðardóttir, sig úr nefndinni vegna málsins.Niðurstöðuna kærði Ólína til kærunefndar jafnréttismála sem komst að þeirri niðurstöðu í fyrra vor, að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Einar fram yfir hana í stöðuna. Fyrir jól náði svo ríkislögmaður og Ólína sáttum um bótagreiðslu vegna málsins. „Þar með legg ég það aftur fyrir mig og lít svo á að ég sé bundin samkomulaginu að það hafi náðst sátt í málinu,“ segir Ólína. Formaður Þingvallanefndar ætlar ekki að tjá sig um málið fyrr en eftir fund nefndarinnar 22. janúar næstkomandi.Vísir/Vilhelm Hefði verið dýrara fyrir ríkið að fara fyrir dómstóla Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefði það getað orðið ríkinu dýrara hefði málið farið fyrir dómstóla en umsæmdar bætur eru með þeim hæstu í sambærilegu máli. „Þannig að ég sætti mig við þessa niðurstöðu en ég lít nú engu að síður þannig á að þeir sem tóku þessa ákvörðun hafa í rauninni ekki sætt neinni ábyrgð fyrir hana, heldur eru það íslenskir skattgreiðendur sem standa straum af þessum tuttugu milljónum sem að urðu niðurstaðan en ekki Þingvallanefnd,“ segir Ólína. Tuttugu milljóna króna bótagreiðslan nemur fullum átján mánaða launum Þjóðgarðsvarðar með fríðindum. Að frádregnum sköttum nemur upphæðin þrettán til fjórtán milljónum. Bótagreiðslan kemur beint úr ríkissjóði en ekki frá Þingvallanefnd.Vísir/Vilhelm Bótagreiðslan kemur ekki við fjárframlag ríkisins til Þingvallanefndar Upphæðin mun ekki verða tekin af fjárframlagi ríkisins til Þingvallanefndar, heldur er greidd úr ríkissjóði. Fréttastofa náði tali af Ara Trausta Guðmundssyni, formanni Þingvallanefndar í dag sem kvaðst ekki ætla tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi nefndarinnar 22. janúar næstkomandi. Ólína telur að formaður nefndarinnar eigi að sæta ábyrgð. „Mér fyndist það nú eðlilegt já að kjörinn fulltrúi, sem að er formaður í nefnd sem brýtur á einstaklingi með þessum hætti, eigi að sæta ábyrgð en þetta er auðvitað veruleiki pólitíkurinnar og það er svo sem ekkert sjálfgefið að hann þurfi að gera það. Það er ekki víst að ríkisstjórnin vilji hreyfa við þessum formanni sínum í Þingvallanefnd,“ segir Ólína.
Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 11. apríl 2019 20:45 Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Sjá meira
Ólína bíður viðbragða Þingvallanefndar við broti gegn henni Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir bíður viðbragða þingvallanefndar eftir að úrskurðarnefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að nefndin hefði brotið á henni jafnréttislög við ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. 11. apríl 2019 20:45
Úrskurður kærunefndar jafnréttismála Þingvallanefnd í óhag Úrskurður barst í dag frá kærunefnd jafnréttismála um ráðningu Þingvallanefndar í stöðu þjóðgarðsvarðar. 9. apríl 2019 23:01