Bræður og eldri borgari svara fyrir umfangsmikil skattsvik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2020 10:20 Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Vísir/Hanna Þrír bræður á sextugsaldri búsettir í Reykjavík og karlmaður á áttræðisaldri á Ísafirði eiga að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í næstu viku til að svara fyrir ákæru um meiriháttar skattsvik í sex fyrirtækjum. Um er að ræða brot á bókhaldslögum með því að hafa rangfært bókhald um árabil sem gaf ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna fyrirtækja þeirra yfir nokkurra ára tímabil. Brotin ná aftur til ársins 2009 en stærstur hluti þeirra átti sér stað frá 2010-2014 samkvæmt því sem kemur fram í ákærunni. Ákæra héraðssaksóknara er upp á nítján blaðsíður og ákæruliðirnir fjölmargir. Misjafnt er hvort mennirnir eru ákærðir saman fyrir brot eða hver fyrir sig. Allir eru sömuleiðis ákærðir fyrir peningaþvætti. Bræðurnir komust undan því að greiða á annað hundrað milljónir króna samanlagt í skatt. Fram kemur í ákærunni að á Þorláksmessu árið 2015 hafi samanlagt tæplega 220 milljónir króna á reikningum nokkurra einkahlutafélaga í eigu bræðranna verið frystar Þess er krafist að fjármunirnir verði gerðir upptækir. Má reikna með að verði mennirnir fundnir sekir þurfi þeir hver fyrir sig að greiða þrefalda þá upphæð sem þeir greiddu ekki í skatt. Dómsmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Þrír bræður á sextugsaldri búsettir í Reykjavík og karlmaður á áttræðisaldri á Ísafirði eiga að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í næstu viku til að svara fyrir ákæru um meiriháttar skattsvik í sex fyrirtækjum. Um er að ræða brot á bókhaldslögum með því að hafa rangfært bókhald um árabil sem gaf ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna fyrirtækja þeirra yfir nokkurra ára tímabil. Brotin ná aftur til ársins 2009 en stærstur hluti þeirra átti sér stað frá 2010-2014 samkvæmt því sem kemur fram í ákærunni. Ákæra héraðssaksóknara er upp á nítján blaðsíður og ákæruliðirnir fjölmargir. Misjafnt er hvort mennirnir eru ákærðir saman fyrir brot eða hver fyrir sig. Allir eru sömuleiðis ákærðir fyrir peningaþvætti. Bræðurnir komust undan því að greiða á annað hundrað milljónir króna samanlagt í skatt. Fram kemur í ákærunni að á Þorláksmessu árið 2015 hafi samanlagt tæplega 220 milljónir króna á reikningum nokkurra einkahlutafélaga í eigu bræðranna verið frystar Þess er krafist að fjármunirnir verði gerðir upptækir. Má reikna með að verði mennirnir fundnir sekir þurfi þeir hver fyrir sig að greiða þrefalda þá upphæð sem þeir greiddu ekki í skatt.
Dómsmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira