Thelma farin að raða niður þristum eins og mamma sín: Fær mikið hrós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 15:30 Thelma Dís Ágústsdóttir. Skjámynd/Youtube/Ball State All-Access Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína með Ball State í bandaríska háskólakörfuboltanum. Thelma Dís er á sínu öðru ári með Ball State háskólaliðinu og hefur tekið mikið stökk á þessu ári samkvæmt þjálfara sínum. Thelma Dís var með 21 stig á 28 mínútum í lokaleik ársins þar sem Ball State vann 84-49 sigur á Urbana háskólanum. Thelma Dís setti niður fimm þrista í leiknum en móðir hennar, stórskyttan Björg Hafsteinsdóttir, er ein mesta þriggja stiga skyttan í sögu íslenska körfuboltans. The Cardinals close out non-conference action with a victory!!#ChirpChirp | #WeFlypic.twitter.com/0cJuPSlwHE— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 Thelma Dís hitti úr 8 af 13 skotum sínum og var einnig með 4 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum. Thelma Dís er með 10,5 stig, 4,3 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum tímabilsins en í fyrravetur var hún með 9,6 stig, 4,1 frákast og 2,0 stoðsendingar að meðaltali. Leikurinn á móti Urbana er kallaður svokallaður „breakout“ leikur Thelmu á Youtube síðu Ball State og þar er bæði viðtal við þjálfara hennar og hana sjálfa eins og sjá má hér fyrir neðan. Thelma Agustsdottir opens the second quarter with a 3-pointer. pic.twitter.com/tue6aFHP4L— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Ég er farin að setja þá pressu á mig sjálfa að gera meira inn á vellinum og vera ákveðnari,“ segir Thelma Dís Ágústsdóttir í viðtalinu á Youtube síðu skólans, Ball State All-Access. „Hún veit hvað hún á að gera, hún veit vel að hún getur þetta og hún veit að liðið þarf á því að halda að hún taki af skarið,“ sagði þjálfari hennar Brady Sallee. „Ég veit að ég þarf að taka fleiri skot og sjá til þess að andstæðingarnir þurfi að passa mig betur en á síðasta tímabili,“ segir Thelma Dís. Thelma is on pic.twitter.com/II7vCxYtIB— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Á síðasta tímabili var hún meira í fyrirgefðu hugsunarhættinum en núna er hún kominn með meira “swag“ því hún veit að hún er góð. Hún veit að hún er ein af okkar aðalskorurum og við þurfum á hennar stigum að halda,“ sagði Brady Sallee. Þjálfarinn hrósar Thelmu líka fyrir að vera dugleg í lyftingarsalnum en þær æfingar séu að skila sér inn á vellinum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það má sjá umfjöllunina um Thelmu Dís hér fyrir neðan. Körfubolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína með Ball State í bandaríska háskólakörfuboltanum. Thelma Dís er á sínu öðru ári með Ball State háskólaliðinu og hefur tekið mikið stökk á þessu ári samkvæmt þjálfara sínum. Thelma Dís var með 21 stig á 28 mínútum í lokaleik ársins þar sem Ball State vann 84-49 sigur á Urbana háskólanum. Thelma Dís setti niður fimm þrista í leiknum en móðir hennar, stórskyttan Björg Hafsteinsdóttir, er ein mesta þriggja stiga skyttan í sögu íslenska körfuboltans. The Cardinals close out non-conference action with a victory!!#ChirpChirp | #WeFlypic.twitter.com/0cJuPSlwHE— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 Thelma Dís hitti úr 8 af 13 skotum sínum og var einnig með 4 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum. Thelma Dís er með 10,5 stig, 4,3 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum tímabilsins en í fyrravetur var hún með 9,6 stig, 4,1 frákast og 2,0 stoðsendingar að meðaltali. Leikurinn á móti Urbana er kallaður svokallaður „breakout“ leikur Thelmu á Youtube síðu Ball State og þar er bæði viðtal við þjálfara hennar og hana sjálfa eins og sjá má hér fyrir neðan. Thelma Agustsdottir opens the second quarter with a 3-pointer. pic.twitter.com/tue6aFHP4L— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Ég er farin að setja þá pressu á mig sjálfa að gera meira inn á vellinum og vera ákveðnari,“ segir Thelma Dís Ágústsdóttir í viðtalinu á Youtube síðu skólans, Ball State All-Access. „Hún veit hvað hún á að gera, hún veit vel að hún getur þetta og hún veit að liðið þarf á því að halda að hún taki af skarið,“ sagði þjálfari hennar Brady Sallee. „Ég veit að ég þarf að taka fleiri skot og sjá til þess að andstæðingarnir þurfi að passa mig betur en á síðasta tímabili,“ segir Thelma Dís. Thelma is on pic.twitter.com/II7vCxYtIB— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Á síðasta tímabili var hún meira í fyrirgefðu hugsunarhættinum en núna er hún kominn með meira “swag“ því hún veit að hún er góð. Hún veit að hún er ein af okkar aðalskorurum og við þurfum á hennar stigum að halda,“ sagði Brady Sallee. Þjálfarinn hrósar Thelmu líka fyrir að vera dugleg í lyftingarsalnum en þær æfingar séu að skila sér inn á vellinum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það má sjá umfjöllunina um Thelmu Dís hér fyrir neðan.
Körfubolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Fleiri fréttir Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum