Sylvi Listhaug úthlutar 69 leyfum til olíuleitar Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2020 16:15 Sylvi Listhaug, olíumálaráðherra Noregs, við opnun Johan Sverdrup-svæðisins í Norðursjó fyrr í mánuðinum. Equinor/Arne Reidar Mortensen. Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Sylvi Listhaug, tilkynnti í vikunni um úthlutun 69 nýrra sérleyfa til leitar og vinnslu olíu í lögsögu Noregs. „Ég er stolt af því að geta boðið 69 ný vinnsluleyfi í þessari umferð í ár. Mikill áhugi fyrirtækjanna á að fá aðgang að nýjum leitarsvæðum sýnir að atvinnugreinin hefur mikla trú á framtíðarverðmætasköpun á norska landgrunninu,“ segir Listhaug í fréttatilkynningu frá olíu- og orkumálaráðuneytinu. Nýju sérleyfin eru til 28 olíufélaga. Þau skiptast þannig milli hafsvæða að 33 eru í Norðursjó, 23 í Noregshafi og 13 í Barentshafi, en hér má sjá þau nánar á kortum. Vinnslupallurinn Golíat vinnur olíu á nyrsta olíusvæði Noregs, sem er í Barentshafi norðan heimskautsbaugs. „Rannsóknir sem núna hefjast á þessum svæðum munu vonandi leiða til nýrra uppgötvana. Það er mikilvægt til að tryggja arðbær störf, verðmætasköpun og tekjur ríkisins í framtíðinni af stærstu atvinnugrein Noregs,“ segir olíumálaráðherrann. Hún hélt áfram að ögra andstæðingum olíuvinnslu á ráðstefnu olíuiðnaðarins í Sandefjord síðastliðinn þriðjudag þar sem hún kynnti nýju sérleyfin. „Dómsdagsspár umhverfissamtaka og sumra stjórnmálaflokka um skyndidauða olíuiðnaðarins eru ýktar,“ sagði hún og endurtók fyrri röksemdarfærslu um að betra væri fyrir umhverfið að Norðmenn framleiddu olíu með margfalt minni losun en aðrir. „Svo lengi sem heimurinn þarfnast olíu og gass, þá á Noregur að taka þátt í framleiðslunni,“ sagði Listhaug. Frá Johan Sverdrup-svæðinu. Smíði hinna gríðarstóru vinnslupalla hófst árið 2015 en aðeins fyrri áfangi er kominn upp.Equinor/Espen Rønnevik og Øyvind Gravås. Fyrstu leitarleyfin á norska landgrunninu voru gefin út árið 1965. Upphaf olíuævintýrisins hefur gjarnan verið miðað við jólin 1969. Á Þorláksmessu það ár tilkynnti Phillips-olíufélagið norskum stjórnvöldum um að það hefði fundið arðbæra olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. Síðan hefur ekkert lát verið á ævintýrinu. Þannig var eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs formlega opnað fyrr í þessum mánuði, eins og sjá má hér: Bensín og olía Loftslagsmál Norðurslóðir Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16. október 2019 09:33 Besta ár olíusjóðsins, óx um 4,7 milljónir kr. á hvern íbúa Norski olíusjóðurinn hefur aldrei í sögunni verið jafn stór og aldrei vaxið jafn mikið eins og á nýliðnu ári. Heildareignir sjóðsins námu í loks árs um 10.500 milljörðum norskra króna. 3. janúar 2020 11:11 Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32 Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Nýr olíumálaráðherra sagði loftlagsumræðu áróðursbragð vinstrimanna Sylvi Listhaug, einn umdeildasti stjórnmálamaður Noregs, er óvænt orðin olíu- og orkumálaráðherra. Listhaug þykir standa yst á hægri væng stjórnmálanna. 21. desember 2019 08:02 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Sylvi Listhaug, tilkynnti í vikunni um úthlutun 69 nýrra sérleyfa til leitar og vinnslu olíu í lögsögu Noregs. „Ég er stolt af því að geta boðið 69 ný vinnsluleyfi í þessari umferð í ár. Mikill áhugi fyrirtækjanna á að fá aðgang að nýjum leitarsvæðum sýnir að atvinnugreinin hefur mikla trú á framtíðarverðmætasköpun á norska landgrunninu,“ segir Listhaug í fréttatilkynningu frá olíu- og orkumálaráðuneytinu. Nýju sérleyfin eru til 28 olíufélaga. Þau skiptast þannig milli hafsvæða að 33 eru í Norðursjó, 23 í Noregshafi og 13 í Barentshafi, en hér má sjá þau nánar á kortum. Vinnslupallurinn Golíat vinnur olíu á nyrsta olíusvæði