Nokkrir enskir miðlar greina frá því í morgun að Manchester United sé að undirbúa tilboð í James Maddison, leikmann Leicester.
Maddison hefur verið frábær í liði Leicester á leiktíðinni en þessi 23 ára gamli miðjumaður hefur skorað sex mörk og lagt upp þrjú í liði Leicester á leiktíðinni.
Liðið er í 2. sæti deildarinnar og nú vill Ole Gunnar Solskjær fá Englendinginn til liðs við sig.
EXCLUSIVE: Man Utd to offer Jesse Lingard plus £45million to complete James Maddison transfer | @sbates_peoplehttps://t.co/fjZOmYUq6Lpic.twitter.com/vUzhrQr7Ar
— Mirror Football (@MirrorFootball) January 4, 2020
Talið er að United sé tilbúið að borga 45 milljónir punda fyrir Maddison og láta Jesse Lingard fara til Leicester en Lingard náði sér engan veginn á strik á síðasta ári.
Hann skoraði ekki mark né lagði upp í enska boltanum á árinu 2019 og nú vilja United menn losa sig við þennan uppalda leikmann.