Segir að strangt til tekið séu 15 milljarðar í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. janúar 2020 13:02 vísir/vilhelm Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitastjórnarráðherra, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir meðal annars um Ofanflóðasjóð og segir Sigurður að strangt til tekið séu fjármunir í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði. Um sé að ræða fjármuni sem greiddir voru umfram verkefni sjóðsins. „Það eru komin inn sérstök lög um opinber fjármál þar sem búið er að taka allar markaðar tekjur af, þar á meðal þessar, sem þýðir bara í raun og veru að allar tekjur sem ekki eru markaðar þær renna bara í ríkissjóð og það er síðan fjárveitingavald Alþingis sem ákveður hvað útgjöld eru. Það finnst mér vera óheppilegt,“ segir Sigurður Ingi. „Ef þetta væri hjá sveitarfélögunum, af því að sveitarfélögin standa auðvitað oft nærri þessu, þá eru til bæði A og B félög hjá sveitarfélögunum. Það er að segja A væri þá ríkissjóður og B eru þá kannski vatnsveitur eða eitthvað. Þá væri kannski Ofanflóðasjóður B og þá myndi ríkissjóður núna skulda þessu B fyrirtæki 15 milljarða og við gætum bara farið í framkvæmdir.“ Sigurður segir að strangt til tekið séu um fimmtán milljarðar í ríkissjóði lausir til framkvæmda. „Þeir eru bara hjá ríkissjóði og hafa þá farið í einhverja aðra uppbyggingu á liðnum árum í staðin,“ segir Sigurður. Hægt sé að segja að ríkissjóður skuldi Ofanflóðasjóði þessa peninga strangt til tekið. „Mér finnst allavega mikilvægt að velta því fyrir sér af því að ég er alveg sammála því sem hérna hefur komið fram. Upplifun almennings og flestra sveitarstjórnarmanna, ekki síst út af þeirra eigin kerfi á B fyrirtæki, er sú að þetta hafi verið einhver sjóður, einhver poki sem lá inni í stóra ríkissjóði og hann sé þar en þetta er auðvitað bara hluti af einum sjóði, þessu fjármögnun ríkissins. En þarna eru 15 milljarðar komnir umfram það sem átti að fara í verkefnið og við verðum bara að koma þeim til framkvæmda á næstu árum.“ Alþingi Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Íbúafundir í næstu viku vegna snjóflóðanna Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar. 17. janúar 2020 17:37 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að strangt til tekið séu 15 milljónir í ríkissjóði sem tilheyri verkefnum Ofanflóðasjóðs. Hann segir mikilvægt að fjármunirnir verði nýttir til framkvæmda á næstu árum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu og sveitastjórnarráðherra, var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar ræddu þeir meðal annars um Ofanflóðasjóð og segir Sigurður að strangt til tekið séu fjármunir í ríkissjóði sem tilheyri Ofanflóðasjóði. Um sé að ræða fjármuni sem greiddir voru umfram verkefni sjóðsins. „Það eru komin inn sérstök lög um opinber fjármál þar sem búið er að taka allar markaðar tekjur af, þar á meðal þessar, sem þýðir bara í raun og veru að allar tekjur sem ekki eru markaðar þær renna bara í ríkissjóð og það er síðan fjárveitingavald Alþingis sem ákveður hvað útgjöld eru. Það finnst mér vera óheppilegt,“ segir Sigurður Ingi. „Ef þetta væri hjá sveitarfélögunum, af því að sveitarfélögin standa auðvitað oft nærri þessu, þá eru til bæði A og B félög hjá sveitarfélögunum. Það er að segja A væri þá ríkissjóður og B eru þá kannski vatnsveitur eða eitthvað. Þá væri kannski Ofanflóðasjóður B og þá myndi ríkissjóður núna skulda þessu B fyrirtæki 15 milljarða og við gætum bara farið í framkvæmdir.“ Sigurður segir að strangt til tekið séu um fimmtán milljarðar í ríkissjóði lausir til framkvæmda. „Þeir eru bara hjá ríkissjóði og hafa þá farið í einhverja aðra uppbyggingu á liðnum árum í staðin,“ segir Sigurður. Hægt sé að segja að ríkissjóður skuldi Ofanflóðasjóði þessa peninga strangt til tekið. „Mér finnst allavega mikilvægt að velta því fyrir sér af því að ég er alveg sammála því sem hérna hefur komið fram. Upplifun almennings og flestra sveitarstjórnarmanna, ekki síst út af þeirra eigin kerfi á B fyrirtæki, er sú að þetta hafi verið einhver sjóður, einhver poki sem lá inni í stóra ríkissjóði og hann sé þar en þetta er auðvitað bara hluti af einum sjóði, þessu fjármögnun ríkissins. En þarna eru 15 milljarðar komnir umfram það sem átti að fara í verkefnið og við verðum bara að koma þeim til framkvæmda á næstu árum.“
Alþingi Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Íbúafundir í næstu viku vegna snjóflóðanna Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar. 17. janúar 2020 17:37 „Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30 Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Íbúafundir í næstu viku vegna snjóflóðanna Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og lögreglustjórinn á Vestfjörðum boða til íbúafunda í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar. 17. janúar 2020 17:37
„Umfram allt þá þarf og verður að tryggja öryggi íbúanna til frambúðar“ Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir mikilvægt að öryggi íbúa í byggðarlögum þar sem hætta er á snjóflóðum verði tryggt sem fyrst. Hann segir að þörf sé á nýju hættumati og að ráðast þurfi hratt og örugglega í að reisa snjóflóðavarnir þar sem þörf er á. 16. janúar 2020 19:30
Skipa starfshóp sem metur fjárveitingar til ofanflóðasjóðs Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp sem fara mun yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs í kjölfar snjóflóðanna sem féllu á Flateyri og við Suðureyri 14. janúar síðastliðinn. 17. janúar 2020 19:20