Noregs, sem er í Barentshafi norðan heimskautsbaugs. „Rannsóknir sem núna hefjast á þessum svæðum munu vonandi leiða til nýrra uppgötvana. Það er mikilvægt til að tryggja arðbær störf, verðmætasköpun og tekjur ríkisins í framtíðinni af stærstu atvinnugrein Noregs,“ segir olíumálaráðherrann. Hún hélt áfram að ögra andstæðingum olíuvinnslu á ráðstefnu olíuiðnaðarins í Sandefjord síðastliðinn þriðjudag þar sem hún kynnti nýju sérleyfin. „Dómsdagsspár umhverfissamtaka og sumra stjórnmálaflokka um skyndidauða olíuiðnaðarins eru ýktar,“ sagði hún og endurtók fyrri röksemdarfærslu um að betra væri fyrir umhverfið að Norðmenn framleiddu olíu með margfalt minni losun en aðrir. „Svo lengi sem heimurinn þarfnast olíu og gass, þá á Noregur að taka þátt í framleiðslunni,“ sagði Listhaug. Frá Johan Sverdrup-svæðinu. Smíði hinna gríðarstóru vinnslupalla hófst árið 2015 en aðeins fyrri áfangi er kominn upp.Equinor/Espen Rønnevik og Øyvind Gravås. Fyrstu leitarleyfin á norska landgrunninu voru gefin út árið 1965. Upphaf olíuævintýrisins hefur gjarnan verið miðað við jólin 1969. Á Þorláksmessu það ár tilkynnti Phillips-olíufélagið norskum stjórnvöldum um að það hefði fundið arðbæra olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. Síðan hefur ekkert lát verið á ævintýrinu. Þannig var eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs formlega opnað fyrr í þessum mánuði, eins og sjá má hér:
Bensín og olía Loftslagsmál Norðurslóðir Noregur Umhverfismál Tengdar fréttir Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16. október 2019 09:33 Besta ár olíusjóðsins, óx um 4,7 milljónir kr. á hvern íbúa Norski olíusjóðurinn hefur aldrei í sögunni verið jafn stór og aldrei vaxið jafn mikið eins og á nýliðnu ári. Heildareignir sjóðsins námu í loks árs um 10.500 milljörðum norskra króna. 3. janúar 2020 11:11 Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32 Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12 Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15 Nýr olíumálaráðherra sagði loftlagsumræðu áróðursbragð vinstrimanna Sylvi Listhaug, einn umdeildasti stjórnmálamaður Noregs, er óvænt orðin olíu- og orkumálaráðherra. Listhaug þykir standa yst á hægri væng stjórnmálanna. 21. desember 2019 08:02 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíuboranir aukast hvergi meira en hjá Norðmönnum Olíufélög hafa ekki borað meira í lögsögu Noregs frá olíuverðfallinu árið 2014. Engin önnur þjóð hefur aukið olíuleit meira en Norðmenn á þessu ári. 16. október 2019 09:33
Besta ár olíusjóðsins, óx um 4,7 milljónir kr. á hvern íbúa Norski olíusjóðurinn hefur aldrei í sögunni verið jafn stór og aldrei vaxið jafn mikið eins og á nýliðnu ári. Heildareignir sjóðsins námu í loks árs um 10.500 milljörðum norskra króna. 3. janúar 2020 11:11
Fimmtíu ár frá upphafi norska olíuævintýrisins Það var á Þorláksmessu árið 1969 sem ráðamenn Phillips-olíufélagsins hringdu í norska iðnaðarráðuneytið og tilkynntu um að þeir hefðu fundið olíulind á Ekofisk-svæðinu í Norðursjó. 24. desember 2019 12:32
Skrifar undir loftlagsmarkmið og stóreykur olíuleit á sama tíma Norðmenn eru að stórauka olíuleit í Barentshafi á sama tíma og forsætisráðherra þeirra undirritar yfirlýsingar í Reykjavík um aðgerðir í loftlagsmálum. 31. ágúst 2019 23:12
Segir að skála ætti í kampavíni fyrir nýja olíuvinnslusvæðinu Norðmenn hafa formlega tekið í notkun eitt verðmætasta olíuvinnslusvæði í sögu Noregs. Erna Solberg forsætisráðherra opnaði svæðið í forföllum Haraldar Noregskonungs. 9. janúar 2020 22:15
Nýr olíumálaráðherra sagði loftlagsumræðu áróðursbragð vinstrimanna Sylvi Listhaug, einn umdeildasti stjórnmálamaður Noregs, er óvænt orðin olíu- og orkumálaráðherra. Listhaug þykir standa yst á hægri væng stjórnmálanna. 21. desember 2019 08:02