Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, útilokar ekki að félagið muni selja stjörnuframherja sinn, Raul Jimenez en búið er að opna fyrir félagaskipti á Englandi.
Jimenez hefur verið orðaður við Man Utd undanfarnar vikur og Santo var spurður hvort einhverjar viðræður hafi átt sér stað, í kjölfar leiks Wolves og Man Utd í enska bikarnum í gær.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri þessa orðróma,“ sagði Santo.
„Ole minntist ekki á þetta. Félagaskiptaglugginn er opinn og þegar hann er opinn getur allt gerst. Við erum ánægðir að hafa Raul (Jimenez),“ sagði Santo.
Útilokar ekki að Jimenez fari í janúar
