Myndband af íslenskum lunda að klóra sér með priki vekur heimsathygli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2020 07:00 Hér má sjá lundann og prikið góða. Myndband sem vísindamenn náðu af íslenskum lunda að klóra sér með priki í Grímsey á síðasta ári hefur vakið heimsathygli eftir að vísindagrein um notkun lunda á tólum var birt 30. desember síðastliðinn. Atferli lundans þykir benda til þess að sjófuglar noti tól. Þegar þetta er skrifað hafa 55 fjölmiðlar um allan heim, þar á meðal Washington Post, CNN og Daily Mail fjallað um vísindagreinina, eða kannski aðallega um myndbandið af klóri lundans, sem sjá má hér að neðan. „Lundinn er vinsæll og svo þegar hann fer farinn að greiða sér líka þá slær það í gegn,“ segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hlæjandi í samtali við Vísi, en hann er einn af höfundum vísindagreinarinnar. Greinin ber nafnið „Evidence of tool use in a seabird“ eða Vísbendingar um tólanotkun sjófugls sem birtist í hinu virta vísindatímariti Proceedings of the National Academy of Sciences. Aðrir höfundar eru Annette L. Fayet og og Dora Biro en Fayet hafði fyrir fimm árum tekið eftir því að lundi sem hún rannsakaði á Skomer-eyju við Wales notaði prik til þess að klóra sér á bakinu. Í frétt Washington Post kemur fram að hún hafi skrifað þetta atferli hjá sér en ekki hugsað meira um það fyrr en á síðasta ári þegar hún og Erpur voru við störf að rannsaka lunda hér á landi. Á myndbandinu, sem tekið var upp af sjálfvirkri myndavél í júlí á síðasta ári í Grímsey, má sjá lundann taka upp prik og klóra sér á bringunni. Segir Erpur að þekkt sé að fuglar noti ýmis tól til þess að auðvelda sér lífið, en þessi hegðun hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem er merkilegt við þetta er að þetta er í fyrsta skipti sem einhver sjófugl sést gera þetta. Það er reyndar mjög blandaður hópur sem kemur úr ýmsum áttum, tegundafræðilega séð,“ segir Erpur. Notkun tóla afar sjaldgæf á meðal dýra Bætir hann við að erfitt sé að átta sig á hvaða tilgangi þessi tiltekna hegðun lundans hafi þjónað, því að þeir nái að klóra sér með gogginum á bringunni. Engu að síður er tólanotkun afar sjaldgæf á meðal dýra að því er fram kemur í frétt Washington Post. „Þetta opnar líka í leiðinni möguleika á að það séu miklu fleiri tegundir sem geri þetta, noti einhver apparöt eða drasl, kannski aðallega til fæðuöflunar. Það er svona kannski það sem vekur athygli við þetta,“ segir Erpur. Heyra má á Erpi að hann sé nokkuð hissa á því hversu margir fjölmiðlar hafi fjallað um rannsóknina en hann telur vinsældir lundans útskýra það hversu margir hafi sýnt rannsókninni áhuga. „Þetta fær byr undir báða vængi út af tegundinni.“Lesa mávísindagreinina umræddu hér oghér má lesa umfjöllun Washington Post. Dýr Grímsey Vísindi Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. 24. september 2019 06:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Myndband sem vísindamenn náðu af íslenskum lunda að klóra sér með priki í Grímsey á síðasta ári hefur vakið heimsathygli eftir að vísindagrein um notkun lunda á tólum var birt 30. desember síðastliðinn. Atferli lundans þykir benda til þess að sjófuglar noti tól. Þegar þetta er skrifað hafa 55 fjölmiðlar um allan heim, þar á meðal Washington Post, CNN og Daily Mail fjallað um vísindagreinina, eða kannski aðallega um myndbandið af klóri lundans, sem sjá má hér að neðan. „Lundinn er vinsæll og svo þegar hann fer farinn að greiða sér líka þá slær það í gegn,“ segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, hlæjandi í samtali við Vísi, en hann er einn af höfundum vísindagreinarinnar. Greinin ber nafnið „Evidence of tool use in a seabird“ eða Vísbendingar um tólanotkun sjófugls sem birtist í hinu virta vísindatímariti Proceedings of the National Academy of Sciences. Aðrir höfundar eru Annette L. Fayet og og Dora Biro en Fayet hafði fyrir fimm árum tekið eftir því að lundi sem hún rannsakaði á Skomer-eyju við Wales notaði prik til þess að klóra sér á bakinu. Í frétt Washington Post kemur fram að hún hafi skrifað þetta atferli hjá sér en ekki hugsað meira um það fyrr en á síðasta ári þegar hún og Erpur voru við störf að rannsaka lunda hér á landi. Á myndbandinu, sem tekið var upp af sjálfvirkri myndavél í júlí á síðasta ári í Grímsey, má sjá lundann taka upp prik og klóra sér á bringunni. Segir Erpur að þekkt sé að fuglar noti ýmis tól til þess að auðvelda sér lífið, en þessi hegðun hefur aldrei sést áður hjá sjófuglum. „Það sem er merkilegt við þetta er að þetta er í fyrsta skipti sem einhver sjófugl sést gera þetta. Það er reyndar mjög blandaður hópur sem kemur úr ýmsum áttum, tegundafræðilega séð,“ segir Erpur. Notkun tóla afar sjaldgæf á meðal dýra Bætir hann við að erfitt sé að átta sig á hvaða tilgangi þessi tiltekna hegðun lundans hafi þjónað, því að þeir nái að klóra sér með gogginum á bringunni. Engu að síður er tólanotkun afar sjaldgæf á meðal dýra að því er fram kemur í frétt Washington Post. „Þetta opnar líka í leiðinni möguleika á að það séu miklu fleiri tegundir sem geri þetta, noti einhver apparöt eða drasl, kannski aðallega til fæðuöflunar. Það er svona kannski það sem vekur athygli við þetta,“ segir Erpur. Heyra má á Erpi að hann sé nokkuð hissa á því hversu margir fjölmiðlar hafi fjallað um rannsóknina en hann telur vinsældir lundans útskýra það hversu margir hafi sýnt rannsókninni áhuga. „Þetta fær byr undir báða vængi út af tegundinni.“Lesa mávísindagreinina umræddu hér oghér má lesa umfjöllun Washington Post.
Dýr Grímsey Vísindi Tengdar fréttir Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00 Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. 24. september 2019 06:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Haturspóstum rignir yfir fyrirtækið eftir umfjöllun um lundaveiði á Íslandi Lundinn er í útrýmingarhættu, samkvæmt skýrslu alþjóðasambands fuglaverndarfélaga, en íslenski stofninn telur þó um tvær milljónir varppara. 29. júlí 2019 14:00
Ráðherra vill aðgerðir til að vernda lundann Umhverfisráðherra vill grípa til aðgerða vegna mikillar fækkunar lunda á undanförnum áratugum. Friðun eða verndun lundans hefur verið erfið í ljósi hlunnindaveiða en til stendur að endurskoða alla villidýralöggjöfina í vor. 24. september 2019 06:00