Einkenni kulnunar meðal hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra algengari en áður Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. janúar 2020 13:30 Jana Katrín Knútsdóttir hjúkrunar- og viðskiptafræðingur telur að það þurfi að gera breytingar á Landspítalanum til að gera hann að eftirsóknaverðum vinnustað. Vísir/Vilhelm Fimmtungur hjúkrunarfræðinga upplifir alvarleg einkenni kulnunar á Landspítalanum samkvæmt nýbirtri rannsókn sem fór fram í lok árs 2015. Fram kemur að mönnun er ábótavant og þá ætluðu tvöfalt fleiri en í fyrri rannsóknum að hætta í núverandi starfi á næstu 12 mánuðum . Rannsakandi telur að ástandið hafi síst batnað síðan þá. Í rannsókn sem gerð var meðal allra starfandi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum í nóvember 2015 komu fram sláandi niðurstöður um kulnun í starfi. Jana Katrín Knútsdóttir hjúkrunar- og viðskiptafræðingur gerði rannsóknina sem meistaraprófsritgerð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Helstu niðurstöður eru þær að einkenni kulnunar eru mun alvarlegri og algengari í dag en þau voru áður. Nú er staðan sú að einn fimmti er með alvarleg einkenni kulnunar á Landspítalanum, í fyrri rannsókn sem gerð var 2002 voru það innan við 6%“ segir Jana. Þá voru mun fleiri að hugsa um að skipta um starfsvettvang að sögn Jönu. „Það voru ríflega 17% sem hugsuðu sér að hætta störfum á Landspítalanum á næstu sex til tólf mánuðum,“ segir Jana. Rannsóknin beindist að áhrifaþáttum í starfsumhverfinu þannig voru vinnuaðstæður kannaðar sem áhrifavaldur á kulnun. „Niðurstöðurnar eru þær nákvæmlega sömu og í fyrri rannsóknum og við erum í raun að staðfesta 40 ára gamlar rannsóknir. Það að starfsumhverfi, samskipti við stjórnendur,, mönnunin og að þú hafir stjórn yfir þínum störfum sem hafa mest áhrif á kulnun. Hún segir að sífellt fleiri hverfi frá hjúkrunarstörfum vegna álags. „Það þarf að gera einhverjar breytingar til að gera Landspítalann að eftirsóknaverðum vinnustað,“ segir Jana. Jana telur að ástandið á Landspítalanum hafi síst batnað frá því hún gerði sína rannsókn í lok árs 2015. „Við erum að bera þessa rannsókn við aðra sem var gerð árið 2002 og ástandið hefur orðið alvarlega síðan þá og hefur síst batnað síðustu ár,“ segir hún að lokum. Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Fimmtungur hjúkrunarfræðinga upplifir alvarleg einkenni kulnunar á Landspítalanum samkvæmt nýbirtri rannsókn sem fór fram í lok árs 2015. Fram kemur að mönnun er ábótavant og þá ætluðu tvöfalt fleiri en í fyrri rannsóknum að hætta í núverandi starfi á næstu 12 mánuðum . Rannsakandi telur að ástandið hafi síst batnað síðan þá. Í rannsókn sem gerð var meðal allra starfandi hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra á Landspítalanum í nóvember 2015 komu fram sláandi niðurstöður um kulnun í starfi. Jana Katrín Knútsdóttir hjúkrunar- og viðskiptafræðingur gerði rannsóknina sem meistaraprófsritgerð við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. „Helstu niðurstöður eru þær að einkenni kulnunar eru mun alvarlegri og algengari í dag en þau voru áður. Nú er staðan sú að einn fimmti er með alvarleg einkenni kulnunar á Landspítalanum, í fyrri rannsókn sem gerð var 2002 voru það innan við 6%“ segir Jana. Þá voru mun fleiri að hugsa um að skipta um starfsvettvang að sögn Jönu. „Það voru ríflega 17% sem hugsuðu sér að hætta störfum á Landspítalanum á næstu sex til tólf mánuðum,“ segir Jana. Rannsóknin beindist að áhrifaþáttum í starfsumhverfinu þannig voru vinnuaðstæður kannaðar sem áhrifavaldur á kulnun. „Niðurstöðurnar eru þær nákvæmlega sömu og í fyrri rannsóknum og við erum í raun að staðfesta 40 ára gamlar rannsóknir. Það að starfsumhverfi, samskipti við stjórnendur,, mönnunin og að þú hafir stjórn yfir þínum störfum sem hafa mest áhrif á kulnun. Hún segir að sífellt fleiri hverfi frá hjúkrunarstörfum vegna álags. „Það þarf að gera einhverjar breytingar til að gera Landspítalann að eftirsóknaverðum vinnustað,“ segir Jana. Jana telur að ástandið á Landspítalanum hafi síst batnað frá því hún gerði sína rannsókn í lok árs 2015. „Við erum að bera þessa rannsókn við aðra sem var gerð árið 2002 og ástandið hefur orðið alvarlega síðan þá og hefur síst batnað síðustu ár,“ segir hún að lokum.
Heilbrigðismál Landspítalinn Vinnumarkaður Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira