Kalla út herinn vegna fannfergis eftir sprengilægð á Nýfundnalandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2020 13:51 Íbúi í St. John's mokar leið að húsi sínu í gær. Bílar grófust í fönn og almenn umferð var bönnuð vegna fannfergisins. AP/Andrew Vaughan/The Canadian Press Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og herinn kallaður út vegna ógurlegs fannfergis sem gerði á Nýfundnalandi við austurströnd Kanada. Snjókoman sem féll þar er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. Á sumum stöðum hefur snjódýptin náð hátt á fjórða metra. Snjó kyngdi niður í stormi sem gekk yfir Nýfundnaland og Labrador, austasta hérað Kanada á föstudag. Í höfuðstaðnum St. John‘s var met slegið yfir sólahringssnjókomu þegar 76,2 sentímetrar féllu. Fyrra met var sett í apríl 1999 en þá féllu 68,4 sentímetrar snævar. Lægðin er nú sögð stefna að Grænlandi. Dwight Ball, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labradors, lýsti yfir neyðarástandi og óskaði eftir aðstoð kanadíska hersins á laugardag. Fyrirtækjum var haldið lokuðum og umferð annarra farartækja en viðbragðsaðila var bönnuð. Skaflar við hraðbrautir voru allt að fjórir og hálfur metri að dýpt, að sögn Washington Post. Ófært er víða um eyjuna og grófust bílar og hús í fönn. AP-fréttastofan segir að 26 ára gamals karlmanns sé saknað eftir að hann hugðist ganga heim til vinar sínar í Roaches Line, um sjötíu kílómetra vestur af St. John‘s. Ball hvatti íbúa til að halda sig heima við, huga að nágrönnum sínum og hjálpa þeim að ryðja snjó frá húsum og brunahönum. Enn er unnið að því að moka og ryðja vegi, koma á rafmagni þar sem því sló út og tryggja heilbrigðisþjónustu. Aldrei upplifað annan eins storm Danny Breen, borgarstjóri í St. John‘s var forviða yfir snjókomunni og sagðist aldrei hafa upplifað annan eins storm þrátt fyrir að hafa búið í borginni alla sína ævi. Þegar snjóplógur kom til að ryðja götuna hans í gærmorgun segist Breen aðeins hafa heyrt í plóginum en ekki séð vegna þess hversu mikill snjór var úti. „Nýfundnalendingar eiga eftir að tala um þetta í mjög, mjög langan tíma,“ segir Ashley Brauweiler, veðurfræðingur hjá kanadíska útvarpið CBC á Nýfundnalandi. Útsendingar CBC féllu niður þegar rafmagn fór af stöðinni í storminum. Hún segir Washington Post að starfsmenn hafi ekki komist út um tíma vegna þess hversu mikill snjór hafði safnast saman fyrir utan dyrnar. Veðurofsinn var mikill í storminum á föstudag og reyndist því framan af erfitt að mæla snjódýptina vegna foks og skafrennings. Á alþjóðaflugvellinum í St. John‘s mældist vindur á bilinu 33-43 m/s þegar verst lét. Veðurfræðingar segja að um svonefnda sprengilægð hafi verið að ræða. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) áætlar að loftþrýstingur í miðju lægðarinnar hafi minnst náð 954 millíbörum á aðfararnótt laugardags og hafði þá fallið um meira en 54 millíbör á innan við tveimur sólarhringum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hvatti íbúa á Nýfundnalandi og Labrador að gæta sín og hlusta á yfirvöld. Landsyfirvöld væru reiðubúin til aðstoðar. „Við komumst í gegnum þetta saman,“ tísti Trudeau. Sprengilægðin sem gekk yfir á föstudag dembdi snjó yfir St. John's þannig að íbúar þurftu að vaða hann langt upp fyrir hné.AP/Andrew Vaughan/The Canadian Press Kanada Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir og herinn kallaður út vegna ógurlegs fannfergis sem gerði á Nýfundnalandi við austurströnd Kanada. Snjókoman sem féll þar er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum. Á sumum stöðum hefur snjódýptin náð hátt á fjórða metra. Snjó kyngdi niður í stormi sem gekk yfir Nýfundnaland og Labrador, austasta hérað Kanada á föstudag. Í höfuðstaðnum St. John‘s var met slegið yfir sólahringssnjókomu þegar 76,2 sentímetrar féllu. Fyrra met var sett í apríl 1999 en þá féllu 68,4 sentímetrar snævar. Lægðin er nú sögð stefna að Grænlandi. Dwight Ball, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labradors, lýsti yfir neyðarástandi og óskaði eftir aðstoð kanadíska hersins á laugardag. Fyrirtækjum var haldið lokuðum og umferð annarra farartækja en viðbragðsaðila var bönnuð. Skaflar við hraðbrautir voru allt að fjórir og hálfur metri að dýpt, að sögn Washington Post. Ófært er víða um eyjuna og grófust bílar og hús í fönn. AP-fréttastofan segir að 26 ára gamals karlmanns sé saknað eftir að hann hugðist ganga heim til vinar sínar í Roaches Line, um sjötíu kílómetra vestur af St. John‘s. Ball hvatti íbúa til að halda sig heima við, huga að nágrönnum sínum og hjálpa þeim að ryðja snjó frá húsum og brunahönum. Enn er unnið að því að moka og ryðja vegi, koma á rafmagni þar sem því sló út og tryggja heilbrigðisþjónustu. Aldrei upplifað annan eins storm Danny Breen, borgarstjóri í St. John‘s var forviða yfir snjókomunni og sagðist aldrei hafa upplifað annan eins storm þrátt fyrir að hafa búið í borginni alla sína ævi. Þegar snjóplógur kom til að ryðja götuna hans í gærmorgun segist Breen aðeins hafa heyrt í plóginum en ekki séð vegna þess hversu mikill snjór var úti. „Nýfundnalendingar eiga eftir að tala um þetta í mjög, mjög langan tíma,“ segir Ashley Brauweiler, veðurfræðingur hjá kanadíska útvarpið CBC á Nýfundnalandi. Útsendingar CBC féllu niður þegar rafmagn fór af stöðinni í storminum. Hún segir Washington Post að starfsmenn hafi ekki komist út um tíma vegna þess hversu mikill snjór hafði safnast saman fyrir utan dyrnar. Veðurofsinn var mikill í storminum á föstudag og reyndist því framan af erfitt að mæla snjódýptina vegna foks og skafrennings. Á alþjóðaflugvellinum í St. John‘s mældist vindur á bilinu 33-43 m/s þegar verst lét. Veðurfræðingar segja að um svonefnda sprengilægð hafi verið að ræða. Haf- og loftslagsstofnun Bandaríkjanna (NOAA) áætlar að loftþrýstingur í miðju lægðarinnar hafi minnst náð 954 millíbörum á aðfararnótt laugardags og hafði þá fallið um meira en 54 millíbör á innan við tveimur sólarhringum. Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hvatti íbúa á Nýfundnalandi og Labrador að gæta sín og hlusta á yfirvöld. Landsyfirvöld væru reiðubúin til aðstoðar. „Við komumst í gegnum þetta saman,“ tísti Trudeau. Sprengilægðin sem gekk yfir á föstudag dembdi snjó yfir St. John's þannig að íbúar þurftu að vaða hann langt upp fyrir hné.AP/Andrew Vaughan/The Canadian Press
Kanada Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Sjá meira