Marcus Rashford, lykilleikmaður Manchester United, er mögulega frá í allt að þrjá mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir í sigrinum gegn Wolverhampton Wanderers í FA bikarnum á dögunum.
James Ducker á The Telegraph greinir frá þessu.
As per @henrywinter Rashford facing up to 3 months out with a double stress fracture in his back. Dreadful blow to #mufc at a time when they're already without McTominay until end of Feb/March and Pogba https://t.co/G6nw7q2NWx
— James Ducker (@TelegraphDucker) January 19, 2020
Talið er að um sé að ræða álagsmeiðsla á baki eða nánar tiltekið hryggjarliðum sem gera það að verkum að Rashford mun ekki geta beitt sér að fullu næstu þrjá mánuðina. Rashford á sér sögu þegar kemur að bakmeiðslum og var tæpur fyrir leikinn títtnefnda gegn Wolves. Að spila honum þar virðist hafa verið einkar slæm ákvörðun hjá þjálfarateymi Manchester United.
Þetta er að sjálfsögðu gífurlegt áfall fyrir Manchester United þar Rashford hefur verið þeirra besti leikmaður í vetur. Það sást í 1-0 tapinu gegn Liverpool nú rétt í þessu að liðinu sárvantaði Rashford og hæfileika hans á vellinum. Þá eru þeir Scott McTominay og Paul Pogba einnig frá vegna meiðsla.
Einnig er þetta mikið högg fyrir Gareth Southgate og enska landsliðið en það er ljóst að þátttaka Rashford á EM næsta sumar er í hættu ef hann verður frá næstu þrjá mánuðina.
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði þó í viðtali fyrir stórleik Liverpool og Manchester United að hann teldi að Rashford yrði frá í nokkrar vikur.